Fótbolti

Mörk Ís­lands og Úkraínu: Tvö kjafts­högg rétt fyrir hálf­leik

Sindri Sverrisson skrifar
Úkraínumenn komust yfir eftir þrettán mínútna leik í kvöld.
Úkraínumenn komust yfir eftir þrettán mínútna leik í kvöld. Sýn Sport

Úkraína komst í 3-1 með tveimur mörkum í uppbótartíma fyrri hálfleiks, í leiknum mikilvæga gegn Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta.

Ruslan Malinovskiy skoraði þriðja mark Úkraínu með frábæru þrumuskoti og sendi Íslendinga afar vonsvikna inn til búningsklefa.

Oleksiy Gutsulyak hafði áður komið Úkraínu í 2-1 þegar hann nýtti sér skelfileg mistök Mikaels Egils Ellertssonar í vítateig Íslands.

Það var Mikael Egill sem hafði metin í 1-1 upp á sitt einsdæmi, á 35. mínútu, úr afar þröngu færi eftir frábæran sprett. Markið má sjá hér að neðan.

Ísland lenti 1-0 undir þegar Ruslan Malinovskiy skoraði eftir 13 mínútna leik. Everton-bakvörðurinn Vitaliy Mykolenko átti stærstan heiðurinn að markinu en hann skeiðaði framhjá Guðlaugi Victori Pálssyni fram vinstri kantinn og gaf svo út í teiginn þar sem Malinovskiy skoraði úr dauðafæri.

Fyrsta mark kvöldsins má sjá hér að neðan en leikurinn er í opinni dagskrá á Sýn Sport.

Hægt er að fylgjast með öllu sem gerist í leiknum í beinni textalýsingu Vísis með því að smella á greinina hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×