Kærastan áfram í farbanni Agnar Már Másson skrifar 16. október 2025 16:42 Eiginkona veitingamannsins sætir enn farbanni. Vísir Landsréttur hefur úrskurðað sambýliskonu veitingamannsins Quangs Lé í áframhaldandi farbann en hún er sakborningur í stærsta mansalsmáli Íslandssögunnar ásamt eiginmanni sínum og bróður hans. Hún mun að óbreyttu sæta farbanni fram í lok janúar. Auk mansals er hún grunuð um skjalafals, peningaþvætti og ólöglega sölu dvalarleyfa. Landsréttur birti í dag staðfesti áframhaldandi farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni. úrskurðurinn var kveðinn upp 25. september. Quang Lé, sem um tíma hét Davíð Viðarsson, er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Parið hefur verið til rannsóknar síðan í mars en þau voru handtekin ásamt bróður Lé. Samkvæmt því sem fram kemur í dómnum mun hún sæta áframhaldandi farbanni til 23. janúar 2026 þar sem hún liggur undir rökstuddum grun um mansal, skjalafals, peningaþvætti, ólöglega sölu dvalarleyfa og brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Hún var handtekin 5. mars 2024 og sætti gæsluvarðhaldi í 3 mánuði og svo farbanni í yfir 15 mánuði. Í greinargerð lögreglu segir að starfsmenn á veitingastöðum í eigu Lé hafi fengið 420.000 kr. útborgað, en voru síðan neyddir til að skila 170.000 kr. til baka. Þeir voru sagðir vinna 12 klst. á dag, 6–7 daga vikunnar, allt árið, án frís. Quang Le og sambýliskonan hefðu, samkvæmt skýrslutökunum, gefið þær skýringar að upphæðin sem starfsmennirnir greiddu til baka færi í skatta, eða rekstur fyrirtækjanna sem hafi verið sagður ekki standa nægjanlega traustum fótum. Starfsmenn lýsa því að hafa óttast að missa vinnuna ef þeir hlýddu ekki. Hjónin eru einnig grunuð um að falsa skjöl þar sem brotaþolar munu hafa fengið dvalar- og atvinnuleyfi sem sérfræðingar, en flestir ekki haft þá menntun sem skjölin sögðu til um. Þeir munu hafa greitt allt að 8 milljónir króna fyrir að fá þessi leyfi. Dómurinn taldi verulegar líkur á að hún myndi reyna að komast úr landi eða leynast þar sem hún er með tengsl við erlent ríki, Víetnam. Yfir 30 manns hafa réttarstöðu brotaþola í málinu samkvæmt því sem fram kemur í dómnum en í elsta úrskurðinum sem finna má á vef Landsréttar í málinu segir að lögregla meti að hópur þolenda í málinu kunni að vera í heildina á bilinu 80 til 150 talsins, og þar sé um að ræða bæði fullorðna og börn. Málið er það umfangsmesta af sinni tegund í réttarsögu Íslands og teygir anga sína til annarra landa. Gögn málsins eru að stórum hluta á víetnömsku, m.a. samskipti úr síma varnaraðila og samverkamanna sem ná yfir hundruð blaðsíðna. Mál Quangs Le (Davíðs Viðarssonar) Mansal Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Landsréttur birti í dag staðfesti áframhaldandi farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni. úrskurðurinn var kveðinn upp 25. september. Quang Lé, sem um tíma hét Davíð Viðarsson, er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Parið hefur verið til rannsóknar síðan í mars en þau voru handtekin ásamt bróður Lé. Samkvæmt því sem fram kemur í dómnum mun hún sæta áframhaldandi farbanni til 23. janúar 2026 þar sem hún liggur undir rökstuddum grun um mansal, skjalafals, peningaþvætti, ólöglega sölu dvalarleyfa og brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Hún var handtekin 5. mars 2024 og sætti gæsluvarðhaldi í 3 mánuði og svo farbanni í yfir 15 mánuði. Í greinargerð lögreglu segir að starfsmenn á veitingastöðum í eigu Lé hafi fengið 420.000 kr. útborgað, en voru síðan neyddir til að skila 170.000 kr. til baka. Þeir voru sagðir vinna 12 klst. á dag, 6–7 daga vikunnar, allt árið, án frís. Quang Le og sambýliskonan hefðu, samkvæmt skýrslutökunum, gefið þær skýringar að upphæðin sem starfsmennirnir greiddu til baka færi í skatta, eða rekstur fyrirtækjanna sem hafi verið sagður ekki standa nægjanlega traustum fótum. Starfsmenn lýsa því að hafa óttast að missa vinnuna ef þeir hlýddu ekki. Hjónin eru einnig grunuð um að falsa skjöl þar sem brotaþolar munu hafa fengið dvalar- og atvinnuleyfi sem sérfræðingar, en flestir ekki haft þá menntun sem skjölin sögðu til um. Þeir munu hafa greitt allt að 8 milljónir króna fyrir að fá þessi leyfi. Dómurinn taldi verulegar líkur á að hún myndi reyna að komast úr landi eða leynast þar sem hún er með tengsl við erlent ríki, Víetnam. Yfir 30 manns hafa réttarstöðu brotaþola í málinu samkvæmt því sem fram kemur í dómnum en í elsta úrskurðinum sem finna má á vef Landsréttar í málinu segir að lögregla meti að hópur þolenda í málinu kunni að vera í heildina á bilinu 80 til 150 talsins, og þar sé um að ræða bæði fullorðna og börn. Málið er það umfangsmesta af sinni tegund í réttarsögu Íslands og teygir anga sína til annarra landa. Gögn málsins eru að stórum hluta á víetnömsku, m.a. samskipti úr síma varnaraðila og samverkamanna sem ná yfir hundruð blaðsíðna.
Mál Quangs Le (Davíðs Viðarssonar) Mansal Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira