Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 22. október 2025 17:31 Í gærkvöldi (21.10.2025) mættum við nokkrar stelpur með POTS (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome) á opinn fund Samfylkingarinnar, þar sem meðal annarra var Alma Möller, heilbrigðisráðherra, viðstödd. Við fórum þangað með von um að ræða okkar mál, koma reynslu okkar á framfæri og biðja um það eina sem við þurfum til að lifa eðlilegu lífi: að fá aftur vökvagjafirnar okkar, eða að minnsta kosti raunhæfa staðgöngumeðferð. Við komum ekki þangað til að rífast, heldur til að vekja athygli á raunverulegum vanda sem við, og margir aðrir með POTS, glímum við daglega. En þegar við fengum orðið varð okkur fljótt ljóst að engin raunveruleg hlustun fór fram. Það sem átti að vera opinn og lýðræðislegur fundur breyttist í þöggun og afneitun. Þegar við reyndum að útskýra að vökvagjafirnar skipta sköpum fyrir heilsu okkar og lífsgæði, var einfaldlega þaggað niður í okkur. Það sem stakk okkur sérstaklega var að aðrir fundargestir fengu að tala óáreittir og var hlustað á þá með virðingu, en þegar við eða aðrir nefndum POTS eða langvarandi afleiðingar COVID, var eins og við hefðum snert á bannorði. Þá var umræðan stöðvuð, viðmótið kulnaði og okkur var í raun þaggað niður. Það var eins og kerfið og þeir sem stjórna því, vildu einfaldlega ekki heyra sannleikann: að fólk með POTS er skilið eftir án meðferðar og án vonar. Þegar við töluðum um veikindin okkar, hvernig dagurinn byrjar með svima, hjartslætti og vanmátt, og hvernig vökvagjöfin hefur bókstaflega gert okkur kleift að halda áfram, þá var brugðist við með hroka, afsökunum og undanbrögðum. Þau sneru umræðunni út úr, reyndu að tala um eitthvað annað og það var skýrt að þau vildu ekki ræða POTS, vökvagjafir eða ábyrgð heilbrigðiskerfisins á okkar stöðu. Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt. Það sýnir svart á hvítu að þeir sem sitja við stjórnvöldin vilja ekki sjá raunveruleikann okkar. Þau vilja tala um heilbrigðiskerfið í víðum skilningi, en ekki um þau kerfisbundnu mistök sem bitna á einstaklingum eins og okkur. Við höfum upplifað það að þegar kerfið bregst, þá er það við sem þurfum að bera afleiðingarnar, ekki embættismenn eða ráðherrar. Við missum meðferð sem hefur hjálpað okkur, án þess að neitt annað komi í staðinn. Það er ekki stefna sem byggir á vísindum eða mannúð, heldur á skilningsleysi og sinnuleysi. Þegar heilbrigðisráðherra og flokkur sem kallar sig velferðarflokk mætir ungum konum með sjúkdóm og segir í raun og veru: „Við ætlum ekki að hlusta á ykkur“, þá er eitthvað mikið að. Það er ekki bara skortur á samkennd, heldur brot á trausti. Trausti sem almenningur á að geta haft til stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda. Við erum ekki tölur á excel-skjali, við erum manneskjur. Við erum ungar konur sem viljum vinna, lifa og taka þátt í samfélaginu en við getum það ekki ef líkaminn gefst upp. Vökvagjöfin er ekki lúxus, hún er nauðsyn. Hún gerir okkur kleift að standa upp, halda jafnvægi, borða, hugsa og lifa. Við krefjumst þess að þessi stefna verði endurskoðuð strax! Við krefjumst þess að rödd okkar verði tekin alvarlega. Og við krefjumst þess að heilbrigðisráðherra taki ábyrgð á þeirri skaðlegu ákvörðun að svipta fólk með POTS meðferð sem virkar. Við munum ekki þegja og við munum ekki láta þagga niður í okkur aftur.Við eigum rétt á að lifa, rétt á að fá hjálp og rétt á að láta heyra í okkur! Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir – kennaranemi við Háskólann á Akureyri og sjúklingur með POTS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi (21.10.2025) mættum við nokkrar stelpur með POTS (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome) á opinn fund Samfylkingarinnar, þar sem meðal annarra var Alma Möller, heilbrigðisráðherra, viðstödd. Við fórum þangað með von um að ræða okkar mál, koma reynslu okkar á framfæri og biðja um það eina sem við þurfum til að lifa eðlilegu lífi: að fá aftur vökvagjafirnar okkar, eða að minnsta kosti raunhæfa staðgöngumeðferð. Við komum ekki þangað til að rífast, heldur til að vekja athygli á raunverulegum vanda sem við, og margir aðrir með POTS, glímum við daglega. En þegar við fengum orðið varð okkur fljótt ljóst að engin raunveruleg hlustun fór fram. Það sem átti að vera opinn og lýðræðislegur fundur breyttist í þöggun og afneitun. Þegar við reyndum að útskýra að vökvagjafirnar skipta sköpum fyrir heilsu okkar og lífsgæði, var einfaldlega þaggað niður í okkur. Það sem stakk okkur sérstaklega var að aðrir fundargestir fengu að tala óáreittir og var hlustað á þá með virðingu, en þegar við eða aðrir nefndum POTS eða langvarandi afleiðingar COVID, var eins og við hefðum snert á bannorði. Þá var umræðan stöðvuð, viðmótið kulnaði og okkur var í raun þaggað niður. Það var eins og kerfið og þeir sem stjórna því, vildu einfaldlega ekki heyra sannleikann: að fólk með POTS er skilið eftir án meðferðar og án vonar. Þegar við töluðum um veikindin okkar, hvernig dagurinn byrjar með svima, hjartslætti og vanmátt, og hvernig vökvagjöfin hefur bókstaflega gert okkur kleift að halda áfram, þá var brugðist við með hroka, afsökunum og undanbrögðum. Þau sneru umræðunni út úr, reyndu að tala um eitthvað annað og það var skýrt að þau vildu ekki ræða POTS, vökvagjafir eða ábyrgð heilbrigðiskerfisins á okkar stöðu. Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt. Það sýnir svart á hvítu að þeir sem sitja við stjórnvöldin vilja ekki sjá raunveruleikann okkar. Þau vilja tala um heilbrigðiskerfið í víðum skilningi, en ekki um þau kerfisbundnu mistök sem bitna á einstaklingum eins og okkur. Við höfum upplifað það að þegar kerfið bregst, þá er það við sem þurfum að bera afleiðingarnar, ekki embættismenn eða ráðherrar. Við missum meðferð sem hefur hjálpað okkur, án þess að neitt annað komi í staðinn. Það er ekki stefna sem byggir á vísindum eða mannúð, heldur á skilningsleysi og sinnuleysi. Þegar heilbrigðisráðherra og flokkur sem kallar sig velferðarflokk mætir ungum konum með sjúkdóm og segir í raun og veru: „Við ætlum ekki að hlusta á ykkur“, þá er eitthvað mikið að. Það er ekki bara skortur á samkennd, heldur brot á trausti. Trausti sem almenningur á að geta haft til stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda. Við erum ekki tölur á excel-skjali, við erum manneskjur. Við erum ungar konur sem viljum vinna, lifa og taka þátt í samfélaginu en við getum það ekki ef líkaminn gefst upp. Vökvagjöfin er ekki lúxus, hún er nauðsyn. Hún gerir okkur kleift að standa upp, halda jafnvægi, borða, hugsa og lifa. Við krefjumst þess að þessi stefna verði endurskoðuð strax! Við krefjumst þess að rödd okkar verði tekin alvarlega. Og við krefjumst þess að heilbrigðisráðherra taki ábyrgð á þeirri skaðlegu ákvörðun að svipta fólk með POTS meðferð sem virkar. Við munum ekki þegja og við munum ekki láta þagga niður í okkur aftur.Við eigum rétt á að lifa, rétt á að fá hjálp og rétt á að láta heyra í okkur! Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir – kennaranemi við Háskólann á Akureyri og sjúklingur með POTS.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun