Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar 23. október 2025 12:01 Ríkisstjórnin hyggst hækka vörugjöld á mótorhjól og fella niður undanþágur vörugjalda sem hefur hingað til skipt sköpum fyrir keppnishjól. Þetta er kynnt sem loftslagsaðgerð og tekjuöflun – en í raun er verið að refsa áhugafólki og fyrirtækjum fyrir að vera ekki í „grænum” farartækjum. Það er verið að gera fólki erfiðara fyrir að eignast og aka 100-250kg mótorhjólum, til að koma fleiri margra tonna rafbílum á göturnar með niðurgreiðslum. Mótorhjól eru nú þegar dýr. Innflutningur, skráning, tryggingar og viðhald gera þau að fjárfestingu sem ekki er á allra færi. Fæstir nota mótorhjól til daglegra samgangna, heldur sem áhugamál, íþrótt og í mörgum tilvikum atvinnugrein. Hækkun vörugjalda ofan á núverandi kostnað eru mikil afturför. Noregur, landið sem Ísland ber sig helst saman við, hefur afnumið tolla á mótorhjól. Norðmenn hafa áttað sig á því að létt og eyðslugrönn tæki eins og mótorhjól eru ekki rót alls ills. Ísland stefnir hins vegar í gagnstæða átt, með hækkanir og skerðingar sem drepa niður motocross, enduro og almenna ferðamennsku á mótorhjólum. Mótorhjólaferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein hérlendis. Ferðaþjónustan styður við fjölbreytt atvinnulíf og krefst ekki stórra innviða, heldur skynsemi í skattlagningu. Skynsemi virðist vanta þegar kílómetragjald á að bætast við, gjald sem kemur verst niður á hjólum sem fara helst um gamla slóða og vegi sem er ekki sinnt eða jafnvel lokaðir stóran hluta ársins. Að rukka sérstaklega fyrir að hjóla þar sem engum vegi er viðhaldið er ósanngjarnt. Það virðist því miður aldrei skipta máli hvað skattgreiðandinn fær fyrir skattana sína. Að auki að þá virðist það ekki skipta máli að engin mótorhjól eru með löggildan kílómetramæli, það gengi ekki við raf- eða vatnssölu, svo dæmi sé tekið. Tímasetningin er vonlaus. Þessar mögulegu breytingar eru kynntar í október, þegar innflytjendur og kaupendur eru fyrir löngu búnir að panta hjól, gera áætlanir og skuldbinda sig fyrir næsta tímabil. Hækkunin kemur of seint til að forðast tjón, en það virðist ekki skipta ríkisstjórninni neinu máli. Þar á bæ fá allir útborgað, sama hvað. Áhugamál eru nauðsýnilegur hluti af samfélaginu. Í allri umræðunni undanfarin ár um versnandi heilsufar og versnandi geðheilsu þjóðarinnar er nauðsynlegt að fólk geti sinnt sínum íþróttum og áhugamálum, hækkandi kostnaður er ekki til að hjálpa. Stjórnvöld ættu frekar að styðja við útivist, ferðalög, smárekstur og sjálfbært atvinnulíf, en ekki leggja stein í götu þeirra sem stunda sportið og þeirra sem leggja allt sitt í að halda slíkri starfsemi gangandi. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Bifhjól Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst hækka vörugjöld á mótorhjól og fella niður undanþágur vörugjalda sem hefur hingað til skipt sköpum fyrir keppnishjól. Þetta er kynnt sem loftslagsaðgerð og tekjuöflun – en í raun er verið að refsa áhugafólki og fyrirtækjum fyrir að vera ekki í „grænum” farartækjum. Það er verið að gera fólki erfiðara fyrir að eignast og aka 100-250kg mótorhjólum, til að koma fleiri margra tonna rafbílum á göturnar með niðurgreiðslum. Mótorhjól eru nú þegar dýr. Innflutningur, skráning, tryggingar og viðhald gera þau að fjárfestingu sem ekki er á allra færi. Fæstir nota mótorhjól til daglegra samgangna, heldur sem áhugamál, íþrótt og í mörgum tilvikum atvinnugrein. Hækkun vörugjalda ofan á núverandi kostnað eru mikil afturför. Noregur, landið sem Ísland ber sig helst saman við, hefur afnumið tolla á mótorhjól. Norðmenn hafa áttað sig á því að létt og eyðslugrönn tæki eins og mótorhjól eru ekki rót alls ills. Ísland stefnir hins vegar í gagnstæða átt, með hækkanir og skerðingar sem drepa niður motocross, enduro og almenna ferðamennsku á mótorhjólum. Mótorhjólaferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein hérlendis. Ferðaþjónustan styður við fjölbreytt atvinnulíf og krefst ekki stórra innviða, heldur skynsemi í skattlagningu. Skynsemi virðist vanta þegar kílómetragjald á að bætast við, gjald sem kemur verst niður á hjólum sem fara helst um gamla slóða og vegi sem er ekki sinnt eða jafnvel lokaðir stóran hluta ársins. Að rukka sérstaklega fyrir að hjóla þar sem engum vegi er viðhaldið er ósanngjarnt. Það virðist því miður aldrei skipta máli hvað skattgreiðandinn fær fyrir skattana sína. Að auki að þá virðist það ekki skipta máli að engin mótorhjól eru með löggildan kílómetramæli, það gengi ekki við raf- eða vatnssölu, svo dæmi sé tekið. Tímasetningin er vonlaus. Þessar mögulegu breytingar eru kynntar í október, þegar innflytjendur og kaupendur eru fyrir löngu búnir að panta hjól, gera áætlanir og skuldbinda sig fyrir næsta tímabil. Hækkunin kemur of seint til að forðast tjón, en það virðist ekki skipta ríkisstjórninni neinu máli. Þar á bæ fá allir útborgað, sama hvað. Áhugamál eru nauðsýnilegur hluti af samfélaginu. Í allri umræðunni undanfarin ár um versnandi heilsufar og versnandi geðheilsu þjóðarinnar er nauðsynlegt að fólk geti sinnt sínum íþróttum og áhugamálum, hækkandi kostnaður er ekki til að hjálpa. Stjórnvöld ættu frekar að styðja við útivist, ferðalög, smárekstur og sjálfbært atvinnulíf, en ekki leggja stein í götu þeirra sem stunda sportið og þeirra sem leggja allt sitt í að halda slíkri starfsemi gangandi. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun