Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar 23. október 2025 12:30 Pyrros var öflugur grískur herforingi sem átti í baráttu við Rómverja um 300 árum fyrir okkar tímatal. Þegar bókhaldið var gert upp eftir einn sigurinn á hann að hafa sagt að hann þyldi ekki fleiri svona sigra. Sigurinn var of dýrkeyptur. Svona sigrar hafa verið margir í sögunni og er oft svo í nútímanum, til dæmis í dómsmálum. Nýlega gekk dómur um útlán banka í dómskerfi landsins. Niðurstaðan er furðuleg og sé þetta sigur er ljóst að hann er mjög dýrkeyptur. Mér skilst að í dómnum sé eitthvað sagt um stýrivexti seðlabanka sem er fráleitt eina eðlilega viðmiðið. Í daglegu tali er oft rætt um banka sem sérstaka óvini og gefið í skyn að þeir séu að leika sér að því að fara illa með viðskiptavini. Þetta er alveg fráleitt viðhorf þó því sé fjarri að bankar séu einhverjir guðir. Bankar eru þjónustu fyrirtæki sem vilja trygga viðskiptavini sem koma aftur og aftur. Til að svo sé þarf verðlagning þjónustu að vera rétt. Starfsemi banka er að miklu leyti miðlunarstarf, svipað og fasteignasalar. Bankar miðla lausafé og greiðslum og þurfa að verðleggja þá þjónustu. Vextir eru verð á tíma og trausti og fráleitt að miðlarar ákvarði þá. Miðlararnir verða taka þeim vöxtum sem markaðurinn skammtar þeim. Í einföldustu mynd þá er gefið út skuldabréf á markaði með einhverju skilmálum. Það þarf að borga vexti, afborganir og þóknun til miðlarans. Í hinum stóra heimi eru til miðlarar sem ekki taka stöðu í skuldabréfunum, þ.e. þeir braska ekki sjálfir með skuldabréfin. Skilaboð þeirra til viðskiptavina eru: Við snertum ekki skilmála skuldabréfsins, þú bara gerir eins og skilmálarnir segja og borgar okkur þóknun fyrir miðlunina. Þóknunin breytist oft þó skilmálar skuldabréfsins geri það ekki. Er þetta besta leiðin? Sumir telja að hægt sé að gera betur með því að láta miðlarann leggja fram eigin fé og láta síðan miðlarann braska með summuna. Hugmyndin er að færni braskarans skili sér í betri viðskiptakjörum. Bankar eiga oft enga (nánast) peninga. Þeir miðla annarra peningum. Bankarnir borga ekki bankaskattinn. Það eru viðskiptavinirnir sem borga hann í gegnum þjónustuna. Eftir dóma hæstaréttar þarf her manns á háu kaupi, lögfræðinga og reiknimeistara, til að fara yfir gamla samninga. Það er ljóst að sú yfirferð er ekki ókeypis og viðskiptavinirnir borga hana. Nýlegur dómur veldur hökti í miðluninni sem skaðar marga. Fasteignasalar, seljendur og kaupendur finna strax fyrir þessu en á endanum lendir allt samfélagið í þessu. Sé dómur hæstaréttar í samræmi við lög þarf að breyta lögunum sem fyrst. Stýrivextir eru ekki algilt viðmið. Neytendur og samfélagið þurfa ekki fleiri sigra af þessari gerð. Helgi Tómasson, prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Pyrros var öflugur grískur herforingi sem átti í baráttu við Rómverja um 300 árum fyrir okkar tímatal. Þegar bókhaldið var gert upp eftir einn sigurinn á hann að hafa sagt að hann þyldi ekki fleiri svona sigra. Sigurinn var of dýrkeyptur. Svona sigrar hafa verið margir í sögunni og er oft svo í nútímanum, til dæmis í dómsmálum. Nýlega gekk dómur um útlán banka í dómskerfi landsins. Niðurstaðan er furðuleg og sé þetta sigur er ljóst að hann er mjög dýrkeyptur. Mér skilst að í dómnum sé eitthvað sagt um stýrivexti seðlabanka sem er fráleitt eina eðlilega viðmiðið. Í daglegu tali er oft rætt um banka sem sérstaka óvini og gefið í skyn að þeir séu að leika sér að því að fara illa með viðskiptavini. Þetta er alveg fráleitt viðhorf þó því sé fjarri að bankar séu einhverjir guðir. Bankar eru þjónustu fyrirtæki sem vilja trygga viðskiptavini sem koma aftur og aftur. Til að svo sé þarf verðlagning þjónustu að vera rétt. Starfsemi banka er að miklu leyti miðlunarstarf, svipað og fasteignasalar. Bankar miðla lausafé og greiðslum og þurfa að verðleggja þá þjónustu. Vextir eru verð á tíma og trausti og fráleitt að miðlarar ákvarði þá. Miðlararnir verða taka þeim vöxtum sem markaðurinn skammtar þeim. Í einföldustu mynd þá er gefið út skuldabréf á markaði með einhverju skilmálum. Það þarf að borga vexti, afborganir og þóknun til miðlarans. Í hinum stóra heimi eru til miðlarar sem ekki taka stöðu í skuldabréfunum, þ.e. þeir braska ekki sjálfir með skuldabréfin. Skilaboð þeirra til viðskiptavina eru: Við snertum ekki skilmála skuldabréfsins, þú bara gerir eins og skilmálarnir segja og borgar okkur þóknun fyrir miðlunina. Þóknunin breytist oft þó skilmálar skuldabréfsins geri það ekki. Er þetta besta leiðin? Sumir telja að hægt sé að gera betur með því að láta miðlarann leggja fram eigin fé og láta síðan miðlarann braska með summuna. Hugmyndin er að færni braskarans skili sér í betri viðskiptakjörum. Bankar eiga oft enga (nánast) peninga. Þeir miðla annarra peningum. Bankarnir borga ekki bankaskattinn. Það eru viðskiptavinirnir sem borga hann í gegnum þjónustuna. Eftir dóma hæstaréttar þarf her manns á háu kaupi, lögfræðinga og reiknimeistara, til að fara yfir gamla samninga. Það er ljóst að sú yfirferð er ekki ókeypis og viðskiptavinirnir borga hana. Nýlegur dómur veldur hökti í miðluninni sem skaðar marga. Fasteignasalar, seljendur og kaupendur finna strax fyrir þessu en á endanum lendir allt samfélagið í þessu. Sé dómur hæstaréttar í samræmi við lög þarf að breyta lögunum sem fyrst. Stýrivextir eru ekki algilt viðmið. Neytendur og samfélagið þurfa ekki fleiri sigra af þessari gerð. Helgi Tómasson, prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun