Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Hjörvar Ólafsson skrifar 23. október 2025 21:18 Birgir Már Birgisson svífur inn úr horninu og tryggir FH sigurinn. Vísir/Pawel FH sigraði Hauka, 27-26, þegar liðin mættust í Hafnarfjarðarslag í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Það var Birgir Már Birgisson sem tryggði FH sigur með marki sínu á lokaandartaki leiksins. Eins og venjan er þegar þessi tvö lið mætast var baráttan í fyrirrúmi og það kom niður á gæðum hans að einhverju leyti. Ekkert vantaði upp á spennuna en þandar taugar leikmanna liðanna urðu til þess að tapaðir boltar urðu helst til margir á báða bóga. Haukar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik og gestirnir frá Ásvöllum höfðu 12-9 forskot þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. FH-ingar komu sér hægt og bítandi inn í leikinn og Jón Bjarni Ólafsson jafnaði metin í 16-16 um miðbik seinni hálfleiks. Eftir það var jafnt á öllum tölum og hvorugt liðið náði að grípa leikinn í sínar hendur og úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins þar sem Birgir Már var hetja FH-liðsins en hann skoraði mark úr hægra horninu nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Birgir Már er hér að sækja ruðning. Vísir/Pawel Birgir Már: Leið vel þegar ég fór í færið „Mér leið bara mjög vel þegar ég fór inn úr horninu og var nokkuð viss um að ég myndi skora. Við náðum góðri sókn, spiluðum vel og strákarnir opnuðu hornið fyrir mig. Það var mjög ljúft að sjá boltann í netinu,“ sagði Birgir Már um færið sem hann skoraði úr og tryggði FH montréttinn fram að næstu rimmu liðanna. „Þetta var bara týpískur FH-Haukar leikur. Hart barist, mikið um pústra og hörku stemming hér í Krikanum. Bara allt eins og það á að vera. Það er frábært að ná að tryggja okkur sigurinn eftir allt sem við lögðum í leikinn,“ sagði Birgir Már enn fremur. „Það eru margir leikmenn hjá okkur að spila sinn fyrsta nágrannaslag í meistaraflokki og þeir stóðu sig bara heilt yfir mjög vel. Við fengum framlag úr mörgum áttum og það var liðsheildin sem skilaði þessum sigri,“ sagði hann. Gunnar: Slakasti leikurinn síðan ég tók við liðinu „Við vorum arfaslakir í þessum leik og þetta er lang slakasta frammistaðan hjá liðinu síðan ég tók við í sumar. Það voru fjölmargir leikmenn mjög ólíkir sjálfum sér og við eigum mjög mikið inni,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka ósáttur. „Ég lærði margt í þessum leik um leikmann mína og nú er það bara mitt verkefni að laga það sem gekk ekki vel að þessu sinni. Það er svekkjandi að sýna svona frammistöðu í svona leik og við verðum að nýta pásuna sem fram undan er vel til þess að vinna í okkar málum,“ sagði Gunnar enn fremur. „Við áttum svipaðan leik í fyrsta leik tímabilsins og við rifum okkur upp eftir það og nú þurfum við bara að gera það aftur. Ég er bara nýtekinn við liðinu þannig og það er margt sem liðið þarf að bæta til þess að komast á þann stað þar sem ég vil hafa liðið,“ sagði hann. „Það er hins vegar bara október og lítið búið af mótinu þannig að það er ekkert stress þrátt fyrir þetta tap. Við þurfum hins vegar að finna þann stöðugleika að svona frammistöður liti ekki dagsins ljós oft. Við eigum heilmikið inni og leikmenn vita það alveg sjálfir,“ sagði Gunnar. Gunnar Magnússon, brúnaþungur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Olís-deild karla FH Haukar
FH sigraði Hauka, 27-26, þegar liðin mættust í Hafnarfjarðarslag í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Það var Birgir Már Birgisson sem tryggði FH sigur með marki sínu á lokaandartaki leiksins. Eins og venjan er þegar þessi tvö lið mætast var baráttan í fyrirrúmi og það kom niður á gæðum hans að einhverju leyti. Ekkert vantaði upp á spennuna en þandar taugar leikmanna liðanna urðu til þess að tapaðir boltar urðu helst til margir á báða bóga. Haukar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik og gestirnir frá Ásvöllum höfðu 12-9 forskot þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. FH-ingar komu sér hægt og bítandi inn í leikinn og Jón Bjarni Ólafsson jafnaði metin í 16-16 um miðbik seinni hálfleiks. Eftir það var jafnt á öllum tölum og hvorugt liðið náði að grípa leikinn í sínar hendur og úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins þar sem Birgir Már var hetja FH-liðsins en hann skoraði mark úr hægra horninu nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Birgir Már er hér að sækja ruðning. Vísir/Pawel Birgir Már: Leið vel þegar ég fór í færið „Mér leið bara mjög vel þegar ég fór inn úr horninu og var nokkuð viss um að ég myndi skora. Við náðum góðri sókn, spiluðum vel og strákarnir opnuðu hornið fyrir mig. Það var mjög ljúft að sjá boltann í netinu,“ sagði Birgir Már um færið sem hann skoraði úr og tryggði FH montréttinn fram að næstu rimmu liðanna. „Þetta var bara týpískur FH-Haukar leikur. Hart barist, mikið um pústra og hörku stemming hér í Krikanum. Bara allt eins og það á að vera. Það er frábært að ná að tryggja okkur sigurinn eftir allt sem við lögðum í leikinn,“ sagði Birgir Már enn fremur. „Það eru margir leikmenn hjá okkur að spila sinn fyrsta nágrannaslag í meistaraflokki og þeir stóðu sig bara heilt yfir mjög vel. Við fengum framlag úr mörgum áttum og það var liðsheildin sem skilaði þessum sigri,“ sagði hann. Gunnar: Slakasti leikurinn síðan ég tók við liðinu „Við vorum arfaslakir í þessum leik og þetta er lang slakasta frammistaðan hjá liðinu síðan ég tók við í sumar. Það voru fjölmargir leikmenn mjög ólíkir sjálfum sér og við eigum mjög mikið inni,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka ósáttur. „Ég lærði margt í þessum leik um leikmann mína og nú er það bara mitt verkefni að laga það sem gekk ekki vel að þessu sinni. Það er svekkjandi að sýna svona frammistöðu í svona leik og við verðum að nýta pásuna sem fram undan er vel til þess að vinna í okkar málum,“ sagði Gunnar enn fremur. „Við áttum svipaðan leik í fyrsta leik tímabilsins og við rifum okkur upp eftir það og nú þurfum við bara að gera það aftur. Ég er bara nýtekinn við liðinu þannig og það er margt sem liðið þarf að bæta til þess að komast á þann stað þar sem ég vil hafa liðið,“ sagði hann. „Það er hins vegar bara október og lítið búið af mótinu þannig að það er ekkert stress þrátt fyrir þetta tap. Við þurfum hins vegar að finna þann stöðugleika að svona frammistöður liti ekki dagsins ljós oft. Við eigum heilmikið inni og leikmenn vita það alveg sjálfir,“ sagði Gunnar. Gunnar Magnússon, brúnaþungur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel