Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 24. október 2025 13:46 Fyrir tæplega 40 árum var skrifuð kandídatsritgerð við Háskóla Íslands sem ber heitið Konan - Vinnan - Kjörin. Strax í inngangi hennar er kjarni kvennabaráttunnar fangaður en þar segir að: „Einstaklingum er mismunað á ýmsa vegu. Hafa þar áhrif ýmis atriði, kynþáttur, trúarbrögð, þjóðerni og kyn, en einnig má finna orsakir mismununar á þeim auðlindum sem einstaklingurinn býr yfir. Með auðlindum á ég við þætti eins og hæfni, hvers konar þjálfun s.s starfsþjálfun, sjálfsöryggi, frumkvæði og fleira í þessum dúr sem fallið getur undir áunna eiginleika sem hver og einn hefur þroskað með sér og tileinkað sér, í þeim tilgangi að gera sjálfum sér og samfélagi sínu gagn. Er óhætt að segja að uppeldi og menntun gegni hér lykilhlutverki.“ Lengi býr að fyrstu gerð Menntun og uppeldi barna er einmitt það sem við eigum formæðrum okkar svo mikið að þakka ekki bara þeim sem tóku slaginn fyrir 50 árum heldur öllum konum sem ruddu braut jafnréttis og frelsis kvenna - fyrir næstu kynslóðir eins og mig, dóttur mína. Það er þeim að þakka að við höfum skapað samfélagslega innviði fyrir börn, leiksskóla, frístundir og um leið að opna dyr að menntun, atvinnulífi og fjárhagslegu sjálfstæði. Jafnréttið byrjar heima við - með að foreldrar skipta með sér verkum, deila annarri og þriðju vaktinni saman. Svo þarf að hafa sterkar samfélags kvenfyrirmyndir líka, fyrirmyndir sem við sem sem samfélag erum stolt af, konur í stjórnmálum, forsetar, forsætisráðherrar, ráðherrar, biskupar, dómarar, sýslumenn, lögreglustjóra, frumkvöðla og stjórnendur fyrirtækja og stofnana, kvenn- og kvár fyrirmyndir hafa áhrif á næstu kynslóðir. Hvar verðum við eftir 50 ár? Í aðdraganda þessara tímamóta og í krafti umræðunnar síðustu misserin hef ég velt fyrir mér hvað við, mín kynslóð, kynslóð miðaldra kvenna, vill skilja eftir sig til næstu kynslóðar, til dætra, drengja og stálpa. Sér í lagi að þegar við sjáum ungt fólk fylkja sér um íhaldsama, þjóðernislega hugmyndafræði um hefðbundin kynhlutverk, tala að samfélagsleg hnignun fjölskyldunnar sé vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna, færri börn fæðast, að frelsi konunnar til að mennta sig og stýra barneignum sé aukaatriði því sé mikilvægt að staldra við, best sé horfa til kristilegra gilda kjarnafjölskyldunnar, að konan annast heimili, börn og buru til að tryggja stöðugleika heimilis á meðan karlinn afli tekna. Kunnuglegt stef en óþægilega tengt upphafi ritgerðarinnar sem skrifuð var fyrir 40 árum - þetta er bakslag í hnotskurn. Afturhvarf til fortíðar Í uppeldi foreldra er börnum innrætt lífsviðhorf til framtíðar. Ætlum við að hoppa 50 ár aftur í tímann, ala komandi kynslóðir upp við sömu samfélagslegu veggi sem formæður okkar hafa í meiri en 50 ár reynt að brjóta niður þannig að eftir 50 ár stöndum við á sama stað og fyrir 50 árum? Barátta fyrir mannréttindum og jafnrétti er og verður viðvarandi barátta, hún kann að breytast með ólíkum áherslum og birtingarmyndum eins og sagan hefur sýnt okkur. Með áherslu á ofbeldi, mikilvægi þess að setja mörk, tileinka sér samkennd og hlúa að stöðu og réttinda jaðarsettra hópa. Standa með þeim, styðja og tala fyrir þeirra réttum. Alltaf, allstaðar. Samstaða um mannréttindi skiptir máli Lokaorð ritgerðar eiga jafn vel við í dag og fyrir 40 árum. „Tímabært er að við konur snúum bökum saman. Sé litið til fortíðar og hún höfð að leiðarljósi, sjáum við að ýmislegt hefur áunnist, þó enn sé að mörgu að hyggja. Til skamms tíma álitu konur að vænlegasta leiðin til áhrifa í karlasamfélagi væri að tileinka sér vinnubrögð og verðmætamat karla. Nútíma konur leggja hins vegar áherslu á breytt viðhorf, breytt verðmætamat. Hérna er ekki einungis átt við breytt hugarfar karla gagnvart konum heldur miklu fremur hugarfarsbreytingu kvenna gagnvart kynsystrum sínum. Konur verða gera sér enn betur ljóst að baráttan til jafnréttis hefst á meðal þeirra sjálfra. Þær geta ekki búist við að karlar standi vörð um hagsmuni þeirra. Konur þurfa skilja mikilvægi þess að geta haft áhrif á kaup og kjör, með því að taka virkan þátt í starfi hinu ýmsu hagsmunahópa og samtaka innan vinnumarkaðarins. Einungis með því móti, geta þær verðlagt vinnu sína en þá hlýtur að vera eitt fyrsta skrefið í þá átt að breyta ríkjandi mati á ábyrgð og eðli hinna hefðbundnu kvennastarfa. Þegar konur hafa náð að tileinka sér þennan boðskap tel ég greiða leið framundan.“ Takk Mamma Takk fyrir uppeldið og innrætið Til hamingju með daginn - áfram konur og kvár Baráttunni er ekki lokið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Kvennaverkfall Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega 40 árum var skrifuð kandídatsritgerð við Háskóla Íslands sem ber heitið Konan - Vinnan - Kjörin. Strax í inngangi hennar er kjarni kvennabaráttunnar fangaður en þar segir að: „Einstaklingum er mismunað á ýmsa vegu. Hafa þar áhrif ýmis atriði, kynþáttur, trúarbrögð, þjóðerni og kyn, en einnig má finna orsakir mismununar á þeim auðlindum sem einstaklingurinn býr yfir. Með auðlindum á ég við þætti eins og hæfni, hvers konar þjálfun s.s starfsþjálfun, sjálfsöryggi, frumkvæði og fleira í þessum dúr sem fallið getur undir áunna eiginleika sem hver og einn hefur þroskað með sér og tileinkað sér, í þeim tilgangi að gera sjálfum sér og samfélagi sínu gagn. Er óhætt að segja að uppeldi og menntun gegni hér lykilhlutverki.“ Lengi býr að fyrstu gerð Menntun og uppeldi barna er einmitt það sem við eigum formæðrum okkar svo mikið að þakka ekki bara þeim sem tóku slaginn fyrir 50 árum heldur öllum konum sem ruddu braut jafnréttis og frelsis kvenna - fyrir næstu kynslóðir eins og mig, dóttur mína. Það er þeim að þakka að við höfum skapað samfélagslega innviði fyrir börn, leiksskóla, frístundir og um leið að opna dyr að menntun, atvinnulífi og fjárhagslegu sjálfstæði. Jafnréttið byrjar heima við - með að foreldrar skipta með sér verkum, deila annarri og þriðju vaktinni saman. Svo þarf að hafa sterkar samfélags kvenfyrirmyndir líka, fyrirmyndir sem við sem sem samfélag erum stolt af, konur í stjórnmálum, forsetar, forsætisráðherrar, ráðherrar, biskupar, dómarar, sýslumenn, lögreglustjóra, frumkvöðla og stjórnendur fyrirtækja og stofnana, kvenn- og kvár fyrirmyndir hafa áhrif á næstu kynslóðir. Hvar verðum við eftir 50 ár? Í aðdraganda þessara tímamóta og í krafti umræðunnar síðustu misserin hef ég velt fyrir mér hvað við, mín kynslóð, kynslóð miðaldra kvenna, vill skilja eftir sig til næstu kynslóðar, til dætra, drengja og stálpa. Sér í lagi að þegar við sjáum ungt fólk fylkja sér um íhaldsama, þjóðernislega hugmyndafræði um hefðbundin kynhlutverk, tala að samfélagsleg hnignun fjölskyldunnar sé vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna, færri börn fæðast, að frelsi konunnar til að mennta sig og stýra barneignum sé aukaatriði því sé mikilvægt að staldra við, best sé horfa til kristilegra gilda kjarnafjölskyldunnar, að konan annast heimili, börn og buru til að tryggja stöðugleika heimilis á meðan karlinn afli tekna. Kunnuglegt stef en óþægilega tengt upphafi ritgerðarinnar sem skrifuð var fyrir 40 árum - þetta er bakslag í hnotskurn. Afturhvarf til fortíðar Í uppeldi foreldra er börnum innrætt lífsviðhorf til framtíðar. Ætlum við að hoppa 50 ár aftur í tímann, ala komandi kynslóðir upp við sömu samfélagslegu veggi sem formæður okkar hafa í meiri en 50 ár reynt að brjóta niður þannig að eftir 50 ár stöndum við á sama stað og fyrir 50 árum? Barátta fyrir mannréttindum og jafnrétti er og verður viðvarandi barátta, hún kann að breytast með ólíkum áherslum og birtingarmyndum eins og sagan hefur sýnt okkur. Með áherslu á ofbeldi, mikilvægi þess að setja mörk, tileinka sér samkennd og hlúa að stöðu og réttinda jaðarsettra hópa. Standa með þeim, styðja og tala fyrir þeirra réttum. Alltaf, allstaðar. Samstaða um mannréttindi skiptir máli Lokaorð ritgerðar eiga jafn vel við í dag og fyrir 40 árum. „Tímabært er að við konur snúum bökum saman. Sé litið til fortíðar og hún höfð að leiðarljósi, sjáum við að ýmislegt hefur áunnist, þó enn sé að mörgu að hyggja. Til skamms tíma álitu konur að vænlegasta leiðin til áhrifa í karlasamfélagi væri að tileinka sér vinnubrögð og verðmætamat karla. Nútíma konur leggja hins vegar áherslu á breytt viðhorf, breytt verðmætamat. Hérna er ekki einungis átt við breytt hugarfar karla gagnvart konum heldur miklu fremur hugarfarsbreytingu kvenna gagnvart kynsystrum sínum. Konur verða gera sér enn betur ljóst að baráttan til jafnréttis hefst á meðal þeirra sjálfra. Þær geta ekki búist við að karlar standi vörð um hagsmuni þeirra. Konur þurfa skilja mikilvægi þess að geta haft áhrif á kaup og kjör, með því að taka virkan þátt í starfi hinu ýmsu hagsmunahópa og samtaka innan vinnumarkaðarins. Einungis með því móti, geta þær verðlagt vinnu sína en þá hlýtur að vera eitt fyrsta skrefið í þá átt að breyta ríkjandi mati á ábyrgð og eðli hinna hefðbundnu kvennastarfa. Þegar konur hafa náð að tileinka sér þennan boðskap tel ég greiða leið framundan.“ Takk Mamma Takk fyrir uppeldið og innrætið Til hamingju með daginn - áfram konur og kvár Baráttunni er ekki lokið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun