Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Kári Mímisson skrifar 25. október 2025 15:54 Rúnar Már Sigurjónsson spilaði vel í hjarta varnarinnar hjá Skagamönnum. Vísir/Anton Afturelding er fallið úr Bestu-deild karla í fótbolta en liðið laut í lægra haldi fyrir ÍA í lokaumferð deildarinnar í leik liðanna í Akraneshöllinni í dag. Afturelding þurfti sigur í þessum leik og treysta á að Vestri og KR myndu gera jafntefli. Það gekk ekki upp og Aturelding sem lék í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins mun leik í næstefstu deild á næstu leiktíð. Gabríal Snær Gunnarsson tryggði Skagamönnum sigurinn með marki sínu undir lok fyrri hálfleiks. Gabríel Snær slapp í gegnum vörn Aftureldingar eftir flotta stungusendingu frá Hauki Andra Haraldssyni og kláraði færið með föstu og hnitmiðuðu skoti. Þetta er fyrsta markið sem Gabríel Snær skorar í efstu deild. Afturelding kallaði tvisvar sinnum kröftuglega eftir vítaspyrnu i fyrri hálfleik en í fyrra skiptið féll Þórður Gunnar Hafþórsson við í vítateig Skagaliðsins eftir viðskipti við Árna Marínó Einarsson og í það seinn fór Hrannar Snær Magnússon niður eftir að Marko Vardic fór utan í hann. Í bæði skiptin lét Twana Khalid Ahmed, dómari leiksisn, sér fátt um finnast og lét leikinn halda áfram. Georg Bjarnaon komst svo nálægt því að að ná forystunni fyrir gestina úr Mosfellsbænum þegar hann skaut boltanum í þverslána af stuttu færi eftir hornspyrnu Þórðar Gunnars. Gabríel Snær fékk einnig gott færi til þess að skora annað mark en Jökull Andrésson varði frábærlega góðan skalla hans og boltinn fór svo ofan á slána. Ómar Björn Stefánsson fékk tvö góð færi til þess að tvöfalda forystu Skagamanna í upphafi seinni hálfleiks en í fyrra skiptið fór skot hans í stöngina og í það seinna bjargaði Jökull Andrésson með góðu úthlaupi eftir að kantrmaðurinn snöggi slapp einn í gegn. Afturelding fékk nokkur fín færi til þess að jafna metin undir lok leiksins en það gekk ekki upp og tap og fall úr efstu deild því staðreynd. Atvik leiksins Það var stór stund á ferli framherjans Gabríels Snæs þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og tryggði Skagamönnum stigin þrjú. Þar með lauk góðum lokakafla Skagamanna í deild efstu deild á góðuðm nótum. Margir voru búnir að dæma liðið niður um deild um mitt sumar en Lárus Orri Sigurðsson kom og blés lífi í þennan mikla fótboltabæ. Skagalðið mun leika í deild þeirra bestu á næsta keppnistímabili. Stjörnur og skúrkar Árni Marínó varði nokkrum sinnum vel og Rúnar Már var eins og kóngur í ríki sínu í miðri vörn heimamanna. Ómar Björn var hættulegur á vinstri vængnum og komst nálægt því að skora. Gabríel Snær var svo sprækur í framlínunni og skoraði gott mark. Hrannar Snær skapaði í nokkur skipti usla í vörn Skagaliðsins og hefði möguelega geta fengið vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Jökull Andrésson varði svo tvisvar sinnum frábærlega og hélt þannig sínum mönnum inni í leiknum. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Twana Khalid Ahmed, Kristján Már Ólafs, Ragnar Þór Bender og Gunnar Freyr Róbertsson, dæmdu þennan leik heilt yfir vel og fá sjö í einkunn fyrir sín störf. Kristinn Jakobsson var svo eftirlitsmaður KSÍ á þessum leik og sá til þess að lögum og reglum væri framfylgt í kringum framkvæmd leiksins. Stemming og umgjörð Það var þétt setið og hugguleg stemming í nepjunni í Akraneshöllinni í dag. Bæði lið fengu góðan stuðning og skemmtileg lög sem fengu að heyrast á meðan á leiknum stóð. Vel tekið á móti blaðamönnum á Skaganum enda eru Skagamenn höfðingjar heim að sækja. Besta deild karla ÍA Afturelding
Afturelding er fallið úr Bestu-deild karla í fótbolta en liðið laut í lægra haldi fyrir ÍA í lokaumferð deildarinnar í leik liðanna í Akraneshöllinni í dag. Afturelding þurfti sigur í þessum leik og treysta á að Vestri og KR myndu gera jafntefli. Það gekk ekki upp og Aturelding sem lék í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins mun leik í næstefstu deild á næstu leiktíð. Gabríal Snær Gunnarsson tryggði Skagamönnum sigurinn með marki sínu undir lok fyrri hálfleiks. Gabríel Snær slapp í gegnum vörn Aftureldingar eftir flotta stungusendingu frá Hauki Andra Haraldssyni og kláraði færið með föstu og hnitmiðuðu skoti. Þetta er fyrsta markið sem Gabríel Snær skorar í efstu deild. Afturelding kallaði tvisvar sinnum kröftuglega eftir vítaspyrnu i fyrri hálfleik en í fyrra skiptið féll Þórður Gunnar Hafþórsson við í vítateig Skagaliðsins eftir viðskipti við Árna Marínó Einarsson og í það seinn fór Hrannar Snær Magnússon niður eftir að Marko Vardic fór utan í hann. Í bæði skiptin lét Twana Khalid Ahmed, dómari leiksisn, sér fátt um finnast og lét leikinn halda áfram. Georg Bjarnaon komst svo nálægt því að að ná forystunni fyrir gestina úr Mosfellsbænum þegar hann skaut boltanum í þverslána af stuttu færi eftir hornspyrnu Þórðar Gunnars. Gabríel Snær fékk einnig gott færi til þess að skora annað mark en Jökull Andrésson varði frábærlega góðan skalla hans og boltinn fór svo ofan á slána. Ómar Björn Stefánsson fékk tvö góð færi til þess að tvöfalda forystu Skagamanna í upphafi seinni hálfleiks en í fyrra skiptið fór skot hans í stöngina og í það seinna bjargaði Jökull Andrésson með góðu úthlaupi eftir að kantrmaðurinn snöggi slapp einn í gegn. Afturelding fékk nokkur fín færi til þess að jafna metin undir lok leiksins en það gekk ekki upp og tap og fall úr efstu deild því staðreynd. Atvik leiksins Það var stór stund á ferli framherjans Gabríels Snæs þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og tryggði Skagamönnum stigin þrjú. Þar með lauk góðum lokakafla Skagamanna í deild efstu deild á góðuðm nótum. Margir voru búnir að dæma liðið niður um deild um mitt sumar en Lárus Orri Sigurðsson kom og blés lífi í þennan mikla fótboltabæ. Skagalðið mun leika í deild þeirra bestu á næsta keppnistímabili. Stjörnur og skúrkar Árni Marínó varði nokkrum sinnum vel og Rúnar Már var eins og kóngur í ríki sínu í miðri vörn heimamanna. Ómar Björn var hættulegur á vinstri vængnum og komst nálægt því að skora. Gabríel Snær var svo sprækur í framlínunni og skoraði gott mark. Hrannar Snær skapaði í nokkur skipti usla í vörn Skagaliðsins og hefði möguelega geta fengið vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Jökull Andrésson varði svo tvisvar sinnum frábærlega og hélt þannig sínum mönnum inni í leiknum. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Twana Khalid Ahmed, Kristján Már Ólafs, Ragnar Þór Bender og Gunnar Freyr Róbertsson, dæmdu þennan leik heilt yfir vel og fá sjö í einkunn fyrir sín störf. Kristinn Jakobsson var svo eftirlitsmaður KSÍ á þessum leik og sá til þess að lögum og reglum væri framfylgt í kringum framkvæmd leiksins. Stemming og umgjörð Það var þétt setið og hugguleg stemming í nepjunni í Akraneshöllinni í dag. Bæði lið fengu góðan stuðning og skemmtileg lög sem fengu að heyrast á meðan á leiknum stóð. Vel tekið á móti blaðamönnum á Skaganum enda eru Skagamenn höfðingjar heim að sækja.
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn