Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 25. október 2025 08:02 Stafræn opinber þjónusta er í grunnin sú sama í öllum sveitarfélögum landsins. Það getur því flækt málin þegar sveitarfélög eru hvert í sínu horni með hinar og þessar lausnir sem allar eiga að gera það sama. Slíkt fyrirkomulag er bæði flókið og kostnaðarsamt fyrir alla. Það hlýtur að vera markmið allra sveitarfélaga að auka skilvirkni í þjónustu og gera hana með því eins notendavæna og kostur er. Þrátt fyrir virk samtöl, fundi og alls kyns viljayfirlýsingar undanfarin ár á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, hefur hins vegar lítið gerst hvað varðar samræmingu opinberrar stafrænnar þjónustu. Þessu þarf að breyta. Sameining sveitarfélaga - skref í átt að skilvirkni Stafræn opinber þjónusta sveitarfélaga á hinum Norðurlöndunum virðist vera komin lengra.Dönsk sveitarfélög hafa til að mynda sameinað sína upplýsingatækni með stofnuninni „Kombit,“ sem sér um innleiðingu og rekstur hugbúnaðarlausna fyrir sveitarfélögin. Kombit sér einnig um stafræna þróun og samningagerð varðandi innkaup. Með þessu samstarfi sparast bæði fjármunir og tími. Samvinna af þessu tagi einfaldar þannig alla þjónustu við íbúa sveitarfélaganna. Sameining sveitarfélaga hér á landi undanfarin ár hefur í för með sér hagræði í rekstri en býður líka upp á möguleika á meiri samræmingu í stafrænni þjónustu sveitarfélaga. Þess vegna er mikilvægt að sveitarstjórnarfólk leggi sig meira fram varðandi samvinnu þegar kemur að stafrænum lausnum. Sameiginleg stafræn stefna Það er mikilvægt að Reykjavík í krafti stærðar sinnar sýni meira frumkvæði en hún hefur gert í að leiða saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar samræmingu stafrænna þjónustulausna. Ef stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu næðu betur saman hvað þetta varðar, yrði eflaust auðveldara fyrir þau minni að ganga inn í einhvern slíkan pakka. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár verið með „stafræna stefnu“ í smíðum á meðan ríkið og sum önnur sveitarfélög hafa nú þegar innleitt slíka stefnu hjá sér. En stafræn stefna allra opinberra aðila ætti í raun að vera sú sama. Í stafrænni stefnu þarf að skilgreina hvaða þjónustu á að veita ásamt meðferð og öryggi gagna. Þjónustan og meðferð gagna ætti öll að vera samkvæmt sömu öryggisstöðlum og verklagi óháð stjórnsýslustigi og staðsetningu. Gervigreind Stofnanir og stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga þurfa að geta nýtt sér tækni gervigreindar á sameiginlegum vettvangi til að auka skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa. Þróun gervigreindar hefur á stuttum tíma verið í ákveðnum veldisvexti. Þess vegna er brýnna en áður að opinberir aðilar samræmi enn frekar verkferla, hugbúnað og tækni þannig að innleiðing og öryggi í gervigreindarlausnum verði eins vel tryggt og hægt er. Í náinni framtíð mun gervigreindin þurfa upp að vissu marki að sýsla með persónuleg gögn og upplýsingar. Sjálfvirkni og tímasparnaður sem af þessari tækni leiðir mun verða stór hluti af upplýsinga- og þjónustumiðlun hins opinbera. Þörf er á sterkbyggðum og stöðluðum öryggisramma í meðferð á sameiginlegum „hafsjó“ opinberra gagna þegar gervigreind er annars vegar. Stafrænt Ísland Allt frá stofnun stafræna Íslands á sínum tíma hefur ríkið verið leiðandi í samræmingu stafrænnar opinberrar þjónustu. Þjónustugáttin island.is er vettvangur fyrir alla stafræna opinbera þjónustu. Sveitarfélögum á Íslandi hefur lengi staðið til boða að nýta sér þjónustu stafræna Íslands. Þau eru mörg nú þegar að nota margt af því sem þar er í boði en betur má ef duga skal. Sveitarfélögin þurfa að taka höndum saman og hætta að keppa hvert í sínu horni um stafrænar lausnir sem allar þjóna sama tilgangi. Þau ættu þvert á móti að sameinast um framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga og vinna saman að innleiðingu allra þjónustulausna, með öryggi og hag almennings að leiðarljósi. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í stafrænu ráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Stafræn opinber þjónusta er í grunnin sú sama í öllum sveitarfélögum landsins. Það getur því flækt málin þegar sveitarfélög eru hvert í sínu horni með hinar og þessar lausnir sem allar eiga að gera það sama. Slíkt fyrirkomulag er bæði flókið og kostnaðarsamt fyrir alla. Það hlýtur að vera markmið allra sveitarfélaga að auka skilvirkni í þjónustu og gera hana með því eins notendavæna og kostur er. Þrátt fyrir virk samtöl, fundi og alls kyns viljayfirlýsingar undanfarin ár á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, hefur hins vegar lítið gerst hvað varðar samræmingu opinberrar stafrænnar þjónustu. Þessu þarf að breyta. Sameining sveitarfélaga - skref í átt að skilvirkni Stafræn opinber þjónusta sveitarfélaga á hinum Norðurlöndunum virðist vera komin lengra.Dönsk sveitarfélög hafa til að mynda sameinað sína upplýsingatækni með stofnuninni „Kombit,“ sem sér um innleiðingu og rekstur hugbúnaðarlausna fyrir sveitarfélögin. Kombit sér einnig um stafræna þróun og samningagerð varðandi innkaup. Með þessu samstarfi sparast bæði fjármunir og tími. Samvinna af þessu tagi einfaldar þannig alla þjónustu við íbúa sveitarfélaganna. Sameining sveitarfélaga hér á landi undanfarin ár hefur í för með sér hagræði í rekstri en býður líka upp á möguleika á meiri samræmingu í stafrænni þjónustu sveitarfélaga. Þess vegna er mikilvægt að sveitarstjórnarfólk leggi sig meira fram varðandi samvinnu þegar kemur að stafrænum lausnum. Sameiginleg stafræn stefna Það er mikilvægt að Reykjavík í krafti stærðar sinnar sýni meira frumkvæði en hún hefur gert í að leiða saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar samræmingu stafrænna þjónustulausna. Ef stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu næðu betur saman hvað þetta varðar, yrði eflaust auðveldara fyrir þau minni að ganga inn í einhvern slíkan pakka. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár verið með „stafræna stefnu“ í smíðum á meðan ríkið og sum önnur sveitarfélög hafa nú þegar innleitt slíka stefnu hjá sér. En stafræn stefna allra opinberra aðila ætti í raun að vera sú sama. Í stafrænni stefnu þarf að skilgreina hvaða þjónustu á að veita ásamt meðferð og öryggi gagna. Þjónustan og meðferð gagna ætti öll að vera samkvæmt sömu öryggisstöðlum og verklagi óháð stjórnsýslustigi og staðsetningu. Gervigreind Stofnanir og stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga þurfa að geta nýtt sér tækni gervigreindar á sameiginlegum vettvangi til að auka skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa. Þróun gervigreindar hefur á stuttum tíma verið í ákveðnum veldisvexti. Þess vegna er brýnna en áður að opinberir aðilar samræmi enn frekar verkferla, hugbúnað og tækni þannig að innleiðing og öryggi í gervigreindarlausnum verði eins vel tryggt og hægt er. Í náinni framtíð mun gervigreindin þurfa upp að vissu marki að sýsla með persónuleg gögn og upplýsingar. Sjálfvirkni og tímasparnaður sem af þessari tækni leiðir mun verða stór hluti af upplýsinga- og þjónustumiðlun hins opinbera. Þörf er á sterkbyggðum og stöðluðum öryggisramma í meðferð á sameiginlegum „hafsjó“ opinberra gagna þegar gervigreind er annars vegar. Stafrænt Ísland Allt frá stofnun stafræna Íslands á sínum tíma hefur ríkið verið leiðandi í samræmingu stafrænnar opinberrar þjónustu. Þjónustugáttin island.is er vettvangur fyrir alla stafræna opinbera þjónustu. Sveitarfélögum á Íslandi hefur lengi staðið til boða að nýta sér þjónustu stafræna Íslands. Þau eru mörg nú þegar að nota margt af því sem þar er í boði en betur má ef duga skal. Sveitarfélögin þurfa að taka höndum saman og hætta að keppa hvert í sínu horni um stafrænar lausnir sem allar þjóna sama tilgangi. Þau ættu þvert á móti að sameinast um framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga og vinna saman að innleiðingu allra þjónustulausna, með öryggi og hag almennings að leiðarljósi. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í stafrænu ráði
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar