Innlent

Grímu­klæddur og ofur­ölvi í slags­málum

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls voru áttatíu mál eða verkefni voru skráð í kerfi lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt.
Alls voru áttatíu mál eða verkefni voru skráð í kerfi lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem var grímuklæddur og mjög ölvaður. Hann hafði verið að slást í miðbænum en samkvæmt dagbók lögreglu var gat hann ekki valdið sjálfum sér vegna ölvunar og var vistaður í fangaklefa.

Talsvert var af minniháttar málum hjá lögreglunni í miðbænum og barst einnig ósk frá leigubílsstjóra eftir aðstoð, vegna ölvaðs farþega sem hann var í vandræðum með. Sá neitaði að greiða og var færður á lögreglustöð.

Fjórir gistu í fangageymslu lögreglunnar yfir nóttina.

Þá voru margir ökumenn stöðvaðir í nótt vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Sumir þeirra höfðu áður verið sviptir ökuréttindum og reyndi einn að ljúga um hver hann væri.

Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir reykspól og glæfraakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×