Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar 28. október 2025 09:01 Þegar altarið verður kennslustofa – og krossinn kynfræðilegt tákn „Allt er til umræðu í kirkju Jesú,“ skrifar presturinn Bjarni Karlsson í grein sinni á Vísi 27. október. Hann bætir við að kynfræðsla sé hluti af trúarlífinu, því Guð sé í öllu – „í sól og stjörnum, í hverri frumu og í líkama mannsins“. Þetta hljómar hlýtt, friðsælt og mannúðlegt. En þegar þessi setning er borin saman við trúarjátningu kirkjunnar, blasir annað við: Þetta er ekki klassísk kristin trú. Þetta er ný trú, í gömlum kirkjubúningi. Þegar guðfræði breytist í heimspeki Í greininni er fullyrt að „allt sé til umræðu í kirkju Jesú, því hann hafi helgað lífið eins og það leggur sig.“ Það hljómar sakleysislega, en setningin snýr upp á sjálfan kjarna trúarinnar: Guð helgaði ekki lífið með því að sameinast öllu lífi, heldur með því að frelsa það. Þessi nýja nálgun er ekki evangelísk trú – hún er panentheismi: sú kenning að Guð sé í öllu og allt sé í Guði. Hún virðist dýpka trúna, en í raun gerir hún hana yfirborðskennda. Því þegar Guð er orðinn hluti alheimsins, er hann ekki lengur skapari hans. Þegar Guð er orkan í frumunum, þá er hann ekki lengur Herra yfir sköpuninni. Og þegar Guð er orðin líkamsfræði alheimsins, þá er krossinn ekki lengur altari frelsunar, heldur tákn náttúrunnar sjálfrar. Þetta er andstætt Níkeujátningunni sem kennir: „Við trúum á einn Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar, alls sýnilegs og ósýnilegs.“ Trúin stendur eða fellur á þessari línu: Guð er skapari – ekki sköpunin sjálf. Frá sköpun til samruna Bjarni skrifar: „Orðið varð hold. Guð gerðist maður með húð og hári! Það merkir að lífið sjálft, efnisheimurinn allur, stjörnur og sól að innsta kjarna hverrar frumu, er í Guði og Guð er í öllu.“ En þegar þetta er sagt, hefur holdtekjan verið breytt í heimspeki. Í stað þess að Guð hafi orðið maður til að frelsa mennina, verður hann hluti alheimsins til að samrýmast honum. Það er ekki fagnaðarerindi – það er gnóstísk heimsmynd endurvakin. Gnostíkin, sem Páll postuli og Jóhannes áminna gegn, kennir að frelsun sé ekki í blóði heldur í þekkingu (gr. Gnosis). Að maðurinn frelsist með innsýn, ekki fórn. Það er sama hugsun og þegar Bjarni skrifar að „við og Guð séum á sama stað“. En þá er ekkert bil eftir milli hins heilaga og hins synduga. Og þegar það bil hverfur, hverfur þörfin fyrir krossinn. Því ef allt er Guð – þarf enginn Frelsara. Þegar Gospel of Mary Magdalenr verður heimild í kirkju Það er ekki tilviljun að kynfræðingur sem boðaði í Glerárkirkju vitnaði óbeint í Gospel of Mary Magdalene – villurit frá 2. Öld – þegar hún sagði að María hefði verið „í sleik við Jesú“. Þessi texti, sem fornkirkjan hafnaði, byggir á hugmyndinni að Jesús hafi frelsað Maríu með innri uppljómun, ekki með blóði sínu. Þar er krossinn ekki fórn heldur leikræn sjálfsþekking. Þetta er ekki kristin kenning, heldur gnostísk andatrú sem Biblían kallar andann sem ekki játar Jesú: „Sérhver andi, sem ekki játar Jesú, er ekki frá Guði. Hann er andkristsins andi, sem þér hafið heyrt um að komi, og nú þegar er hann í heiminum.“ (1Jóh 4:3) Þegar kynfræðingur ber slíkt fram í helgidómi, og prestar hlæja og barn flýr úr helgidómi með pabba sínum… þá eru ekki bara siðferðileg mörk rofin – heldur andleg. Þetta er ekki „klaufaleg orðnotkun“ heldur sýnileg birting þess sama anda sem reynir að gera trúna kynferðislega, og frelsarann að sálfræðilegu tákni sem endar í sjálfshjálparhjálpræði. Frá altari til kennslustofu Bjarni spyr: „Hvað er við hæfi að ræða í helgidómi?“ Og svarar: „Allt er til umræðu í kirkju Jesú.“ En hér gleymist eitt: Kirkjan er ekki umræðuvettvangur – hún er altari. Altarið er ekki pallborð. Það er staður fórnar. Þegar krossinn verður umræðuefni, missir hann kraft sinn. Krossinn er ekki myndlíking fyrir líkamsvitund eða kynheilbrigði. Krossinn er altari þar sem hið fullkomna lamb Guðs var slátrað. Þar sem blóðið hreinsar syndina. Þar sem frelsunin kostaði líf, ekki umræðu. Hallgrímur Pétursson sá þessa hættu fyrir fjórum öldum: „Fals undir fögru máli, Fordildarhræsnin ber. Vinátta tempruð táli, Trúarlaus iðrun hér, Edik gallblandað er.“ (33. Sálmur) Falleg orð + krosslaus trú = eitrað altari. Hinsegin vistkerfi – ný trú með gömlu andliti Hugtök eins og Queer Ecology og „lífmiðlæg heimsmynd“ eru ekki vísindaleg framfaraskref, heldur trúarleg afbygging. Þau leysa upp aðgreiningu skaparans og sköpunarinnar. Þau breyta synd í félagslegt fyrirbæri og frelsun í stefnumótun. Þau gera trú að heimspeki. Þetta er það sem Páll kallaði hyggju holdsins: „Þeir sem láta stjórnast af holdinu, hyggja á það sem holdsins er, en þeir sem láta stjórnast af andanum, hyggja á það sem andans er. Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður.“ (Róm 8:5–6) Þessi nýja guðfræði lofar frið, en gefur bara þokukenndan kærleika án krossins. Hún vill altari án blóðs, trú án iðrunar, samfélag án sannleika. En það er ekki trú – það er andlegt leikrit. Menningarstríð eða trúarpróf? Sumir kalla þetta menningarstríð. En í raun er þetta trúarpróf. Ekki á milli hægri og vinstri – heldur á milli tveggja altara. Altaris Guðs, þar sem lambi Guðs var fórnað, og altari heimsins, þar sem mannleg tilfinning er guðdómurinn. Á öðru altari hljómar: „Það er fullkomnað.“ Á hinu: „Vertu þú sjálfur.“ Sá sem stendur við fyrsta altarið finnur ilm Krists: En Guði séu þakkir, sem fer með oss í óslitinni sigurför Krists og lætur oss útbreiða ilm þekkingarinnar á honum á hverjum stað. Því að vér erum góðilmur Krists fyrir Guði meðal þeirra, er hólpnir verða, og meðal þeirra, sem glatast; þeim síðarnefndu ilmur af dauða til dauða, en hinum ilmur af lífi til lífs. Og hver er til þessa hæfur? Ekki erum vér eins og hinir mörgu, er pranga með Guðs orð, heldur flytjum vér það af hreinum huga frá Guði frammi fyrir augliti Guðs, með því að vér erum í Kristi.“ (2Kor 2:14-17) Sá sem stendur við hitt finnur aðeins lykt eigin sjálfsmyndar. Lokaorð – þegar sviðsljósið slokknar og krossskugginn tekur við Kirkjan er kölluð til að flytja sannleikann, ekki umbúðir hans. Hún á ekki að þóknast menningu, heldur frelsa hana. Hún á ekki að endurskilgreina helgi, heldur verja hana. Hallgrímur Pétursson vissi hvað það þýddi að standa í skugga krossins: „Jesú krossskugga skjólið hér Skýlir þó langtum betur mér Fyrir Guðs heiftarhendi.“ (37. Sálmur) Nákvæmlega þar – í skugganum – stendur hin sanna kirkja. Ekki í Edduhúsi hinsegin heimspekinnar, heldur undir krossi frelsarans. Ekki í sviðsljósi nýrra fræða, heldur í ljósi náðar. Ekki með gospel Maríu Magdalenu – heldur með blóði lambsins. Gætið þess, að enginn verði til að hertaka yður með heimspeki og hégómavillu, sem byggist á mannasetningum, er runnið frá heimsvættunum, en ekki frá Kristi. (Kól 2:8) Því þegar sviðsljósið slokknar, og orðræðan þagnar, stendur eitt eftir: Orð sem engin heimspeki getur afbyggt: „Grasið visnar, blómið fellur, En orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega.“ (Jes 40:8) Og það Orð er enn á vörum Hallgríms, og á vörum allra sem beygja sig undir krossinn: Ekki til að ræða lífið – heldur til að eignast nýtt líf í Krist. Umskurn eða yfirhúð skipta engu, heldur að vera ný sköpun. (Gal 6:15) Maranatha – Drottinn kemur. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þegar altarið verður kennslustofa – og krossinn kynfræðilegt tákn „Allt er til umræðu í kirkju Jesú,“ skrifar presturinn Bjarni Karlsson í grein sinni á Vísi 27. október. Hann bætir við að kynfræðsla sé hluti af trúarlífinu, því Guð sé í öllu – „í sól og stjörnum, í hverri frumu og í líkama mannsins“. Þetta hljómar hlýtt, friðsælt og mannúðlegt. En þegar þessi setning er borin saman við trúarjátningu kirkjunnar, blasir annað við: Þetta er ekki klassísk kristin trú. Þetta er ný trú, í gömlum kirkjubúningi. Þegar guðfræði breytist í heimspeki Í greininni er fullyrt að „allt sé til umræðu í kirkju Jesú, því hann hafi helgað lífið eins og það leggur sig.“ Það hljómar sakleysislega, en setningin snýr upp á sjálfan kjarna trúarinnar: Guð helgaði ekki lífið með því að sameinast öllu lífi, heldur með því að frelsa það. Þessi nýja nálgun er ekki evangelísk trú – hún er panentheismi: sú kenning að Guð sé í öllu og allt sé í Guði. Hún virðist dýpka trúna, en í raun gerir hún hana yfirborðskennda. Því þegar Guð er orðinn hluti alheimsins, er hann ekki lengur skapari hans. Þegar Guð er orkan í frumunum, þá er hann ekki lengur Herra yfir sköpuninni. Og þegar Guð er orðin líkamsfræði alheimsins, þá er krossinn ekki lengur altari frelsunar, heldur tákn náttúrunnar sjálfrar. Þetta er andstætt Níkeujátningunni sem kennir: „Við trúum á einn Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar, alls sýnilegs og ósýnilegs.“ Trúin stendur eða fellur á þessari línu: Guð er skapari – ekki sköpunin sjálf. Frá sköpun til samruna Bjarni skrifar: „Orðið varð hold. Guð gerðist maður með húð og hári! Það merkir að lífið sjálft, efnisheimurinn allur, stjörnur og sól að innsta kjarna hverrar frumu, er í Guði og Guð er í öllu.“ En þegar þetta er sagt, hefur holdtekjan verið breytt í heimspeki. Í stað þess að Guð hafi orðið maður til að frelsa mennina, verður hann hluti alheimsins til að samrýmast honum. Það er ekki fagnaðarerindi – það er gnóstísk heimsmynd endurvakin. Gnostíkin, sem Páll postuli og Jóhannes áminna gegn, kennir að frelsun sé ekki í blóði heldur í þekkingu (gr. Gnosis). Að maðurinn frelsist með innsýn, ekki fórn. Það er sama hugsun og þegar Bjarni skrifar að „við og Guð séum á sama stað“. En þá er ekkert bil eftir milli hins heilaga og hins synduga. Og þegar það bil hverfur, hverfur þörfin fyrir krossinn. Því ef allt er Guð – þarf enginn Frelsara. Þegar Gospel of Mary Magdalenr verður heimild í kirkju Það er ekki tilviljun að kynfræðingur sem boðaði í Glerárkirkju vitnaði óbeint í Gospel of Mary Magdalene – villurit frá 2. Öld – þegar hún sagði að María hefði verið „í sleik við Jesú“. Þessi texti, sem fornkirkjan hafnaði, byggir á hugmyndinni að Jesús hafi frelsað Maríu með innri uppljómun, ekki með blóði sínu. Þar er krossinn ekki fórn heldur leikræn sjálfsþekking. Þetta er ekki kristin kenning, heldur gnostísk andatrú sem Biblían kallar andann sem ekki játar Jesú: „Sérhver andi, sem ekki játar Jesú, er ekki frá Guði. Hann er andkristsins andi, sem þér hafið heyrt um að komi, og nú þegar er hann í heiminum.“ (1Jóh 4:3) Þegar kynfræðingur ber slíkt fram í helgidómi, og prestar hlæja og barn flýr úr helgidómi með pabba sínum… þá eru ekki bara siðferðileg mörk rofin – heldur andleg. Þetta er ekki „klaufaleg orðnotkun“ heldur sýnileg birting þess sama anda sem reynir að gera trúna kynferðislega, og frelsarann að sálfræðilegu tákni sem endar í sjálfshjálparhjálpræði. Frá altari til kennslustofu Bjarni spyr: „Hvað er við hæfi að ræða í helgidómi?“ Og svarar: „Allt er til umræðu í kirkju Jesú.“ En hér gleymist eitt: Kirkjan er ekki umræðuvettvangur – hún er altari. Altarið er ekki pallborð. Það er staður fórnar. Þegar krossinn verður umræðuefni, missir hann kraft sinn. Krossinn er ekki myndlíking fyrir líkamsvitund eða kynheilbrigði. Krossinn er altari þar sem hið fullkomna lamb Guðs var slátrað. Þar sem blóðið hreinsar syndina. Þar sem frelsunin kostaði líf, ekki umræðu. Hallgrímur Pétursson sá þessa hættu fyrir fjórum öldum: „Fals undir fögru máli, Fordildarhræsnin ber. Vinátta tempruð táli, Trúarlaus iðrun hér, Edik gallblandað er.“ (33. Sálmur) Falleg orð + krosslaus trú = eitrað altari. Hinsegin vistkerfi – ný trú með gömlu andliti Hugtök eins og Queer Ecology og „lífmiðlæg heimsmynd“ eru ekki vísindaleg framfaraskref, heldur trúarleg afbygging. Þau leysa upp aðgreiningu skaparans og sköpunarinnar. Þau breyta synd í félagslegt fyrirbæri og frelsun í stefnumótun. Þau gera trú að heimspeki. Þetta er það sem Páll kallaði hyggju holdsins: „Þeir sem láta stjórnast af holdinu, hyggja á það sem holdsins er, en þeir sem láta stjórnast af andanum, hyggja á það sem andans er. Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður.“ (Róm 8:5–6) Þessi nýja guðfræði lofar frið, en gefur bara þokukenndan kærleika án krossins. Hún vill altari án blóðs, trú án iðrunar, samfélag án sannleika. En það er ekki trú – það er andlegt leikrit. Menningarstríð eða trúarpróf? Sumir kalla þetta menningarstríð. En í raun er þetta trúarpróf. Ekki á milli hægri og vinstri – heldur á milli tveggja altara. Altaris Guðs, þar sem lambi Guðs var fórnað, og altari heimsins, þar sem mannleg tilfinning er guðdómurinn. Á öðru altari hljómar: „Það er fullkomnað.“ Á hinu: „Vertu þú sjálfur.“ Sá sem stendur við fyrsta altarið finnur ilm Krists: En Guði séu þakkir, sem fer með oss í óslitinni sigurför Krists og lætur oss útbreiða ilm þekkingarinnar á honum á hverjum stað. Því að vér erum góðilmur Krists fyrir Guði meðal þeirra, er hólpnir verða, og meðal þeirra, sem glatast; þeim síðarnefndu ilmur af dauða til dauða, en hinum ilmur af lífi til lífs. Og hver er til þessa hæfur? Ekki erum vér eins og hinir mörgu, er pranga með Guðs orð, heldur flytjum vér það af hreinum huga frá Guði frammi fyrir augliti Guðs, með því að vér erum í Kristi.“ (2Kor 2:14-17) Sá sem stendur við hitt finnur aðeins lykt eigin sjálfsmyndar. Lokaorð – þegar sviðsljósið slokknar og krossskugginn tekur við Kirkjan er kölluð til að flytja sannleikann, ekki umbúðir hans. Hún á ekki að þóknast menningu, heldur frelsa hana. Hún á ekki að endurskilgreina helgi, heldur verja hana. Hallgrímur Pétursson vissi hvað það þýddi að standa í skugga krossins: „Jesú krossskugga skjólið hér Skýlir þó langtum betur mér Fyrir Guðs heiftarhendi.“ (37. Sálmur) Nákvæmlega þar – í skugganum – stendur hin sanna kirkja. Ekki í Edduhúsi hinsegin heimspekinnar, heldur undir krossi frelsarans. Ekki í sviðsljósi nýrra fræða, heldur í ljósi náðar. Ekki með gospel Maríu Magdalenu – heldur með blóði lambsins. Gætið þess, að enginn verði til að hertaka yður með heimspeki og hégómavillu, sem byggist á mannasetningum, er runnið frá heimsvættunum, en ekki frá Kristi. (Kól 2:8) Því þegar sviðsljósið slokknar, og orðræðan þagnar, stendur eitt eftir: Orð sem engin heimspeki getur afbyggt: „Grasið visnar, blómið fellur, En orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega.“ (Jes 40:8) Og það Orð er enn á vörum Hallgríms, og á vörum allra sem beygja sig undir krossinn: Ekki til að ræða lífið – heldur til að eignast nýtt líf í Krist. Umskurn eða yfirhúð skipta engu, heldur að vera ný sköpun. (Gal 6:15) Maranatha – Drottinn kemur. Höfundur er guðfræðingur.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar