4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar 3. nóvember 2025 07:01 Í október 2024 biðu 4.865 börn eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi á Íslandi og mörg þeirra munu bíða í allt að fjögur ár eftir aðstoð. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, þetta snýst um velferð þúsunda barna. Á sama tíma hafa sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar verið samningslausir svo árum skiptir og Sjúkratryggingar Íslands neitað að semja á sama grunni og við aðrar heilbrigðisstéttir. Þolinmæði talmeinafræðinga er á þrotum. 40% hækkun launa hjá talmeinafræðingum en 75% hjá öðrum Í umsögn Visku stéttarfélags og Félags talmeinafræðinga um lög um Sjúkratryggingar Íslands kemur fram sláandi staðreynd; laun sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, samkvæmt einingaverði í samningi við SÍ, hafa aðeins hækkað um 40% frá árinu 2017, á meðan launavísitalan hækkaði um 75%. Störf talmeinafræðinga eru einfaldlega sífellt minna metin samanborið við önnur störf á Íslandi. Þetta hafa talmeinafræðingar bent á og lagt fram tillögur að skynsömum lausnum sem byggja á samningum annarra heilbrigðisstétta, en ríkið virðist vilja festa vanmat á störfum talmeinafræðinga í sessi til framtíðar. Sérgreinalæknar, tannlæknar og sjúkraþjálfarar fá að miða við launavísitölu en ekki talmeinafræðingar? Launahækkanir í gjaldskrá talmeinafræðinga byggja á forsendum fjárlaga um áætlaðar launahækkanir á hverju ári, en alþekkt er að ríkið vanmetur launahækkanir á markaði. Þessi regla á þó bara við sumar heilbrigðisstéttir í samningum Sjúkratrygginga því gjaldskrár sérgreinalækna, tannlækna og sjúkraþjálfara eru uppfærðar í takt við þróun launavísitölu, ekki áætlaðar launahækkanir. Til að tryggja að laun þeirra dragist ekki aftur úr samanborið við aðra. Af óskiljanlegum ástæðum hefur ríkið hafnað kröfu talmeinafræðinga um að gjaldskrárhækkanir miðist við launavísitölu að hluta, rétt eins og hjá sérgreinalæknum, tannlæknum og sjúkraþjálfurum. Skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál Á árinu 2024 höfðu 174 talmeinafræðingar gilt starfsleyfi á Íslandi og aðeins um 70 störfuðu á stofum sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Fjöldi talmeinafræðinga með starfsleyfi á Íslandi eru 4,5 á hverja 10.000 íbúa, samanborið við 35 þroskaþjálfa og 27 sálfræðinga á hverja 10.000. Þessi einfaldi samanburður á stoðstéttum heilbrigðiskerfisins segir í raun allt sem segja þarf; skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál og ógn við velferð almennings. Á sama tíma eru skilaboðin frá ríkinu skýr. Störf talmeinafræðinga verða áfram vanmetin og ekki er þörf á að bjóða þeim samkeppnishæf laun til framtíðar. Þrátt fyrir að skortur á talmeinafræðingum sé þegar orðinn alvarlegur og áhrifin á velferð þúsunda blasi við. Talmeinafræðingar eru allir af vilja gerðir til að leita lausna byggt á raunhæfum kröfum og samanburði við aðrar stéttir. Með réttri stefnu og sanngjörnum samningum væri hægt að móta raunhæfa áætlun um að vinna á biðlistum eftir talmeinaþjónustu og tryggja að þjónustan standi undir þörfum samfélagsins til framtíðar. Við viljum leita lausna en núna er boltinn hjá ríkinu. Höfundur er formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga og stofnandi Málstöðvarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Í október 2024 biðu 4.865 börn eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi á Íslandi og mörg þeirra munu bíða í allt að fjögur ár eftir aðstoð. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, þetta snýst um velferð þúsunda barna. Á sama tíma hafa sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar verið samningslausir svo árum skiptir og Sjúkratryggingar Íslands neitað að semja á sama grunni og við aðrar heilbrigðisstéttir. Þolinmæði talmeinafræðinga er á þrotum. 40% hækkun launa hjá talmeinafræðingum en 75% hjá öðrum Í umsögn Visku stéttarfélags og Félags talmeinafræðinga um lög um Sjúkratryggingar Íslands kemur fram sláandi staðreynd; laun sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, samkvæmt einingaverði í samningi við SÍ, hafa aðeins hækkað um 40% frá árinu 2017, á meðan launavísitalan hækkaði um 75%. Störf talmeinafræðinga eru einfaldlega sífellt minna metin samanborið við önnur störf á Íslandi. Þetta hafa talmeinafræðingar bent á og lagt fram tillögur að skynsömum lausnum sem byggja á samningum annarra heilbrigðisstétta, en ríkið virðist vilja festa vanmat á störfum talmeinafræðinga í sessi til framtíðar. Sérgreinalæknar, tannlæknar og sjúkraþjálfarar fá að miða við launavísitölu en ekki talmeinafræðingar? Launahækkanir í gjaldskrá talmeinafræðinga byggja á forsendum fjárlaga um áætlaðar launahækkanir á hverju ári, en alþekkt er að ríkið vanmetur launahækkanir á markaði. Þessi regla á þó bara við sumar heilbrigðisstéttir í samningum Sjúkratrygginga því gjaldskrár sérgreinalækna, tannlækna og sjúkraþjálfara eru uppfærðar í takt við þróun launavísitölu, ekki áætlaðar launahækkanir. Til að tryggja að laun þeirra dragist ekki aftur úr samanborið við aðra. Af óskiljanlegum ástæðum hefur ríkið hafnað kröfu talmeinafræðinga um að gjaldskrárhækkanir miðist við launavísitölu að hluta, rétt eins og hjá sérgreinalæknum, tannlæknum og sjúkraþjálfurum. Skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál Á árinu 2024 höfðu 174 talmeinafræðingar gilt starfsleyfi á Íslandi og aðeins um 70 störfuðu á stofum sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Fjöldi talmeinafræðinga með starfsleyfi á Íslandi eru 4,5 á hverja 10.000 íbúa, samanborið við 35 þroskaþjálfa og 27 sálfræðinga á hverja 10.000. Þessi einfaldi samanburður á stoðstéttum heilbrigðiskerfisins segir í raun allt sem segja þarf; skortur á talmeinafræðingum er þjóðhagslegt vandamál og ógn við velferð almennings. Á sama tíma eru skilaboðin frá ríkinu skýr. Störf talmeinafræðinga verða áfram vanmetin og ekki er þörf á að bjóða þeim samkeppnishæf laun til framtíðar. Þrátt fyrir að skortur á talmeinafræðingum sé þegar orðinn alvarlegur og áhrifin á velferð þúsunda blasi við. Talmeinafræðingar eru allir af vilja gerðir til að leita lausna byggt á raunhæfum kröfum og samanburði við aðrar stéttir. Með réttri stefnu og sanngjörnum samningum væri hægt að móta raunhæfa áætlun um að vinna á biðlistum eftir talmeinaþjónustu og tryggja að þjónustan standi undir þörfum samfélagsins til framtíðar. Við viljum leita lausna en núna er boltinn hjá ríkinu. Höfundur er formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga og stofnandi Málstöðvarinnar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun