Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 5. nóvember 2025 07:00 Ég hef séð hvað það gerir fyrir börn að hafa sitt eigið áhugamál, að eiga stað þar sem þau geta tjáð sig, lært ábyrgð og samvinnu, og byggt upp sjálfstraust í gegnum listsköpun eða íþróttir. Því miður hafa ekki öll börn í Reykjavík raunverulegt tækifæri til þess. Sum börn fá að velja úr fjölbreyttu frístundastarfi í borginni, á meðan önnur þurfa að sitja eftir heima. Ástæðan er ekki áhugaleysi barnanna, heldur einfaldlega efnahagur fjölskyldunnar. Við tölum oft um jöfnuð í borginni okkar, en þegar börn neyðast til að hætta í tómstundum vegna þess að foreldrar ráða ekki við æfingagjöld, búnað eða ferðir, þá er eitthvað að kerfinu. Ég tók saman heildarkostnað fyrir fjölskylduna okkar vegna tómstundaiðkunar í fyrra og hann hleypur á nokkrum hundruðum þúsunda króna. Tómstundir barna ættu ekki að vera álitnar forréttindi, heldur hluti af grunnmenntun og uppeldi. Ég þekki marga foreldra sem hafa þurft að velja á milli þess að greiða fyrir íþróttaiðkun eða tónlistarnám barna sinna, og aðra sem hafa einfaldlega þurft að segja barni sínu að það geti ekki tekið þátt í starfinu vegna kostnaðarins sem því fylgir. Það er erfið staða að vera í, ekki aðeins fyrir foreldrana heldur fyrst og síðast fyrir barnið, sem finnur að það stendur utan við hópinn. Reykjavíkurborg hefur vissulega gert ýmislegt gott, meðal annars með frístundakortinu, en upphæðin dugar ekki alltaf til að mæta raunverulegum kostnaði. Á sama tíma og gjöldin hafa hækkað hefur framfærslukostnaður heimilanna aukist. Við þurfum að tryggja að öll börn, óháð efnahag, hafi jafnt aðgengi að þessu öfluga tómstundastarfi sem byggir upp sjálfstraust, heilbrigði og félagsfærni þeirra. Ég tel að við getum náð þessu með raunhæfum lausnum.Í fyrsta lagi þarf að endurskoða frístundakortið þannig að það taki betur mið af mismunandi aðstæðum fjölskyldna. Í dag er upphæðin sú sama fyrir alla, óháð efnahag, en raunverulegur kostnaður við þátttöku barna getur verið mjög mismunandi. Í öðru lagi mætti efla samstarf borgarinnar við íþrótta- og menningarfélög til að lækka æfinga- og þátttökugjöld. Þó að slíkt samstarf sé að einhverju leyti til staðar í dag, vantar samræmt átak sem tryggir að ekkert barn sitji eftir vegna kostnaðar eða félagsaðstæðna. Í þriðja lagi þarf að tryggja nægjanlegan mannskap í frístunda- og tómstundastarfi borgarinnar. Skortur á starfsfólki hefur víða takmarkað aðgengi barna og dregið úr gæðum starfsins. Með betri kjörum og viðurkenningu á mikilvægi starfsins má byggja upp stöðugt og fjölbreytt starf um alla borg. Þetta mál snýst í grunninn um lífsgæði, tengsl og jöfnuð. Börn sem taka þátt í íþróttum, listum eða félagsstarfi öðlast styrk, sjálfstraust og finnast þau tilheyra samfélaginu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt inn í framtíðina. Reykjavík á að vera borg sem stendur með öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa efni á að taka þátt. Höfundur er leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef séð hvað það gerir fyrir börn að hafa sitt eigið áhugamál, að eiga stað þar sem þau geta tjáð sig, lært ábyrgð og samvinnu, og byggt upp sjálfstraust í gegnum listsköpun eða íþróttir. Því miður hafa ekki öll börn í Reykjavík raunverulegt tækifæri til þess. Sum börn fá að velja úr fjölbreyttu frístundastarfi í borginni, á meðan önnur þurfa að sitja eftir heima. Ástæðan er ekki áhugaleysi barnanna, heldur einfaldlega efnahagur fjölskyldunnar. Við tölum oft um jöfnuð í borginni okkar, en þegar börn neyðast til að hætta í tómstundum vegna þess að foreldrar ráða ekki við æfingagjöld, búnað eða ferðir, þá er eitthvað að kerfinu. Ég tók saman heildarkostnað fyrir fjölskylduna okkar vegna tómstundaiðkunar í fyrra og hann hleypur á nokkrum hundruðum þúsunda króna. Tómstundir barna ættu ekki að vera álitnar forréttindi, heldur hluti af grunnmenntun og uppeldi. Ég þekki marga foreldra sem hafa þurft að velja á milli þess að greiða fyrir íþróttaiðkun eða tónlistarnám barna sinna, og aðra sem hafa einfaldlega þurft að segja barni sínu að það geti ekki tekið þátt í starfinu vegna kostnaðarins sem því fylgir. Það er erfið staða að vera í, ekki aðeins fyrir foreldrana heldur fyrst og síðast fyrir barnið, sem finnur að það stendur utan við hópinn. Reykjavíkurborg hefur vissulega gert ýmislegt gott, meðal annars með frístundakortinu, en upphæðin dugar ekki alltaf til að mæta raunverulegum kostnaði. Á sama tíma og gjöldin hafa hækkað hefur framfærslukostnaður heimilanna aukist. Við þurfum að tryggja að öll börn, óháð efnahag, hafi jafnt aðgengi að þessu öfluga tómstundastarfi sem byggir upp sjálfstraust, heilbrigði og félagsfærni þeirra. Ég tel að við getum náð þessu með raunhæfum lausnum.Í fyrsta lagi þarf að endurskoða frístundakortið þannig að það taki betur mið af mismunandi aðstæðum fjölskyldna. Í dag er upphæðin sú sama fyrir alla, óháð efnahag, en raunverulegur kostnaður við þátttöku barna getur verið mjög mismunandi. Í öðru lagi mætti efla samstarf borgarinnar við íþrótta- og menningarfélög til að lækka æfinga- og þátttökugjöld. Þó að slíkt samstarf sé að einhverju leyti til staðar í dag, vantar samræmt átak sem tryggir að ekkert barn sitji eftir vegna kostnaðar eða félagsaðstæðna. Í þriðja lagi þarf að tryggja nægjanlegan mannskap í frístunda- og tómstundastarfi borgarinnar. Skortur á starfsfólki hefur víða takmarkað aðgengi barna og dregið úr gæðum starfsins. Með betri kjörum og viðurkenningu á mikilvægi starfsins má byggja upp stöðugt og fjölbreytt starf um alla borg. Þetta mál snýst í grunninn um lífsgæði, tengsl og jöfnuð. Börn sem taka þátt í íþróttum, listum eða félagsstarfi öðlast styrk, sjálfstraust og finnast þau tilheyra samfélaginu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt inn í framtíðina. Reykjavík á að vera borg sem stendur með öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa efni á að taka þátt. Höfundur er leikari.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun