Lífið

Ár­bæjar­skóli og Fella­skóli á­fram í úr­slit í Skrekk

Atli Ísleifsson skrifar
Úr atriði Fellaskóla.
Úr atriði Fellaskóla. Anton Bjarni

Árbæjarskóli og Fellaskóli tryggðu sér sæti á úrslitakvöldi Skrekks, en annað undanúrslitakvöld keppninnar fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.

Níu grunnskólar tóku þátt en það voru Árbæjarskóli, Fellaskóli, Hlíðaskóli, Klébergsskóli, Landakotsskóli, Laugalækjarskóli, Víkurskóli, Vogaskóli og Ölduselsskóli.

„Í úrslit komust Árbæjarskóli með atriðið 5:00 sem fjallar um það sem við hræðumst þarf ekki að vera svo hræðilegt og Fellaskóli með atriðið Þrýstingsbylgja sem fjallar um pressuna sem fylgir því að reyna að uppfylla væntingar annarra. 264 ungmenni í Reykjavík tóku þátt í atriðunum í kvöld. Í heildina er 742 þátttakendur í Skrekk í ár,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Anton Bjarni

Á mánudagskvöldið tryggðu Breiðholtsskóli og Hagaskóli sér áram í úrslit í Skrekk.

Skrekkur fer fram í Borgarleikhúsinu dagana 3., 4. og 5. nóvember 2025 og úrslit verða 10. nóvember.

Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.