Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2025 15:03 Meint brot átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði um miðjan september. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tíu ára dreng í Hafnarfirði sagði sig frá trúnaðarstörfum hjá BHM og stéttarfélagi lögfræðinga sama dag og hann var handtekinn. Formaður BHM segir málið hræðilegan harmleik. Það var snemma morguns sunnudaginn 14. september sem foreldar í Hafnarfirði hringdu í lögregluna eftir að sonur þeirra kom inn í svefnherbergi þeirra. Hann sagði þeim að buxnalaus maður hefði verið í herbergi hans. Maðurinn var handtekinn sama dag og hafa foreldrar lýst skelfingu þegar drengurinn lýsti því sem gerst hefði í herbergi hans. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald á hendur manninum en lögregla segist líta málið mjög alvarlegum augum. Tengsl hins grunaða við fjölskylduna liggur ekki fullkomlega ljós fyrir en í það minnsta er kunningskapur þar á milli. Þannig lýsti móðirin því að hafa verið í hópspjalli með manninum á laugardeginum og hann svo byrjað að hringja um nóttina. Hún hefði engu svarað en svo vaknað þegar sonur þeirra kom inn í herbergið. Málið hefur vakið mikinn óhug. Myndir af hinum grunaða hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar hefur jafnframt verið fullyrt að hann gegni trúnaðarstörfum hjá stéttarfélögum. Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM, bandalags stéttarfélaga háskólamenntaðs fólks á íslenskum vinnumarkaði. Málið haft gríðarleg áhrif Hinn grunaði sinnti trúnaðarstörfum fyrir bandalagið og sömuleiðis hjá stéttarfélagi lögfræðinga. „Þetta mál hefur haft gríðarleg áhrif,“ segir Kolbrún aðspurð hvernig málið hafi snert starfsemi BHM. „Hann sagði af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélag lögfræðinga og öllum trúnaðarstörfum hjá BHM strax á sunnudeginum.“ Hún segir Jóhann Gunnar Þórarinsson, formann stéttarfélags lögfræðinga, hafa gengið í málið um leið og „þetta hræðilega mál“ kom upp. Hún ítrekar að um hræðilegan harmleik sé að ræða en viðkomandi sé ekki lengur innanbúðarmaður hjá stéttarfélögunum. Lögreglumál Stéttarfélög Hafnarfjörður Tengdar fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins. 15. október 2025 12:55 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
Það var snemma morguns sunnudaginn 14. september sem foreldar í Hafnarfirði hringdu í lögregluna eftir að sonur þeirra kom inn í svefnherbergi þeirra. Hann sagði þeim að buxnalaus maður hefði verið í herbergi hans. Maðurinn var handtekinn sama dag og hafa foreldrar lýst skelfingu þegar drengurinn lýsti því sem gerst hefði í herbergi hans. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald á hendur manninum en lögregla segist líta málið mjög alvarlegum augum. Tengsl hins grunaða við fjölskylduna liggur ekki fullkomlega ljós fyrir en í það minnsta er kunningskapur þar á milli. Þannig lýsti móðirin því að hafa verið í hópspjalli með manninum á laugardeginum og hann svo byrjað að hringja um nóttina. Hún hefði engu svarað en svo vaknað þegar sonur þeirra kom inn í herbergið. Málið hefur vakið mikinn óhug. Myndir af hinum grunaða hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar hefur jafnframt verið fullyrt að hann gegni trúnaðarstörfum hjá stéttarfélögum. Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM, bandalags stéttarfélaga háskólamenntaðs fólks á íslenskum vinnumarkaði. Málið haft gríðarleg áhrif Hinn grunaði sinnti trúnaðarstörfum fyrir bandalagið og sömuleiðis hjá stéttarfélagi lögfræðinga. „Þetta mál hefur haft gríðarleg áhrif,“ segir Kolbrún aðspurð hvernig málið hafi snert starfsemi BHM. „Hann sagði af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélag lögfræðinga og öllum trúnaðarstörfum hjá BHM strax á sunnudeginum.“ Hún segir Jóhann Gunnar Þórarinsson, formann stéttarfélags lögfræðinga, hafa gengið í málið um leið og „þetta hræðilega mál“ kom upp. Hún ítrekar að um hræðilegan harmleik sé að ræða en viðkomandi sé ekki lengur innanbúðarmaður hjá stéttarfélögunum.
Lögreglumál Stéttarfélög Hafnarfjörður Tengdar fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins. 15. október 2025 12:55 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins. 15. október 2025 12:55