Lífið

Stór­stjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
#YES snjóbrettateymið gerði sér glaðan dag. Frá vinstri: Víðir Björnsson, Halldór Helgason, Hlynur Skúli, Hrund Hanna Thor, Þórir Hlynur, Sigfinnur Böðvarsson, Birkir Georgsson & Ásgeir Höskuldsson.
#YES snjóbrettateymið gerði sér glaðan dag. Frá vinstri: Víðir Björnsson, Halldór Helgason, Hlynur Skúli, Hrund Hanna Thor, Þórir Hlynur, Sigfinnur Böðvarsson, Birkir Georgsson & Ásgeir Höskuldsson. Ísleifur Elí

Það var líf og fjör hjá snjóbrettasenu landsins um síðustu helgi þegar hið árlega brettabíó var haldið með stæl. Þar koma atvinnu- og áhugamenn úr brettasenunni saman, horfa á snjóbrettamyndir og ræða nýjar stefnur og strauma.

Kuldi, snjóbretta- og hjóladeild Sportís í Skeifunni, stóð fyrir kvöldinu og hundruð manna mættu á svæðið, þar sem ný snjóbretti frá merkinu #YES voru kynnt og sömuleiðis nýjasta brettatískan. 

Samhliða því settu Hlynur Skúli og Gunnar Viðar upp ljósmyndasýningu, að sjálfsögðu af snjóbrettum en strákarnir segja markmið Kulda alltaf vera að haldast sem miðpunktur íslenskrar snjóbrettamenningar og senu.

Margt var um manninn og hér má sjá vel valdar myndir frá teitinu:

Ofurskvísurnar Brynja Bjarna, Anna Lísa Hallsdóttir og Kristrún Jóhannesdóttir voru í fíling.Ísleifur Elí
Margt var um manninn á sýningunni.Ísleifur Elí
Ofurtöff snjóbretti frá #YES.Ísleifur Elí
Halldór Helgason, Hrund Hanna Thor og Birkir Georgsson, allt atvinnumenn á snjóbretti. Ísleifur Elí
Halldór Helgason atvinnumaður á snjóbretti og Hlynur Skúli töffarar.Ísleifur Elí
Hreggviður Ársælsson og Anton Örn Arnarson úr BMX Bro’s. Ísleifur Elí
Atvinnu snjóbrettakapparnir Hrund Hanna Thor og Birkir Georgsson. Ísleifur Elí
Brynja Bjarna áhrifavaldur í gír.Ísleifur Elí
Stór hluti þeirra Íslendinga sem koma að #YES Snowboards, Frá vinstri: Víðir Björnsson, Halldór Helgason, Hlynur Skúli, Hrund Hanna Thor, Þórir Hlynur, Sigfinnur Böðvarsson, Birkir Georgsson & Ásgeir Höskuldsson.Ísleifur Elí
Ljósmyndasýningin.Ísleifur Elí
Hjólabrettakappar skemmtu sér.Ísleifur Elí
Kuldi er í Sportís í Skeifunni. Ísleifur Elí





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.