Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 07:32 Í lagafrumvarpi til eingreiðslu til öryrkja í desember 2025 hefur verið bætt við kröfum að öryrkjar séu með lögheimili á Íslandi frá 1. nóvember 2025. Eingreiðslur fyrri ára hafa ekki verið með þessa kröfu og því er gjörsamlega fáránlegt að þessu skuli vera bætt við núna og jafnvel að þetta sé ekki lögmæt breyting. Þar sem slíkar greiðslur á fyrri árum gerðu enga kröfu um lögheimili á Íslandi. Öryrkjar sem búa erlendis og þá sérstaklega sem eru búsettir á Norðurlöndunum borga fulla skatta til Íslands samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Annarstaðar innan Evrópusambandsins þar sem öryrkjar frá Íslandi búa. Þá er skattamálum mögulega hagað öðruvísi eftir því sem tvísköttunarsamningar segja til um slíkar greiðslur frá Íslandi. Það verður að taka út þessa hérna línu í frumvarpinu „[...] enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. [...]„ Það á ekki að framkvæma svona mismunun eftir búsetu öryrkja. Enda er staðan þannig á Íslandi að margir öryrkjar geta ekki búið á Íslandi. Þó svo að þeir gjarnan vildu. Þá er helsta ástæðan fyrir því kostnaður á leiguhúsnæði, síðan kostnaður á matvælum og fleira eftir því. Ástæður eru margar og þarna er verið að refsa fólki fyrir að búa ekki á Íslandi og stunda á sama tíma grófa mismunun gegn öryrkjum sem búa ekki á Íslandi. Svona greinar rata ekki inn í lagafrumvörp fyrir slysni. Þetta er gert mjög viljandi af Félags- og húsnæðismálaráðherra og hennar ráðuneyti. Ég veit ekki hvað hún hefur á móti öryrkjum sem eru búsettir erlendis og hver ástæðan er fyrir þessu er. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem öryrkjar ættu að sætta sig við. Hérna er samanburður á lagagreinum í heild sinni. Lagagreinin fyrir árið 2024. „Þeir sem eiga rétt á greiðslu örorkulífeyris skv. 24. gr., sbr. 26. gr., eða endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2023 skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 66.381 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2023, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.“ Þetta er í lögum 100/2007. Grein 12 undir „ákvæði til bráðabirgða“. Hérna er lagafrumvarpið fyrir árið 2025. „Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þeir greiðsluþegar sem hafa fengið greiddan örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri eða ellilífeyri eða fengið sjúkra- og endurhæfingargreiðslur á árinu 2025 skulu fá eingreiðslu í desember, enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. Hið sama á við um þá einstaklinga sem fengu greiddan endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð á árinu 2025. Full eingreiðsla skv. 1. mgr. skal vera 73.390 kr. Við útreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 1.200.000 kr. Fjárhæð eingreiðslu skv. 1. mgr. skal lækka um 3,3% af tekjugrunni greiðsluþega umfram frítekjumark. Um meðferð tekna samkvæmt þessu ákvæði fer skv. 1., 2., 6. og 8. mgr. 30. gr. laganna. Hafi greiðsluþegi fengið eina eða fleiri af þeim greiðslum sem taldar eru upp í 1. mgr. hluta af árinu 2025 skal eingreiðsla skv. 1. mgr. vera í hlutfalli við fjölda þeirra mánaða sem viðkomandi fékk greiðslur á árinu. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal hvorki teljast til tekna greiðsluþega né leiða til skerðingar annarra greiðslna samkvæmt lögum þessum. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal ekki greidd til dánarbúa. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal innt af hendi eigi síðar en 15. desember 2025. Um endurreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. sem og um meðferð of- eða vangreiðslna fer skv. 3. og 4. mgr. 33. gr., sbr. 34. gr.“ Þetta er þingskjal 304. 236 mál. 157 löggjafarþing. Ég vona sem flestir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir erlendis mótmæli þeirri kröfu að lögheimilið skuli vera á Íslandi til þess að fá þessa auka greiðslu í desember. Það má einnig minna á að margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar ferðast til Íslands um jólin og áramótin. Oft með miklum aukakostnaði og auka útgjöldum fyrir viðkomandi í Desember. Rithöfundur sem er búsettur í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í lagafrumvarpi til eingreiðslu til öryrkja í desember 2025 hefur verið bætt við kröfum að öryrkjar séu með lögheimili á Íslandi frá 1. nóvember 2025. Eingreiðslur fyrri ára hafa ekki verið með þessa kröfu og því er gjörsamlega fáránlegt að þessu skuli vera bætt við núna og jafnvel að þetta sé ekki lögmæt breyting. Þar sem slíkar greiðslur á fyrri árum gerðu enga kröfu um lögheimili á Íslandi. Öryrkjar sem búa erlendis og þá sérstaklega sem eru búsettir á Norðurlöndunum borga fulla skatta til Íslands samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Annarstaðar innan Evrópusambandsins þar sem öryrkjar frá Íslandi búa. Þá er skattamálum mögulega hagað öðruvísi eftir því sem tvísköttunarsamningar segja til um slíkar greiðslur frá Íslandi. Það verður að taka út þessa hérna línu í frumvarpinu „[...] enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. [...]„ Það á ekki að framkvæma svona mismunun eftir búsetu öryrkja. Enda er staðan þannig á Íslandi að margir öryrkjar geta ekki búið á Íslandi. Þó svo að þeir gjarnan vildu. Þá er helsta ástæðan fyrir því kostnaður á leiguhúsnæði, síðan kostnaður á matvælum og fleira eftir því. Ástæður eru margar og þarna er verið að refsa fólki fyrir að búa ekki á Íslandi og stunda á sama tíma grófa mismunun gegn öryrkjum sem búa ekki á Íslandi. Svona greinar rata ekki inn í lagafrumvörp fyrir slysni. Þetta er gert mjög viljandi af Félags- og húsnæðismálaráðherra og hennar ráðuneyti. Ég veit ekki hvað hún hefur á móti öryrkjum sem eru búsettir erlendis og hver ástæðan er fyrir þessu er. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem öryrkjar ættu að sætta sig við. Hérna er samanburður á lagagreinum í heild sinni. Lagagreinin fyrir árið 2024. „Þeir sem eiga rétt á greiðslu örorkulífeyris skv. 24. gr., sbr. 26. gr., eða endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2023 skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 66.381 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2023, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.“ Þetta er í lögum 100/2007. Grein 12 undir „ákvæði til bráðabirgða“. Hérna er lagafrumvarpið fyrir árið 2025. „Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þeir greiðsluþegar sem hafa fengið greiddan örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri eða ellilífeyri eða fengið sjúkra- og endurhæfingargreiðslur á árinu 2025 skulu fá eingreiðslu í desember, enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. Hið sama á við um þá einstaklinga sem fengu greiddan endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð á árinu 2025. Full eingreiðsla skv. 1. mgr. skal vera 73.390 kr. Við útreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 1.200.000 kr. Fjárhæð eingreiðslu skv. 1. mgr. skal lækka um 3,3% af tekjugrunni greiðsluþega umfram frítekjumark. Um meðferð tekna samkvæmt þessu ákvæði fer skv. 1., 2., 6. og 8. mgr. 30. gr. laganna. Hafi greiðsluþegi fengið eina eða fleiri af þeim greiðslum sem taldar eru upp í 1. mgr. hluta af árinu 2025 skal eingreiðsla skv. 1. mgr. vera í hlutfalli við fjölda þeirra mánaða sem viðkomandi fékk greiðslur á árinu. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal hvorki teljast til tekna greiðsluþega né leiða til skerðingar annarra greiðslna samkvæmt lögum þessum. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal ekki greidd til dánarbúa. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal innt af hendi eigi síðar en 15. desember 2025. Um endurreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. sem og um meðferð of- eða vangreiðslna fer skv. 3. og 4. mgr. 33. gr., sbr. 34. gr.“ Þetta er þingskjal 304. 236 mál. 157 löggjafarþing. Ég vona sem flestir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir erlendis mótmæli þeirri kröfu að lögheimilið skuli vera á Íslandi til þess að fá þessa auka greiðslu í desember. Það má einnig minna á að margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar ferðast til Íslands um jólin og áramótin. Oft með miklum aukakostnaði og auka útgjöldum fyrir viðkomandi í Desember. Rithöfundur sem er búsettur í Danmörku.
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar