Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir, Guðrún Pétursdóttir og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifa 21. nóvember 2025 08:16 Nú eru liðin tvö ár frá rýmingu Grindavíkur. Á þeim tíma hafa Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um allt land. Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft. Tengslin við Grindavík eru ekki bundin við landfræðilegan stað einan, heldur tilfinningu, sögu og samstöðu. Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer. Grindavíkurnefnd var sett á laggir í kjölfar jarðhræringanna til að styðja við skilvirkar lausnir vegna hamfarnna í Grindavík. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar hefur verið að huga að persónulegum stuðningi við Grindvíkinga. Nefndin hefur starfrækt þjónustuteymi sem hefur teygt sig til fólksins og átt í opnu og góðu samtali við Grindvíkinga. Teymið hefur veitt víðtæka og samþætta þjónustu allt frá sálfélagslegum stuðningi til aðstoðar vegna húsnæðis- og skólamála. Kjarni þess hefur verið að hlúa að þeim sem voru búsettir í bænum 10. nóvember 2023 og þurftu þá að flýja heimili sín. Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina. Til að vinna þetta verkefni hefur Grindavíkurnefnd leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands, sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Á næstunni verður því leitað upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár. Hafa þeir í hyggju að snúa til baka til Grindavíkur á næstunni, eða finnst þeim það ólíklegt? Hvað vegur þyngst í þeim ákvörðunum? Hvernig hefur sú aðstoð sem þeim hefur boðist gagnast þeim? Hvað mætti betur fara? Hvernig hafa börnin það? Rafræn skilaboð verða send og Grindvíkingum boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Einnig verður kafað dýpra í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri – hver einasta rödd skiptir máli. Við hvejum all Grindvíkinga til að taka þátt! Höfundar: Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd Guðrún Pétursdóttir, prof. emerita Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun og endurreisn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Sjá meira
Nú eru liðin tvö ár frá rýmingu Grindavíkur. Á þeim tíma hafa Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um allt land. Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft. Tengslin við Grindavík eru ekki bundin við landfræðilegan stað einan, heldur tilfinningu, sögu og samstöðu. Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer. Grindavíkurnefnd var sett á laggir í kjölfar jarðhræringanna til að styðja við skilvirkar lausnir vegna hamfarnna í Grindavík. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar hefur verið að huga að persónulegum stuðningi við Grindvíkinga. Nefndin hefur starfrækt þjónustuteymi sem hefur teygt sig til fólksins og átt í opnu og góðu samtali við Grindvíkinga. Teymið hefur veitt víðtæka og samþætta þjónustu allt frá sálfélagslegum stuðningi til aðstoðar vegna húsnæðis- og skólamála. Kjarni þess hefur verið að hlúa að þeim sem voru búsettir í bænum 10. nóvember 2023 og þurftu þá að flýja heimili sín. Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina. Til að vinna þetta verkefni hefur Grindavíkurnefnd leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands, sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Á næstunni verður því leitað upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár. Hafa þeir í hyggju að snúa til baka til Grindavíkur á næstunni, eða finnst þeim það ólíklegt? Hvað vegur þyngst í þeim ákvörðunum? Hvernig hefur sú aðstoð sem þeim hefur boðist gagnast þeim? Hvað mætti betur fara? Hvernig hafa börnin það? Rafræn skilaboð verða send og Grindvíkingum boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Einnig verður kafað dýpra í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri – hver einasta rödd skiptir máli. Við hvejum all Grindvíkinga til að taka þátt! Höfundar: Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd Guðrún Pétursdóttir, prof. emerita Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun og endurreisn
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun