Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar 25. nóvember 2025 14:30 Formaður Öryrkjabandalagsins hefur skrifað borgarstjórn allri bréf þar sem spurt er hvers vegna ekki er gert ráð fyrir því að fjármagna 42 umsóknir um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Minnt er á að nýlega hafi samningur Sameinuðu þjóðanna verið lögfestur á Alþingi og vilji löggjafans sé skýr. Gagnrýnt er að í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sjáist þess hvergi merki um að meirihlutinn í borginni ætli sér að fjármagna samningana þrátt fyrir lagaskyldu. Þessir 42 NPA samningar í Reykjavík kosta líklega tæpa 2.5 milljarða. Bréf ÖBÍ kom mér ekki á óvart og það er eflaust það fyrsta af mörgum sem munu berast. Að fella tár Inga Sæland, félagsmálaráðherra felldi tár þegar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögfestur á dögunum. Lögfestingin felur í sér að þau réttindi sem felast í samningnum eru orðin bindandi fyrir sveitarfélögin en þannig var það ekki áður. Þannig mátti áður hafa biðlista eftir þjónustu fyrir fatlað fólk eins og flesta aðra þjónustu en nú geta fatlaðir farið í mál við sveitarfélag ef það veitir ekki þjónustuna. Það er auðvitað mikið fagnaðarefni að stjórnvöld skuli sýna með svo afgerandi hætti að þau vilji veita fötluðu fólki þessi réttindi. Við í Framsókn styðjum það eindregið. En þessi ákvörðun kostar mikla fjármuni. Í úttekt sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lét vinna kemur fram að árlegur viðbótarkostnaður eftir lögfestingu samningsins verði í heild um 14 milljarðar á ári. Og svo aftur árlega inn í framtíðina. Svo kom hneykslið Hneykslið í þessu máli er að Inga Sæland og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ákváðu að láta ekki eina einustu krónu fylgja þessari ákvörðun þingsins. Þau ákváðu einfaldlega að líta framhjá 129. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að það verði að gera mat á fjárhagslegum áhrifum lagasetningar á sveitarfélögin áður en frumvarp er samþykkt. Slíkt mat hefur ekki verið gert. Því var bara sleppt. Það er líka brot á 66. gr. laga um opinber fjármál en það truflar ekki stjórnarliða því lögfestingin á greinilega ekki að hafa áhrif á stöðu ríkissjóðs. Alþingi ætti líka að hafa í huga að málsmeðferðin brýtur í bága við 30.gr þingskaparlaga. Eðlilega voru felld tár yfir þessum frábæra árangri ráðherrans sem væntanlega fær mikið klapp á bakið frá fjármálaráðherra fyrir að koma öllum þessum kostnaði yfir á sveitarfélögin en ríkisstjórnin fær hrósið. Þetta er svona dálítið eins og að velja kampavín á veitingastað en senda reikninginn á næsta borð. Fólk með fötlun á ekki að þurfa að lögsækja sveitarfélögin Nú vil ég taka fram að ég styð að þessi samningur sé lögfestur og ég vil að fólki með fötlun sé sýnd sú virðing að geta lifað sjálfstæðu lífi án aðgreiningar í samfélagi okkar eins og 19. gr. samningsins kveður á um. En mér finnst einfaldlega andstyggilegt af Ingu Sæland og félögum hennar í ríkisstjórninni að koma svona fram við fólk með fötlun. Hvernig dettur ríkisstjórninni í hug að stilla þessum viðkvæma hópi upp á milli steins og sleggju eina ferðina enn? Svo hvetur Inga Sæland fatlað fólk til að fara með mál sín fyrir dómstóla ef sveitarfélögin veita ekki umbeðna þjónustu. Ríkið veitir réttindin í orði en tryggir ekki fjármagn til að hægt sé að veita þjónustuna. Sveitarfélögin reyna hvað þau geta að mæta óskum umsækjenda en hafa einfaldlega ekki tekjustofna til þess að greiða fyrir þjónustuna og allt þetta veit ríkisstjórnin upp á hár. Og á meðan öllu þessu gengur þegir borgarstjóri Reykjavíkur þunnu hljóði. Fjárlagafrumvarpið Við vitum öll að ríkisstjórninni hefur ekki tekist vel upp með efnahagsstjórn landsins það sem af er þessu kjörtímabili og ríkisfjármálin eru í óvissu. En ef ríkisstjórnin ætlar að láta taka sig alvarlega og Inga Sæland ætlar ekki að verða sér til ævarandi skammar hvet ég hana til að fylgja lögum og láta gera ítarlegt kostnaðarmat og breyta svo fjárlagafrumvarpinu þannig að verkefnið verði full fjármagnað. Annað eru svik við fólk með fötlun. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins hefur skrifað borgarstjórn allri bréf þar sem spurt er hvers vegna ekki er gert ráð fyrir því að fjármagna 42 umsóknir um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Minnt er á að nýlega hafi samningur Sameinuðu þjóðanna verið lögfestur á Alþingi og vilji löggjafans sé skýr. Gagnrýnt er að í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sjáist þess hvergi merki um að meirihlutinn í borginni ætli sér að fjármagna samningana þrátt fyrir lagaskyldu. Þessir 42 NPA samningar í Reykjavík kosta líklega tæpa 2.5 milljarða. Bréf ÖBÍ kom mér ekki á óvart og það er eflaust það fyrsta af mörgum sem munu berast. Að fella tár Inga Sæland, félagsmálaráðherra felldi tár þegar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögfestur á dögunum. Lögfestingin felur í sér að þau réttindi sem felast í samningnum eru orðin bindandi fyrir sveitarfélögin en þannig var það ekki áður. Þannig mátti áður hafa biðlista eftir þjónustu fyrir fatlað fólk eins og flesta aðra þjónustu en nú geta fatlaðir farið í mál við sveitarfélag ef það veitir ekki þjónustuna. Það er auðvitað mikið fagnaðarefni að stjórnvöld skuli sýna með svo afgerandi hætti að þau vilji veita fötluðu fólki þessi réttindi. Við í Framsókn styðjum það eindregið. En þessi ákvörðun kostar mikla fjármuni. Í úttekt sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lét vinna kemur fram að árlegur viðbótarkostnaður eftir lögfestingu samningsins verði í heild um 14 milljarðar á ári. Og svo aftur árlega inn í framtíðina. Svo kom hneykslið Hneykslið í þessu máli er að Inga Sæland og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ákváðu að láta ekki eina einustu krónu fylgja þessari ákvörðun þingsins. Þau ákváðu einfaldlega að líta framhjá 129. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að það verði að gera mat á fjárhagslegum áhrifum lagasetningar á sveitarfélögin áður en frumvarp er samþykkt. Slíkt mat hefur ekki verið gert. Því var bara sleppt. Það er líka brot á 66. gr. laga um opinber fjármál en það truflar ekki stjórnarliða því lögfestingin á greinilega ekki að hafa áhrif á stöðu ríkissjóðs. Alþingi ætti líka að hafa í huga að málsmeðferðin brýtur í bága við 30.gr þingskaparlaga. Eðlilega voru felld tár yfir þessum frábæra árangri ráðherrans sem væntanlega fær mikið klapp á bakið frá fjármálaráðherra fyrir að koma öllum þessum kostnaði yfir á sveitarfélögin en ríkisstjórnin fær hrósið. Þetta er svona dálítið eins og að velja kampavín á veitingastað en senda reikninginn á næsta borð. Fólk með fötlun á ekki að þurfa að lögsækja sveitarfélögin Nú vil ég taka fram að ég styð að þessi samningur sé lögfestur og ég vil að fólki með fötlun sé sýnd sú virðing að geta lifað sjálfstæðu lífi án aðgreiningar í samfélagi okkar eins og 19. gr. samningsins kveður á um. En mér finnst einfaldlega andstyggilegt af Ingu Sæland og félögum hennar í ríkisstjórninni að koma svona fram við fólk með fötlun. Hvernig dettur ríkisstjórninni í hug að stilla þessum viðkvæma hópi upp á milli steins og sleggju eina ferðina enn? Svo hvetur Inga Sæland fatlað fólk til að fara með mál sín fyrir dómstóla ef sveitarfélögin veita ekki umbeðna þjónustu. Ríkið veitir réttindin í orði en tryggir ekki fjármagn til að hægt sé að veita þjónustuna. Sveitarfélögin reyna hvað þau geta að mæta óskum umsækjenda en hafa einfaldlega ekki tekjustofna til þess að greiða fyrir þjónustuna og allt þetta veit ríkisstjórnin upp á hár. Og á meðan öllu þessu gengur þegir borgarstjóri Reykjavíkur þunnu hljóði. Fjárlagafrumvarpið Við vitum öll að ríkisstjórninni hefur ekki tekist vel upp með efnahagsstjórn landsins það sem af er þessu kjörtímabili og ríkisfjármálin eru í óvissu. En ef ríkisstjórnin ætlar að láta taka sig alvarlega og Inga Sæland ætlar ekki að verða sér til ævarandi skammar hvet ég hana til að fylgja lögum og láta gera ítarlegt kostnaðarmat og breyta svo fjárlagafrumvarpinu þannig að verkefnið verði full fjármagnað. Annað eru svik við fólk með fötlun. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun