Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2025 23:39 Benedikt S. Benediktsson er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Vísir/Anton Brink Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Um áramótin hækka vörugjöld á bíla sem ganga fyrir bensíni og dísil. Gjald fólksbíla fer úr fimm prósentum í fimmtán. Gjöld á bíla sem áður báru þrettán prósenta vörugjald, svo sem vinnuvélar, fara í tuttugu prósent og gjöld á hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól fara úr þrjátíu prósentum í fjörutíu. Fólk kaupi bíl strax Fjölmörg bílaumboð hafa í aðdraganda hækkunarinnar hvatt fólk í bílahugleiðingum að ganga frá kaupum fyrr en síðar, enda verði bílarnir dýrari eftir áramót. Dæmi um auglýsingar frá bílaumboðum þar sem fólk er látið vita af hækkuninni.Vísir/Sara Líklegt er að auglýsingarnar hafi borið árangur en fjórtán hundruð ökutæki voru nýskráð í nóvember. Sama mánuð í fyrra voru þau fimm hundruð. Fjöldi nýskráðra bíla var tæplega þrefaldur í nóvember í ár miðað við sama mánuð á síðasta ári.Vísir/Sara Töluverð áhrif Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir gríðarlega fjölgun nýskráðra tvinnbíla vekja athygli. „Ef þetta fer fram sem horfið, verði þessi aukning fyrir áramót og þá verður væntanlega lág deyða í sölu á nýjum bílum fram eftir næsta ári. Jafnvel fram yfir verslunarmannahelgi eða eitthvað slíkt. Þá má gera ráð fyrir því að sala á rafmagnsbílum verði í góðu horfi þar sem þetta hefur minni háttar áhrif á hana. En þegar það kemur að öllum bílum sem að einhverju leyti ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, já þá má gera ráð fyrir að það hafi töluverð áhrif,“ segir Benedikt. Fáir vilji leigja rafbíla Sextíu og fimm prósent nýskráðra bíla einstaklinga eru rafmagnsbílar og hækkun gjaldanna nær því ekki til þeirra. Hins vegar eru rafbílar eingöngu tæp níu prósent af nýskráningum bílaleiga. „Helmingurinn af kaupendum eru bílaleigur. Það eru erfiðleikar sem þær þurfa að glíma við þegar kemur að því að koma rafbílum í útleigu. Þannig að þar er eitthvað verkefni sem þarf að vinna,“ segir Benedikt. „Það er alla vega ljóst að meðalbílaleigubíll og svipaðir bílar munu taka hvað mestri hækkun ef fram fer sem horfir,“ segir Benedikt. Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bílaleigur Tengdar fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. 18. október 2025 10:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Um áramótin hækka vörugjöld á bíla sem ganga fyrir bensíni og dísil. Gjald fólksbíla fer úr fimm prósentum í fimmtán. Gjöld á bíla sem áður báru þrettán prósenta vörugjald, svo sem vinnuvélar, fara í tuttugu prósent og gjöld á hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól fara úr þrjátíu prósentum í fjörutíu. Fólk kaupi bíl strax Fjölmörg bílaumboð hafa í aðdraganda hækkunarinnar hvatt fólk í bílahugleiðingum að ganga frá kaupum fyrr en síðar, enda verði bílarnir dýrari eftir áramót. Dæmi um auglýsingar frá bílaumboðum þar sem fólk er látið vita af hækkuninni.Vísir/Sara Líklegt er að auglýsingarnar hafi borið árangur en fjórtán hundruð ökutæki voru nýskráð í nóvember. Sama mánuð í fyrra voru þau fimm hundruð. Fjöldi nýskráðra bíla var tæplega þrefaldur í nóvember í ár miðað við sama mánuð á síðasta ári.Vísir/Sara Töluverð áhrif Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir gríðarlega fjölgun nýskráðra tvinnbíla vekja athygli. „Ef þetta fer fram sem horfið, verði þessi aukning fyrir áramót og þá verður væntanlega lág deyða í sölu á nýjum bílum fram eftir næsta ári. Jafnvel fram yfir verslunarmannahelgi eða eitthvað slíkt. Þá má gera ráð fyrir því að sala á rafmagnsbílum verði í góðu horfi þar sem þetta hefur minni háttar áhrif á hana. En þegar það kemur að öllum bílum sem að einhverju leyti ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, já þá má gera ráð fyrir að það hafi töluverð áhrif,“ segir Benedikt. Fáir vilji leigja rafbíla Sextíu og fimm prósent nýskráðra bíla einstaklinga eru rafmagnsbílar og hækkun gjaldanna nær því ekki til þeirra. Hins vegar eru rafbílar eingöngu tæp níu prósent af nýskráningum bílaleiga. „Helmingurinn af kaupendum eru bílaleigur. Það eru erfiðleikar sem þær þurfa að glíma við þegar kemur að því að koma rafbílum í útleigu. Þannig að þar er eitthvað verkefni sem þarf að vinna,“ segir Benedikt. „Það er alla vega ljóst að meðalbílaleigubíll og svipaðir bílar munu taka hvað mestri hækkun ef fram fer sem horfir,“ segir Benedikt.
Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bílaleigur Tengdar fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. 18. október 2025 10:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. 18. október 2025 10:30