Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 8. desember 2025 16:03 Orðræðan sem stjórnmálafólk á sveitarstjórnarstigi hefur viðhaft eftir að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) var samþykktur á Alþingi hefur smættað fatlað fólk niður í kostnað. Í hnotskurn hefur umræðan snúist um að sá fjölbreytti hópur sem fatlað fólk er, sé lítið annað en tala sem finna má í excel skjölum á bæjarskrifstofum hringinn í kringum landið. Hamrað var á því að málaflokkurinn í heild sinni kosti svo mikið og að það gæti orðið til þess að sveitarfélög gætu þurft að skera niður grunnþjónustuna sem myndi bitna verulega á lífsgæðum íbúa. En allt myndi þetta reddast ef ríkið setur meiri pening í málaflokkinn. Ef barnið þitt kemst ekki inn á leikskóla eða þú verður að vera fastur heima hjá þér í tvo daga vegna þess að hverfið þitt er ekki mokað þá veistu að þú getur kennt fötluðu fólki um. Þessi umræða er galin. Sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða lögbundna þjónustu sem fatlað fólk á rétt á. Þannig á fatlað fólk sem er með tiltekna þjónustuþörf rétt á NPA þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem lögfest voru árið 2018. Í sjö ár hefur fatlað fólk átt rétt á því samkvæmt lögum að fá NPA en þegar þetta er skrifað hafa mörg verið á biðlista eftir þjónustunni í mörg ár. Líf þessara einstaklinga er því í biðstöðu á meðan þeir eru fastir í þjónustuformum sem henta þeim ekki eða eru fastir á hjúkrunarheimilum eða sambýlum. Með NPA þjónustu getur fatlað fólk lifað sjálfstæðu lífi og tekið virkan þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það ræður því hver veitir þeim þjónustuna, hvar hún er veitt og hvenær. Fyrir vikið ræður það hvenær það fer á fætur, hvenær það fer í bað og ákveður upp á eigin spýtur að fara í ísbíltúr á laugardegi. Eitthvað sem fólk getur ekki gert í öðrum þjónustuformum þar sem þjónustan er veitt á fyrirfram ákveðnum tímum. Þar að auki er fatlað fólk er langt í frá einsleitur hópur. Það kann að koma einhverjum á óvart en fatlað fólk leggur heilmikið til samfélagsins. Það stundar vinnu, á sér áhugamál, stundar íþróttir, fer með börnin sín á róló, setur upp leiksýningar og ferðast til fjarlægra landa. Fatlað fólk á sér drauma og þrár. Það eina sem fatlað fólk er að biðja um er að fá þjónustu sem sveitarfélögunum ber skylda til að veita samkvæmt lögum. Að farið sé að lögum og að mannréttindi séu virt. Að fatlað fólk fái að lifa lífinu á eigin forsendum eins og aðrir samfélagsþegnar. Til þess þarf það NPA þjónustu því NPA gerir fötluðu fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Fatlað fólk er meira en einhver ein tala í excel skjali. Við eigum okkur drauma og viljum fá að stjórna eigin lífi. Við eigum lagalegan rétt á sjálfstæðu lífi til jafns við aðra og það er ekki bara við sem njótum góðs af því að öðlast sjálfstæði, heldur fjölskyldur okkar og samfélagið allt. Höfundur er NPA verkstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Orðræðan sem stjórnmálafólk á sveitarstjórnarstigi hefur viðhaft eftir að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) var samþykktur á Alþingi hefur smættað fatlað fólk niður í kostnað. Í hnotskurn hefur umræðan snúist um að sá fjölbreytti hópur sem fatlað fólk er, sé lítið annað en tala sem finna má í excel skjölum á bæjarskrifstofum hringinn í kringum landið. Hamrað var á því að málaflokkurinn í heild sinni kosti svo mikið og að það gæti orðið til þess að sveitarfélög gætu þurft að skera niður grunnþjónustuna sem myndi bitna verulega á lífsgæðum íbúa. En allt myndi þetta reddast ef ríkið setur meiri pening í málaflokkinn. Ef barnið þitt kemst ekki inn á leikskóla eða þú verður að vera fastur heima hjá þér í tvo daga vegna þess að hverfið þitt er ekki mokað þá veistu að þú getur kennt fötluðu fólki um. Þessi umræða er galin. Sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða lögbundna þjónustu sem fatlað fólk á rétt á. Þannig á fatlað fólk sem er með tiltekna þjónustuþörf rétt á NPA þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem lögfest voru árið 2018. Í sjö ár hefur fatlað fólk átt rétt á því samkvæmt lögum að fá NPA en þegar þetta er skrifað hafa mörg verið á biðlista eftir þjónustunni í mörg ár. Líf þessara einstaklinga er því í biðstöðu á meðan þeir eru fastir í þjónustuformum sem henta þeim ekki eða eru fastir á hjúkrunarheimilum eða sambýlum. Með NPA þjónustu getur fatlað fólk lifað sjálfstæðu lífi og tekið virkan þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það ræður því hver veitir þeim þjónustuna, hvar hún er veitt og hvenær. Fyrir vikið ræður það hvenær það fer á fætur, hvenær það fer í bað og ákveður upp á eigin spýtur að fara í ísbíltúr á laugardegi. Eitthvað sem fólk getur ekki gert í öðrum þjónustuformum þar sem þjónustan er veitt á fyrirfram ákveðnum tímum. Þar að auki er fatlað fólk er langt í frá einsleitur hópur. Það kann að koma einhverjum á óvart en fatlað fólk leggur heilmikið til samfélagsins. Það stundar vinnu, á sér áhugamál, stundar íþróttir, fer með börnin sín á róló, setur upp leiksýningar og ferðast til fjarlægra landa. Fatlað fólk á sér drauma og þrár. Það eina sem fatlað fólk er að biðja um er að fá þjónustu sem sveitarfélögunum ber skylda til að veita samkvæmt lögum. Að farið sé að lögum og að mannréttindi séu virt. Að fatlað fólk fái að lifa lífinu á eigin forsendum eins og aðrir samfélagsþegnar. Til þess þarf það NPA þjónustu því NPA gerir fötluðu fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Fatlað fólk er meira en einhver ein tala í excel skjali. Við eigum okkur drauma og viljum fá að stjórna eigin lífi. Við eigum lagalegan rétt á sjálfstæðu lífi til jafns við aðra og það er ekki bara við sem njótum góðs af því að öðlast sjálfstæði, heldur fjölskyldur okkar og samfélagið allt. Höfundur er NPA verkstjórnandi.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun