Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 9. desember 2025 07:32 Ræsum vélarnar er yfirskrift samgönguáætlunar sem hefur það að meginmarkmiði að laga vegina okkar, hefja stórframkvæmdir og byrja aftur að bora jarðgöng á Íslandi. Ástandi innviða á Íslandi er víða ábótavant. Svokölluð innviðaskuld er ekki skuld sem sést í bókhaldi ríkisstjórnarinnar en er mjög áþreifanleg í okkar daglega lífi. Ef skuldin sem búið er að safna upp síðustu ár með vanrækslu á innviðunum okkar væri í bókhaldinu þá væri mínusinn ekki 35 milljarðar eins og nú lítur út fyrir að verði árið 2026, heldur 715 milljarðar ef miðað er við skýrslu Samtaka iðnaðarins sem kom út í byrjun árs. Við finnum fyrir þessari skuld í okkar daglega lífi. Meðal annars í heilbrigðiskerfinu, velferðarkerfinu, raforkukerfinu og ekki síst í samgöngukerfinu okkar. Þetta er nefnilega allt sameign húsfélagsins Íslands, sem hefur verið vanhirt og undirfjármagnað árum saman. Svo mikið að þakið hriplekur, það næðir í gegnum ómálaða gluggana og gólfefnin eru löngu komin á tíma. Fullfjármagnað plan Nú eru komnir nýir íbúar í þessa sameign sem var treyst fyrir stjórn húsfélagsins. Þeir átta sig á því að þessi vandi mun bara vaxa ef við tökum ekki almennilega til hendinni, hristum upp í því hvernig sameignin hefur verið rekin síðustu ár, finnum nýjar og betri leiðir til þess að fjármagna það sem þarf að gera og síðast en ekki síst; búum til plan! Og þetta plan er langtímaplan vegna þess að sameignin verður ekki löguð öll í einu á 1-3 árum, því hún er mjög stór og uppsafnaður vandi er risavaxinn. Þá stendur húsfélagið frammi fyrir því að þurfa að forgangsraða. Það geta ekki allir fengið allt sem þeir þurfa á fyrstu þremur árunum, jafnvel þó að verið sé að setja miklu meira fjármagn í þessa vinnu heldur en áður. Þetta tekur einfaldlega tíma. En viljinn er sannarlega til staðar og fjárfestingin í verkefninu hefur verið aukin verulega. Planið er nefnilega fjármagnað. Þannig var málum ekki háttað hjá fyrri stjórn í þessu húsfélagi. Þá var einfaldlega settur fram óskalisti án þess að vera með raunhæft plan um hvernig ætti að hrinda honum í framkvæmd og fjármagna. Fyrir vikið gat stjórn félagsins kastað fram loforðum sem sum hver voru ekki raunhæf og afleiðingin var að lítið gerðist og loforð voru brotin. Árangur áfram ekkert stopp Samgönguáætlun er engin venjuleg áætlun. Þetta er áætlun um öryggi, um fjárfestingu í innviðum sem geta stuðlað að uppbyggingu atvinnulífs. Áætlun um úrbætur á vegum sem við verðum að hafa í lagi fyrir okkur sjálf, ungmennin sem eru að byrja að keyra, atvinnulífið og ferðafólkið sem heimsækir Ísland, Þetta er áætlun um almenningssamgöngur, hafnarframkvæmdir og sjóvarnir. Þetta er áætlun um framtíðina. Samgönguáætlun til 15 ára, til ársins 2040, sem er nú lögð fram og verður kláruð á þessu þingi. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er að stórauka framlög til viðhalds og þjónustu á vegum og með samkomulagi um stofnun innviðafélags er verið að hefja stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og jarðgangagerð. Það á að byrja aftur að bora jarðgöng á Íslandi og borinn verður látinn ganga. Samhliða því að hefjast handa á einum göngum verða næstu göng (í fleirtölu) á listanum í undirbúningsferli. Árangur áfram og ekkert stopp, eins og einhver sagði um árið. Á næstu 15 árum verða kraftmiklar framkvæmdir um allt land. Það á að halda áfram að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum með því forgangsraða framkvæmdum við 29 brýr fyrir lok tímabils samgönguáætlunar. Það á að auka öryggi og fækka alvarlegum slysum með því að aðskilja akreinar á fjölförnustu vegum og auka við vetrarþjónustu. Við ætlum að byggja betri hafnir vítt um land, efla varaflugvallakerfið með því að styrkja Reykjavíkurflugvöll og efla flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum enn frekar sem sjálfstæðar gáttir fyrir millilandaflug svo eitthvað sé upptalið en listinn er mjög langur af úrbótarverkefnum í samgöngukerfi landsins. Nýtið ykkur lýðræðislega ferlið Eins og áður segir þá nær áætlunin til 15 ára og eðli málsins samkvæmt þá er ekki hægt að byrja á öllum framkvæmdum á fyrstu árunum. Það þarf að forgangsraða og eðlilega deilir fólk um forgangsröðunina þegar þörfin er eins mikil og raun ber vitni um land allt. Það er ofur eðlilegt og ég hvet alla sem hafa hagsmuna að gæta að nýta sér það lýðræðislega ferli sem þingleg meðferð málsins býður upp á. Að lokinni fyrstu umræðu í þingsal gefst einstaklingum, sveitarfélögum, fyrirtækjum og hverjum þeim sem langar að koma sínum sjónarmiðum á framfæri að senda inn umsögn í gegnum samráðsgátt til umhverfis- og samgöngunefndar þar sem nefndarmenn munu rýna áætlunina vel og vandlega, ég þar á meðal. Það er fagnaðarefni að samgönguáætlun sé nú komin fram. Við erum byrjuð að laga vegina, stórframkvæmdir munu hefjast og borinn verður ræstur. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Samgönguáætlun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ræsum vélarnar er yfirskrift samgönguáætlunar sem hefur það að meginmarkmiði að laga vegina okkar, hefja stórframkvæmdir og byrja aftur að bora jarðgöng á Íslandi. Ástandi innviða á Íslandi er víða ábótavant. Svokölluð innviðaskuld er ekki skuld sem sést í bókhaldi ríkisstjórnarinnar en er mjög áþreifanleg í okkar daglega lífi. Ef skuldin sem búið er að safna upp síðustu ár með vanrækslu á innviðunum okkar væri í bókhaldinu þá væri mínusinn ekki 35 milljarðar eins og nú lítur út fyrir að verði árið 2026, heldur 715 milljarðar ef miðað er við skýrslu Samtaka iðnaðarins sem kom út í byrjun árs. Við finnum fyrir þessari skuld í okkar daglega lífi. Meðal annars í heilbrigðiskerfinu, velferðarkerfinu, raforkukerfinu og ekki síst í samgöngukerfinu okkar. Þetta er nefnilega allt sameign húsfélagsins Íslands, sem hefur verið vanhirt og undirfjármagnað árum saman. Svo mikið að þakið hriplekur, það næðir í gegnum ómálaða gluggana og gólfefnin eru löngu komin á tíma. Fullfjármagnað plan Nú eru komnir nýir íbúar í þessa sameign sem var treyst fyrir stjórn húsfélagsins. Þeir átta sig á því að þessi vandi mun bara vaxa ef við tökum ekki almennilega til hendinni, hristum upp í því hvernig sameignin hefur verið rekin síðustu ár, finnum nýjar og betri leiðir til þess að fjármagna það sem þarf að gera og síðast en ekki síst; búum til plan! Og þetta plan er langtímaplan vegna þess að sameignin verður ekki löguð öll í einu á 1-3 árum, því hún er mjög stór og uppsafnaður vandi er risavaxinn. Þá stendur húsfélagið frammi fyrir því að þurfa að forgangsraða. Það geta ekki allir fengið allt sem þeir þurfa á fyrstu þremur árunum, jafnvel þó að verið sé að setja miklu meira fjármagn í þessa vinnu heldur en áður. Þetta tekur einfaldlega tíma. En viljinn er sannarlega til staðar og fjárfestingin í verkefninu hefur verið aukin verulega. Planið er nefnilega fjármagnað. Þannig var málum ekki háttað hjá fyrri stjórn í þessu húsfélagi. Þá var einfaldlega settur fram óskalisti án þess að vera með raunhæft plan um hvernig ætti að hrinda honum í framkvæmd og fjármagna. Fyrir vikið gat stjórn félagsins kastað fram loforðum sem sum hver voru ekki raunhæf og afleiðingin var að lítið gerðist og loforð voru brotin. Árangur áfram ekkert stopp Samgönguáætlun er engin venjuleg áætlun. Þetta er áætlun um öryggi, um fjárfestingu í innviðum sem geta stuðlað að uppbyggingu atvinnulífs. Áætlun um úrbætur á vegum sem við verðum að hafa í lagi fyrir okkur sjálf, ungmennin sem eru að byrja að keyra, atvinnulífið og ferðafólkið sem heimsækir Ísland, Þetta er áætlun um almenningssamgöngur, hafnarframkvæmdir og sjóvarnir. Þetta er áætlun um framtíðina. Samgönguáætlun til 15 ára, til ársins 2040, sem er nú lögð fram og verður kláruð á þessu þingi. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er að stórauka framlög til viðhalds og þjónustu á vegum og með samkomulagi um stofnun innviðafélags er verið að hefja stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og jarðgangagerð. Það á að byrja aftur að bora jarðgöng á Íslandi og borinn verður látinn ganga. Samhliða því að hefjast handa á einum göngum verða næstu göng (í fleirtölu) á listanum í undirbúningsferli. Árangur áfram og ekkert stopp, eins og einhver sagði um árið. Á næstu 15 árum verða kraftmiklar framkvæmdir um allt land. Það á að halda áfram að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum með því forgangsraða framkvæmdum við 29 brýr fyrir lok tímabils samgönguáætlunar. Það á að auka öryggi og fækka alvarlegum slysum með því að aðskilja akreinar á fjölförnustu vegum og auka við vetrarþjónustu. Við ætlum að byggja betri hafnir vítt um land, efla varaflugvallakerfið með því að styrkja Reykjavíkurflugvöll og efla flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum enn frekar sem sjálfstæðar gáttir fyrir millilandaflug svo eitthvað sé upptalið en listinn er mjög langur af úrbótarverkefnum í samgöngukerfi landsins. Nýtið ykkur lýðræðislega ferlið Eins og áður segir þá nær áætlunin til 15 ára og eðli málsins samkvæmt þá er ekki hægt að byrja á öllum framkvæmdum á fyrstu árunum. Það þarf að forgangsraða og eðlilega deilir fólk um forgangsröðunina þegar þörfin er eins mikil og raun ber vitni um land allt. Það er ofur eðlilegt og ég hvet alla sem hafa hagsmuna að gæta að nýta sér það lýðræðislega ferli sem þingleg meðferð málsins býður upp á. Að lokinni fyrstu umræðu í þingsal gefst einstaklingum, sveitarfélögum, fyrirtækjum og hverjum þeim sem langar að koma sínum sjónarmiðum á framfæri að senda inn umsögn í gegnum samráðsgátt til umhverfis- og samgöngunefndar þar sem nefndarmenn munu rýna áætlunina vel og vandlega, ég þar á meðal. Það er fagnaðarefni að samgönguáætlun sé nú komin fram. Við erum byrjuð að laga vegina, stórframkvæmdir munu hefjast og borinn verður ræstur. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun