„Þarna var bara verið að tikka í box“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2025 22:37 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. Skrifað var undir samninginn í morgun og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland er aðili að samkomulaginu. Noregur, Bretland og Færeyjar eru það sömuleiðis en ESB og Grænlendingar, sem einnig stunda markílveiðar, standa utan þess. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins í morgun er sagt að strandríkjahlutdeild Íslands verði 12,5% af heildaraflamarki sem sé mikilvæg viðurkenning á veiðum Íslands og tryggi langtímahagsmuni. Þá sé aðgangur til veiða í lögsögum annarra landa einnig mikilvægur þáttur. „Erum að fá þessa strandríkjahlutdeild viðurkennda“ Utanríkisráðherra segir samninginn sögulegan, verið sé að verja hagsmuni Íslendinga og taka þátt í að stöðva ofveiði á makríl. „Það er eins og bæði Norðmenn og Færeyingar séu að skynja og skilja það að við erum eðlilega ríki sem á að hafa hlutdeild í makríl. Og það er það sem að skiptir svo miklu máli fyrir okkur Íslendinga, að við erum búin að fá þessa strandríkjahlutdeild viðurkennda til skemmri og lengri tíma,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað, líkt og samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera, sem segja það sérstök vonbrigði að hlutur Íslendinga sé minni en Færeyinga. „Við erum að sjá að Ísland er að fá minna. Það er ekki lögð áhersla á prinsippin okkar, sem er sjálfbær nýting. Það er ekki lögð áhersla á að allir sitji við borðið og núna setjum við Grænlendinga á kaldan klaka og Evrópusambandið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. „Þarna var bara verið að tikka í box“ Þá segir Guðlaugur Þór að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum en nefndin eigi að vera ráðgefandi samkvæmt þingskaparlögum. „Nei, þetta er ekki rétt,“ segir Þorgerður Katrín. „Utanríkismálanefnd var upplýst um það að þessar viðræður, sem væru viðkvæmar, væru í gangi. Og það eru bara fulltrúar landanna sem hafa verið að sitja þá fundi, enda náttúrulega mikill trúnaður á milli.“ Málið var á dagskrá utanríkismálanefndar þann 10. nóvember en umfjöllunin var bundin trúnaði. „Þarna var bara verið að tikka í box. Utanríkismálanefnd á að vera ráðgefandi. Það hefði verið náttúrulega mun eðlilegra þegar menn voru komnir eitthvað áleiðis að setjast niður með utanríkismálanefnd og setja utanríkismálanefnd inn í það hvað var í gangi og hver væru samningsmarkmiðin og hugsanlegar niðurstöður. Það var ekki gert,“ svarar Guðlaugur Þór. „Þá er ekki hægt að miðla trúnaðarupplýsingum til utanríkismálanefndar“ Í umræðum á Alþingi sagði Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem tilkynnt væri um eitthvað í framhjáhlaupi sem bundið hafi verið trúnaði. Hún sagði mikið bera á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hvort lögbundinni samráðsskyldu við utanríkismálanefnd hafi verið sinnt. „Ég skil alveg þingmennina og sem eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, að það er erfitt að fá trúnaðarupplýsingar og síðan að fá ekki að tala um það. Þess vegna gilda aðrar reglur um utanríkismálanefnd,“ sagði Þorgerður Katrín sem mun mæta fyrir fund utanríkismálanefndar á morgun. „Það er líka þá alveg hægt að fara þá leið að það verði opnari samskipti og hægt að vísa í meira. En fyrir vikið að þá er ekki hægt að miðla áfram trúnaðarupplýsingum, viðkvæmum, til utanríkismálanefndar ef það er þannig að þau vilja breyta því á þann veg.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Utanríkismál Makrílveiðar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Skrifað var undir samninginn í morgun og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland er aðili að samkomulaginu. Noregur, Bretland og Færeyjar eru það sömuleiðis en ESB og Grænlendingar, sem einnig stunda markílveiðar, standa utan þess. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins í morgun er sagt að strandríkjahlutdeild Íslands verði 12,5% af heildaraflamarki sem sé mikilvæg viðurkenning á veiðum Íslands og tryggi langtímahagsmuni. Þá sé aðgangur til veiða í lögsögum annarra landa einnig mikilvægur þáttur. „Erum að fá þessa strandríkjahlutdeild viðurkennda“ Utanríkisráðherra segir samninginn sögulegan, verið sé að verja hagsmuni Íslendinga og taka þátt í að stöðva ofveiði á makríl. „Það er eins og bæði Norðmenn og Færeyingar séu að skynja og skilja það að við erum eðlilega ríki sem á að hafa hlutdeild í makríl. Og það er það sem að skiptir svo miklu máli fyrir okkur Íslendinga, að við erum búin að fá þessa strandríkjahlutdeild viðurkennda til skemmri og lengri tíma,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað, líkt og samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera, sem segja það sérstök vonbrigði að hlutur Íslendinga sé minni en Færeyinga. „Við erum að sjá að Ísland er að fá minna. Það er ekki lögð áhersla á prinsippin okkar, sem er sjálfbær nýting. Það er ekki lögð áhersla á að allir sitji við borðið og núna setjum við Grænlendinga á kaldan klaka og Evrópusambandið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. „Þarna var bara verið að tikka í box“ Þá segir Guðlaugur Þór að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum en nefndin eigi að vera ráðgefandi samkvæmt þingskaparlögum. „Nei, þetta er ekki rétt,“ segir Þorgerður Katrín. „Utanríkismálanefnd var upplýst um það að þessar viðræður, sem væru viðkvæmar, væru í gangi. Og það eru bara fulltrúar landanna sem hafa verið að sitja þá fundi, enda náttúrulega mikill trúnaður á milli.“ Málið var á dagskrá utanríkismálanefndar þann 10. nóvember en umfjöllunin var bundin trúnaði. „Þarna var bara verið að tikka í box. Utanríkismálanefnd á að vera ráðgefandi. Það hefði verið náttúrulega mun eðlilegra þegar menn voru komnir eitthvað áleiðis að setjast niður með utanríkismálanefnd og setja utanríkismálanefnd inn í það hvað var í gangi og hver væru samningsmarkmiðin og hugsanlegar niðurstöður. Það var ekki gert,“ svarar Guðlaugur Þór. „Þá er ekki hægt að miðla trúnaðarupplýsingum til utanríkismálanefndar“ Í umræðum á Alþingi sagði Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem tilkynnt væri um eitthvað í framhjáhlaupi sem bundið hafi verið trúnaði. Hún sagði mikið bera á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hvort lögbundinni samráðsskyldu við utanríkismálanefnd hafi verið sinnt. „Ég skil alveg þingmennina og sem eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, að það er erfitt að fá trúnaðarupplýsingar og síðan að fá ekki að tala um það. Þess vegna gilda aðrar reglur um utanríkismálanefnd,“ sagði Þorgerður Katrín sem mun mæta fyrir fund utanríkismálanefndar á morgun. „Það er líka þá alveg hægt að fara þá leið að það verði opnari samskipti og hægt að vísa í meira. En fyrir vikið að þá er ekki hægt að miðla áfram trúnaðarupplýsingum, viðkvæmum, til utanríkismálanefndar ef það er þannig að þau vilja breyta því á þann veg.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Utanríkismál Makrílveiðar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira