Innlent

Lög­reglan lýsir eftir Birni Þor­láki

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Björn Þorlákur
Björn Þorlákur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Þorláki Björnssyni, 44 ára karlmanni.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að Björn er grannvaxinn með mikið ljóst sítt hár, líklega með ljóst skegg og með blágræn augu. Hann var klæddur í gallabuxur. Ekki er vitað um ferðir hans síðast liðna daga en líklega heldur hann til á höfuðborgarsvæðinu. 

Hann hefur ekki bíl til umráða og líklega ekki síma heldur.

Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Björns eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×