Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2025 22:10 Matheus Cunha komst lítt áleiðis gegn sínum gömlu félögum í kvöld. getty/Ash Donelon Wolves fékk aðeins sitt þriðja stig í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið sótti Manchester United heim í kvöld. Lokatölur 1-1. Fyrir viðureign kvöldsins höfðu Úlfarnir tapað ellefu leikjum í röð í deildinni. Á næstsíðasta degi ársins fengu þeir hins vegar sitt fyrsta stig síðan 5. október. Wolves er áfram í tuttugasta og neðsta sæti deildarinnar, nú með þrjú stig. United er með þrjátíu stig í 6. sætinu. Joshua Zirkzee kom heimamönnum yfir á 27. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og inn. Á lokamínútu fyrri hálfleiks jafnaði Ladislav Krejcí fyrir gestina með góðum skalla eftir hornspyrnu. Úlfarnir jöfnuðu einnig undir lok fyrri hálfleiks í leik liðanna á Molineux á dögunum. United skapaði sér fá færi í seinni hálfleik og gat þakkað Senne Lammens fyrir að ná jafntefli en hann varði nokkrum sinnum vel. Patrick Dorgu kom boltanum í netið undir lokin en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Lokatölur 1-1 og stuðningsmenn United púuðu á sína menn eftir leikinn. Enski boltinn Manchester United Wolverhampton Wanderers
Wolves fékk aðeins sitt þriðja stig í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið sótti Manchester United heim í kvöld. Lokatölur 1-1. Fyrir viðureign kvöldsins höfðu Úlfarnir tapað ellefu leikjum í röð í deildinni. Á næstsíðasta degi ársins fengu þeir hins vegar sitt fyrsta stig síðan 5. október. Wolves er áfram í tuttugasta og neðsta sæti deildarinnar, nú með þrjú stig. United er með þrjátíu stig í 6. sætinu. Joshua Zirkzee kom heimamönnum yfir á 27. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og inn. Á lokamínútu fyrri hálfleiks jafnaði Ladislav Krejcí fyrir gestina með góðum skalla eftir hornspyrnu. Úlfarnir jöfnuðu einnig undir lok fyrri hálfleiks í leik liðanna á Molineux á dögunum. United skapaði sér fá færi í seinni hálfleik og gat þakkað Senne Lammens fyrir að ná jafntefli en hann varði nokkrum sinnum vel. Patrick Dorgu kom boltanum í netið undir lokin en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Lokatölur 1-1 og stuðningsmenn United púuðu á sína menn eftir leikinn.