„Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. janúar 2026 19:23 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra undirstrikar mikilvægi þess að virt séu alþjóðalög í samtali við fréttastofu, nokkuð sem hún hefur ansi oft þurft að gera síðustu misseri. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í nótt loftárás á Venesúela þar sem Nicolás Maduro var tekinn höndum ásamt eiginkonu hans og þau flutt til New York þar sem þau verða að líkindum dregin fyrir dómstóla. Hjónin hafa verið ákærð af bandarískum yfirvöldum fyrir fíkniefnahryðjuverk og kókaíninnflutning. Íbúar höfuðborgarinnar Karakas í Venesúela vöknuðu við sprengingar skömmu fyrir klukkan 2 að staðartíma í morgun (kl. 6 að íslenskum tíma). Herflugvélum var flogið yfir borgina og reykur sást stíga upp úr herstöðvum, þar á meðal bækistöðum flughersins í Tiega Fierta og herstöðinni La Carlota. Á blaðamannafundi sem Trump Bandaríkjaforseti hélt um fimmleytið síðdegis í dag kom ýmislegt fram. Fulltrúar bandarísku ríkisstjórnarinnar og herstjórnar töluðu þar digurbarkalega um aðgerðina sem utanríkisráðherrann lýsti sem löggæsluaðgerð. Einnig sagði hann Kúbverjum að vara sig og ýjaði að því að loftárásirnar hefðu verið framkvæmdar í þágu friðar. Reykjarmekkir stigu upp frá hlíðunum umhverfis Karakas, höfuðborg Venesúela, í morgun.AP Sömuleiðis kom þar fram í máli Trump sjálfs að Bandaríkin færu nú með stjórn í Venesúela um óákveðinn tíma sem hann útskýrði ekki nánar. Olían myndi „flæða sem skyldi“ og bandarískar olíusamsteypur myndu reisa við olíuframleiðsluinnviði landsins. „Þaulhugsað hjá Bandaríkjamönnum“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Ísland lengi hafa gagnrýnt framferði Maduro forseta. „Það sjá allir að hann er og hefur verið einræðisherra og hann er að brjóta á borgaralegum réttindum og við Íslendingar höfum gagnrýnt framferði Maduros, meðal annars í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna,“ segir hún. „Og þetta var greinilega mjög vel heppnuð framkvæmd. Það er ekki hægt að segja annað. Þetta var greinilega mjög vel æft, þaulhugsað hjá Bandaríkjamönnum. En það skiptir máli að virða alþjóðalög, að farið sé að alþjóðarrétti, en líka að við sjáum fram á að það verði núna ferli lýðræðis, mannréttinda og gegnsæis í stjórnarfari Venesúela. Maður vonar að við munum sjá fram á lýðræðislegar umbreytingar,“ segir Þorgerður Katrín. Þessa mynd birti Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðli sínum skömmu eftir árásirnar.Skjáskot Bandaríkjaforseti, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherra, eða stríðsmálaráðherra eins og hann kýs að kalla sig, fóru um víðan völl á löngum blaðamannafundi á heimili Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago. Þeir voru kokhraustir og kepptust hinir síðarnefndu við að skjalla forsetann. Marco Rubio utanríkisráðherra ýjaði að því að stjórnvöld í Kúbu ættu að hafa áhyggjur. Trump sagði bandarískt herlið verða með viðveru í Venesúela og að Bandaríkin komi til að fara þar með öll völd um óákveðinn tíma. Það myndu þau gera „í samstarfi við hóp.“ Hann fór ekki nánar út í það. Blaðamannafundurinn gaf áhorfendum ekki þá hugmynd að um frelsis- og framfaraskref væri að ræða í venesúelönsku samfélagi. „Þú ert fréttamaðurinn, ég ætla ekki að fara í fréttaskýringar. Við Íslendingar, eins og aðrar þjóðir, erum einfaldlega að fylgjast núna með framvindunni. Það eru grundvallarprinsipp sem að við undirstrikum en við höfum að sjálfsögðu verið í óformlegum samskiptum, við til að mynda Norðurlandaþjóðirnar, vegna þessa. Um leið og við drögum fram að Maduro hefur sýnt mikla einræðistilburði í Venesúela og að þar hafi ekki viðgengst lýðræðislegir stjórnarhættir, undirstrikum við líka mikilvægi alþjóðalaga. Öll okkar tilvist Íslendinga meðal annars veltur á því að þau séu virt. Ég held að það sé algengasta setning síðasta árs hjá mér,“ segir Þorgerður. Einræðisherrann farinn en Grænlendingar varir um sig Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hafa haft hátt um það hve mikilvægt það sé þjóðaröryggishagsmunum Bandaríkjanna að Grænland verði innlimað. Þessu hefur forsetinn haft orð á ítrekað og nú síðast í nýársávarpi sínu. Mette Frederiksen [forsætisráðherra Danmerkur] og Jens-Frederik Nielsen [formaður grænlensku landsstjórnarinnar] hljóta að hafa áhyggjur. Er þetta ekki eitthvað sem ber að fordæma? „Við munum bara fylgjast með þessu mjög vel næstu daga. Það skiptir öllu máli núna að það verði tryggður stöðugleiki í Venesúela og að við komum á þessum lýðræðislegu umbótum sem eru svo mikilvægar. Þannig að það er mjög erfitt á þessu stigi, svona skömmu eftir fréttamannafundinn, að segja hvernig þetta þróast. Þeir halda eðlilega einhverjum spilum hjá sér enn og það sem við getum gert er einmitt að undirstrika þessi prinsipp sem að verða að gilda áfram í alþjóðlegri umhverfi.“ Höfnin í La Guaira í Venesúela eftir loftárás Bandaríkjanna.AP Fordæmir Ísland þessar aðgerðir? „Við munum einfaldlega fylgjast með þessu alveg eins og nágrannaríkin okkar, Noregur og aðrar Norðurlandaþjóðir sem og Evrópusambandið. Við munum bara fylgjast vel með þessum aðstæðum í Venesúela og sjá hvernig fram vindur. En undirstrika að framvindan verði á forsendum lýðræðislegs lýðræðislegs þankagangs og nálgunar. Og það skiptir máli að svo verði gert. Allavega er þessi einræðisherra farinn og þá vonum við að lýðræði taki við.“ Vill ekki segja hvort um brot á alþjóðalögum sé að ræða Myndu þessi ummæli og ummæli annarra leiðtoga Evrópu ekki vekja hjá manni ugg væri maður Jens-Frederik Nielsen á Grænlandi eða einhver í svipaðri stöðu? „Það sem að skiptir öllu máli, ef þú talar um Grænland, sem er líka mjög algeng setning. Ég held áfram að endurtaka hana því miður: það verður ekkert um Grænland án Grænlendinga. Það verður að fara eftir sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það verður að fara eftir alþjóðalögum. Og maður verður að átta sig á því að þeir sem eru aðilar í NATO bera ábyrgð og hafa bæði réttindi og skyldur gagnvart sínum bandalagsaðilum. Við erum nokkrir tugir ríkja sem tilheyra NATO og það er ákveðinn sáttmáli sem er í gangi og ætlast er til þess að ríkin þar innanborðs virði þann sáttmála.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og Marco Rubio utanríkisráðherra ávörpuðu blaðamannafund síðdegis.AP Er þetta ekki skýrt brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna? „Eins og ég segi, við fylgjumst með. Við gerum þá kröfu að þar sé farið eftir nákvæmlega stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og auk þess að lögum um mannréttindi og fleira. Og við gerum þær kröfur, hvort sem það er til Bandaríkjanna eða annarra þjóða. Það sem ég vona að gerist ekki er að við tökum fókusinn af Rússlandi. Þar er verið að fremja mannréttindabrot af hálfu Rússa á hverjum einasta degi með grimmilegum árásum á Úkraínu og við verðum að halda áfram að standa þá lýðræðisvakt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Utanríkismál Bandaríkin Venesúela Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í nótt loftárás á Venesúela þar sem Nicolás Maduro var tekinn höndum ásamt eiginkonu hans og þau flutt til New York þar sem þau verða að líkindum dregin fyrir dómstóla. Hjónin hafa verið ákærð af bandarískum yfirvöldum fyrir fíkniefnahryðjuverk og kókaíninnflutning. Íbúar höfuðborgarinnar Karakas í Venesúela vöknuðu við sprengingar skömmu fyrir klukkan 2 að staðartíma í morgun (kl. 6 að íslenskum tíma). Herflugvélum var flogið yfir borgina og reykur sást stíga upp úr herstöðvum, þar á meðal bækistöðum flughersins í Tiega Fierta og herstöðinni La Carlota. Á blaðamannafundi sem Trump Bandaríkjaforseti hélt um fimmleytið síðdegis í dag kom ýmislegt fram. Fulltrúar bandarísku ríkisstjórnarinnar og herstjórnar töluðu þar digurbarkalega um aðgerðina sem utanríkisráðherrann lýsti sem löggæsluaðgerð. Einnig sagði hann Kúbverjum að vara sig og ýjaði að því að loftárásirnar hefðu verið framkvæmdar í þágu friðar. Reykjarmekkir stigu upp frá hlíðunum umhverfis Karakas, höfuðborg Venesúela, í morgun.AP Sömuleiðis kom þar fram í máli Trump sjálfs að Bandaríkin færu nú með stjórn í Venesúela um óákveðinn tíma sem hann útskýrði ekki nánar. Olían myndi „flæða sem skyldi“ og bandarískar olíusamsteypur myndu reisa við olíuframleiðsluinnviði landsins. „Þaulhugsað hjá Bandaríkjamönnum“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Ísland lengi hafa gagnrýnt framferði Maduro forseta. „Það sjá allir að hann er og hefur verið einræðisherra og hann er að brjóta á borgaralegum réttindum og við Íslendingar höfum gagnrýnt framferði Maduros, meðal annars í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna,“ segir hún. „Og þetta var greinilega mjög vel heppnuð framkvæmd. Það er ekki hægt að segja annað. Þetta var greinilega mjög vel æft, þaulhugsað hjá Bandaríkjamönnum. En það skiptir máli að virða alþjóðalög, að farið sé að alþjóðarrétti, en líka að við sjáum fram á að það verði núna ferli lýðræðis, mannréttinda og gegnsæis í stjórnarfari Venesúela. Maður vonar að við munum sjá fram á lýðræðislegar umbreytingar,“ segir Þorgerður Katrín. Þessa mynd birti Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðli sínum skömmu eftir árásirnar.Skjáskot Bandaríkjaforseti, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherra, eða stríðsmálaráðherra eins og hann kýs að kalla sig, fóru um víðan völl á löngum blaðamannafundi á heimili Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago. Þeir voru kokhraustir og kepptust hinir síðarnefndu við að skjalla forsetann. Marco Rubio utanríkisráðherra ýjaði að því að stjórnvöld í Kúbu ættu að hafa áhyggjur. Trump sagði bandarískt herlið verða með viðveru í Venesúela og að Bandaríkin komi til að fara þar með öll völd um óákveðinn tíma. Það myndu þau gera „í samstarfi við hóp.“ Hann fór ekki nánar út í það. Blaðamannafundurinn gaf áhorfendum ekki þá hugmynd að um frelsis- og framfaraskref væri að ræða í venesúelönsku samfélagi. „Þú ert fréttamaðurinn, ég ætla ekki að fara í fréttaskýringar. Við Íslendingar, eins og aðrar þjóðir, erum einfaldlega að fylgjast núna með framvindunni. Það eru grundvallarprinsipp sem að við undirstrikum en við höfum að sjálfsögðu verið í óformlegum samskiptum, við til að mynda Norðurlandaþjóðirnar, vegna þessa. Um leið og við drögum fram að Maduro hefur sýnt mikla einræðistilburði í Venesúela og að þar hafi ekki viðgengst lýðræðislegir stjórnarhættir, undirstrikum við líka mikilvægi alþjóðalaga. Öll okkar tilvist Íslendinga meðal annars veltur á því að þau séu virt. Ég held að það sé algengasta setning síðasta árs hjá mér,“ segir Þorgerður. Einræðisherrann farinn en Grænlendingar varir um sig Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hafa haft hátt um það hve mikilvægt það sé þjóðaröryggishagsmunum Bandaríkjanna að Grænland verði innlimað. Þessu hefur forsetinn haft orð á ítrekað og nú síðast í nýársávarpi sínu. Mette Frederiksen [forsætisráðherra Danmerkur] og Jens-Frederik Nielsen [formaður grænlensku landsstjórnarinnar] hljóta að hafa áhyggjur. Er þetta ekki eitthvað sem ber að fordæma? „Við munum bara fylgjast með þessu mjög vel næstu daga. Það skiptir öllu máli núna að það verði tryggður stöðugleiki í Venesúela og að við komum á þessum lýðræðislegu umbótum sem eru svo mikilvægar. Þannig að það er mjög erfitt á þessu stigi, svona skömmu eftir fréttamannafundinn, að segja hvernig þetta þróast. Þeir halda eðlilega einhverjum spilum hjá sér enn og það sem við getum gert er einmitt að undirstrika þessi prinsipp sem að verða að gilda áfram í alþjóðlegri umhverfi.“ Höfnin í La Guaira í Venesúela eftir loftárás Bandaríkjanna.AP Fordæmir Ísland þessar aðgerðir? „Við munum einfaldlega fylgjast með þessu alveg eins og nágrannaríkin okkar, Noregur og aðrar Norðurlandaþjóðir sem og Evrópusambandið. Við munum bara fylgjast vel með þessum aðstæðum í Venesúela og sjá hvernig fram vindur. En undirstrika að framvindan verði á forsendum lýðræðislegs lýðræðislegs þankagangs og nálgunar. Og það skiptir máli að svo verði gert. Allavega er þessi einræðisherra farinn og þá vonum við að lýðræði taki við.“ Vill ekki segja hvort um brot á alþjóðalögum sé að ræða Myndu þessi ummæli og ummæli annarra leiðtoga Evrópu ekki vekja hjá manni ugg væri maður Jens-Frederik Nielsen á Grænlandi eða einhver í svipaðri stöðu? „Það sem að skiptir öllu máli, ef þú talar um Grænland, sem er líka mjög algeng setning. Ég held áfram að endurtaka hana því miður: það verður ekkert um Grænland án Grænlendinga. Það verður að fara eftir sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það verður að fara eftir alþjóðalögum. Og maður verður að átta sig á því að þeir sem eru aðilar í NATO bera ábyrgð og hafa bæði réttindi og skyldur gagnvart sínum bandalagsaðilum. Við erum nokkrir tugir ríkja sem tilheyra NATO og það er ákveðinn sáttmáli sem er í gangi og ætlast er til þess að ríkin þar innanborðs virði þann sáttmála.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og Marco Rubio utanríkisráðherra ávörpuðu blaðamannafund síðdegis.AP Er þetta ekki skýrt brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna? „Eins og ég segi, við fylgjumst með. Við gerum þá kröfu að þar sé farið eftir nákvæmlega stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og auk þess að lögum um mannréttindi og fleira. Og við gerum þær kröfur, hvort sem það er til Bandaríkjanna eða annarra þjóða. Það sem ég vona að gerist ekki er að við tökum fókusinn af Rússlandi. Þar er verið að fremja mannréttindabrot af hálfu Rússa á hverjum einasta degi með grimmilegum árásum á Úkraínu og við verðum að halda áfram að standa þá lýðræðisvakt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Utanríkismál Bandaríkin Venesúela Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent