„Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. janúar 2026 21:55 Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna fordæmir árás Bandaríkjanna á Venesúela og segir hana afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Hún segir viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til skammar. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í nótt loftárásir á Venesúela þar sem Nicolás Maduro var tekinn höndum ásamt eiginkonu hans og þau flutt til New York þar sem þau verða að líkindum dregin fyrir dómstóla. Vonast eftir lýðræðislegum umbótum í kjölfar valdaráns Í viðtali á Vísi sagði Þorgerður Katrín utanríkisráðherra að Ísland geri þá kröfu að farið sé eftir stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og öðrum alþjóðalögum sama hver eigi í hlut en gekk ekki svo langt að fordæma aðgerðir Bandaríkjamanna. „Við munum einfaldlega fylgjast með þessu alveg eins og nágrannaríkin okkar, Noregur og aðrar Norðurlandaþjóðir sem og Evrópusambandið. Við munum bara fylgjast vel með þessum aðstæðum í Venesúela og sjá hvernig fram vindur. En undirstrika að framvindan verði á forsendum lýðræðislegs lýðræðislegs þankagangs og nálgunar,“ sagði hún meðal annars. Árásin sem Bandaríkjamenn gerðu á Venesúela í nótt var gerð án þess að kosið væri um það. Raunar sagði Trump forseti það sjálfur að Bandaríkjaþingi væri ekki treystandi með þess konar upplýsingar. Allar skoðanakannanir benda einnig til þess að bandaríska þjóðin styðji þessar aðgerðir engan veginn. „Ekki bara þegar hentar“ Svandís Svavarsdóttir er afdráttarlausari í viðbrögðum sínum. Hún segir líkt og utanríkisráðherra að Maduro eigi enga vorkunn skilið, en að brot á alþjóðalögum séu ólíðandi. „Vopnuð innrás í annað ríki er afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Smáríki eins og Ísland eiga allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt – alltaf, ekki bara þegar það hentar,“ segir hún. „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar. Ísland á að tala skýrt,“ segir Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna. Utanríkismál Vinstri græn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í nótt loftárásir á Venesúela þar sem Nicolás Maduro var tekinn höndum ásamt eiginkonu hans og þau flutt til New York þar sem þau verða að líkindum dregin fyrir dómstóla. Vonast eftir lýðræðislegum umbótum í kjölfar valdaráns Í viðtali á Vísi sagði Þorgerður Katrín utanríkisráðherra að Ísland geri þá kröfu að farið sé eftir stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og öðrum alþjóðalögum sama hver eigi í hlut en gekk ekki svo langt að fordæma aðgerðir Bandaríkjamanna. „Við munum einfaldlega fylgjast með þessu alveg eins og nágrannaríkin okkar, Noregur og aðrar Norðurlandaþjóðir sem og Evrópusambandið. Við munum bara fylgjast vel með þessum aðstæðum í Venesúela og sjá hvernig fram vindur. En undirstrika að framvindan verði á forsendum lýðræðislegs lýðræðislegs þankagangs og nálgunar,“ sagði hún meðal annars. Árásin sem Bandaríkjamenn gerðu á Venesúela í nótt var gerð án þess að kosið væri um það. Raunar sagði Trump forseti það sjálfur að Bandaríkjaþingi væri ekki treystandi með þess konar upplýsingar. Allar skoðanakannanir benda einnig til þess að bandaríska þjóðin styðji þessar aðgerðir engan veginn. „Ekki bara þegar hentar“ Svandís Svavarsdóttir er afdráttarlausari í viðbrögðum sínum. Hún segir líkt og utanríkisráðherra að Maduro eigi enga vorkunn skilið, en að brot á alþjóðalögum séu ólíðandi. „Vopnuð innrás í annað ríki er afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Smáríki eins og Ísland eiga allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt – alltaf, ekki bara þegar það hentar,“ segir hún. „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar. Ísland á að tala skýrt,“ segir Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna.
Utanríkismál Vinstri græn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira