Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 10. janúar 2026 07:47 Pólitík snýst ekki bara um slagorð heldur líka um ábyrgð gagnvart því fólki sem treystir á þjónustu borgarinnar. Þeirri ábyrgð höfum við staðið undir. Skoðum nokkur dæmi af mörgu því sem var að gerast á vegum meirihlutans í borginni á síðasta ári. Velferðar-, skóla- og frístundamál Strax á fyrsta starfsári lögðum við áherslu á velferð barna. Eitt fyrsta verk okkar í nýjum meirihluta var að leysa þann hnút sem komin var upp í kjaramálum kennara. Einnig var lögð fram tillaga um ákveðnar breytingar á leikskólum sem m.a. hafa með að gera skráningardaga og breytta gjaldskrá í samræmi. Þar var fyrsta skrefið tekið til þess að reyna að koma til móts við þá manneklu sem leikskólarnir í Reykjavík hafa verið að glíma við allt of lengi. Ljóst er að frekari aðgerða er þörf varðandi það. Samþykkt var að tryggja öryggi í meðhöndlun matvæla í leik- og grunnskólum borgarinnar, með innleiðingu skyldunámskeiðs fyrir matráða. Jafnframt var aukið fjármagn sett í að mæta þörfum barna með málþroskavanda og aðrar greiningar. Þar skiptir snemmtæk íhlutun öllu máli. Í frístunda- og menntamálum var opnað fyrir þátttöku 17 ára ungmenna í vinnuskóla Reykjavíkur, auk þess sem fjármunir til íslenskukennslu og frístunda voru auknir. Þá var stuðningur við tekjulægsta fólkið á leigumarkaði styrktur. Einnig var opnað nýtt húsnæði fyrir heimilislausar konur. Allt eru þetta dæmi um mikilvæg skref í mannúðlegri borgarstefnu. Húsnæðis- og skipulagsmál Í skipulags- og samgöngumálum hefur verið unnið að stórum verkefnum á borð við Sundabraut, endurskipulagningu Mjóddarinnar og mótun nýrrar borgarhönnunarstefnu sem samþykkt var fyrr í vetur. Breytingar á bílastæðareglum og endurskoðun íbúakorta miða að sanngjarnara og skýrara kerfi. Einnig er verið að vinna að endurskoðun bílastæðastefnu borgarinnar. Húsnæðismál hafa verið eitt stærsta viðfangsefni nýs meirihluta og með stofnun innviðafélags hefur Reykjavíkurborg í samstarfi með öflugum verkalýðsfélögum, markað nýja stefnu í húsnæðisuppbyggingu. Þessi nálgun fellur vel að fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í upphafi vetrar. Markmið húsnæðispakkans er að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Með samstilltu átaki verður hægt að hraða uppbyggingu og stuðla að sanngjarnara húsnæðis- og leiguverði. Samþykkt var að finna nýtt og öruggara svæði undir hjólhýsabyggð í borginni og skilaði vinnuhópur niðurstöðu skömmu fyrir jól. Strax í kjölfarið var hafist handa við að útfæra þær tillögur og stefnt að því að klára málið eins fljótt og hægt er á nýju ári. Þjónustu borgarinnar er alltaf verið að reyna að bæta. Samþykkt var skilvirkara vinnulag um viðhald og rekstur eigna borgarinnar, endurskoðun á innkaupastefnu og innkaupareglum, auk þess sem lenging opnunartíma sundlauga var samþykkt. En betur má ef duga skal. Skoða þarf betur skipulag og rekstur Það þarf að gera rekstur Reykjavíkurborgar einfaldari og skilvirkari. Fara þarf gaumgæfilega yfir allt innra skipulag borgarinnar til þess að komast að því hvar hægt er að nýta fjármagn betur, stytta boðleiðir og skerpa þannig enn betur skilvirkni stjórnsýslunar í borginni. Það verður hinsvegar ekki lagað í einum spretti - heldur er þar um langhlaup að ræða. Mannekla á leikskólum Mönnunarvandi á leikskólum borgarinnar er alvarlegur. Það þarf að gera miklu meira svo hægt sé að ráða bót á þeim vanda. Það þekkja allir foreldrar hversu þreytandi og kvíðavaldandi það getur verið að fá skilaboð um skyndilegar lokanir vegna manneklu eða veikinda. Kannski þarf að hugsa leikskóla formið alveg upp á nýtt og reyna að fá fleiri aðila til að koma að lausn vandans til framtíðar. Það er til lítils að fjölga leikskólum ef ekki fæst fólk til þess að starfa í þeim. Auknar umferðarteppur Við í Flokki fólksins höfum lengi talað fyrir bættu umferðarflæði í borginni. Þar er mikið verk að vinna. Samkvæmt könnunum er hlutfallsleg notkun einkabílsins nánast sú sama í dag og undanfarinn áratug og ekki eru miklar breytingar fyrirsjáanlegar. Borgarlína mun að sjálfsögðu breyta einhverju en alveg óvíst er hversu miklu. Þess vegna verður að haga skipulagi borgarinnar samkvæmt því - án þess að við ætlum okkur að kaffæra borgina í bílum. En einhversstaðar verða þessir bílar að vera. Þess vegna er t.d. ekki gott að auka enn frekar á þann vanda sem fyrir er miðsvæðis í borgarlandinu með því að fjarlægja öll bílastæði og koma þar fyrir blómakerjum og bekkjum - þrátt fyrir fegurð og vissa nauðsyn beggja. Fyrirhuguð þrenging Suðurlandsbrautar er dæmi um áætlanir sem ekki virðast taka mið af raunverulegri stöðu umferðarmála í borginni. Það er margt þessu líkt sem þarf að skoða betur. Við getum ekki fækkað bílum í borginni með því að þrengja sífellt meira að þeim. Þvert á móti eykur slíkt einungis umferðatafir og mengun. Einnig þurfum við að fara að spyrja okkur að því afhverju er alltaf verið að beina gangandi og hjólandi þvert yfir umferðarþyngstu götur borgarinnar - í stað þess að finna aðrar leiðir með hag allra í huga. Samgöngumál byggja á samspili ólíkra ferðamáta og allt þarf að vinna saman til þess að daglegt líf fólks geti gengið sem best fyrir sig. Borgarbúar eru mismunandi og þess vegna þurfa skipulagsmál að taka mið af því. Það ferðast ekki allir með strætó og mikill minnihluti borgarbúa ferðast um á hjólum allan ársins hring. Um eitt geta þó flestir verið sammála - að gera Reykjavíkurborg enn betri fyrir alla. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði, stafrænu ráði og heilbrigðisnefnd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Flokkur fólksins Borgarstjórn Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Pólitík snýst ekki bara um slagorð heldur líka um ábyrgð gagnvart því fólki sem treystir á þjónustu borgarinnar. Þeirri ábyrgð höfum við staðið undir. Skoðum nokkur dæmi af mörgu því sem var að gerast á vegum meirihlutans í borginni á síðasta ári. Velferðar-, skóla- og frístundamál Strax á fyrsta starfsári lögðum við áherslu á velferð barna. Eitt fyrsta verk okkar í nýjum meirihluta var að leysa þann hnút sem komin var upp í kjaramálum kennara. Einnig var lögð fram tillaga um ákveðnar breytingar á leikskólum sem m.a. hafa með að gera skráningardaga og breytta gjaldskrá í samræmi. Þar var fyrsta skrefið tekið til þess að reyna að koma til móts við þá manneklu sem leikskólarnir í Reykjavík hafa verið að glíma við allt of lengi. Ljóst er að frekari aðgerða er þörf varðandi það. Samþykkt var að tryggja öryggi í meðhöndlun matvæla í leik- og grunnskólum borgarinnar, með innleiðingu skyldunámskeiðs fyrir matráða. Jafnframt var aukið fjármagn sett í að mæta þörfum barna með málþroskavanda og aðrar greiningar. Þar skiptir snemmtæk íhlutun öllu máli. Í frístunda- og menntamálum var opnað fyrir þátttöku 17 ára ungmenna í vinnuskóla Reykjavíkur, auk þess sem fjármunir til íslenskukennslu og frístunda voru auknir. Þá var stuðningur við tekjulægsta fólkið á leigumarkaði styrktur. Einnig var opnað nýtt húsnæði fyrir heimilislausar konur. Allt eru þetta dæmi um mikilvæg skref í mannúðlegri borgarstefnu. Húsnæðis- og skipulagsmál Í skipulags- og samgöngumálum hefur verið unnið að stórum verkefnum á borð við Sundabraut, endurskipulagningu Mjóddarinnar og mótun nýrrar borgarhönnunarstefnu sem samþykkt var fyrr í vetur. Breytingar á bílastæðareglum og endurskoðun íbúakorta miða að sanngjarnara og skýrara kerfi. Einnig er verið að vinna að endurskoðun bílastæðastefnu borgarinnar. Húsnæðismál hafa verið eitt stærsta viðfangsefni nýs meirihluta og með stofnun innviðafélags hefur Reykjavíkurborg í samstarfi með öflugum verkalýðsfélögum, markað nýja stefnu í húsnæðisuppbyggingu. Þessi nálgun fellur vel að fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í upphafi vetrar. Markmið húsnæðispakkans er að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Með samstilltu átaki verður hægt að hraða uppbyggingu og stuðla að sanngjarnara húsnæðis- og leiguverði. Samþykkt var að finna nýtt og öruggara svæði undir hjólhýsabyggð í borginni og skilaði vinnuhópur niðurstöðu skömmu fyrir jól. Strax í kjölfarið var hafist handa við að útfæra þær tillögur og stefnt að því að klára málið eins fljótt og hægt er á nýju ári. Þjónustu borgarinnar er alltaf verið að reyna að bæta. Samþykkt var skilvirkara vinnulag um viðhald og rekstur eigna borgarinnar, endurskoðun á innkaupastefnu og innkaupareglum, auk þess sem lenging opnunartíma sundlauga var samþykkt. En betur má ef duga skal. Skoða þarf betur skipulag og rekstur Það þarf að gera rekstur Reykjavíkurborgar einfaldari og skilvirkari. Fara þarf gaumgæfilega yfir allt innra skipulag borgarinnar til þess að komast að því hvar hægt er að nýta fjármagn betur, stytta boðleiðir og skerpa þannig enn betur skilvirkni stjórnsýslunar í borginni. Það verður hinsvegar ekki lagað í einum spretti - heldur er þar um langhlaup að ræða. Mannekla á leikskólum Mönnunarvandi á leikskólum borgarinnar er alvarlegur. Það þarf að gera miklu meira svo hægt sé að ráða bót á þeim vanda. Það þekkja allir foreldrar hversu þreytandi og kvíðavaldandi það getur verið að fá skilaboð um skyndilegar lokanir vegna manneklu eða veikinda. Kannski þarf að hugsa leikskóla formið alveg upp á nýtt og reyna að fá fleiri aðila til að koma að lausn vandans til framtíðar. Það er til lítils að fjölga leikskólum ef ekki fæst fólk til þess að starfa í þeim. Auknar umferðarteppur Við í Flokki fólksins höfum lengi talað fyrir bættu umferðarflæði í borginni. Þar er mikið verk að vinna. Samkvæmt könnunum er hlutfallsleg notkun einkabílsins nánast sú sama í dag og undanfarinn áratug og ekki eru miklar breytingar fyrirsjáanlegar. Borgarlína mun að sjálfsögðu breyta einhverju en alveg óvíst er hversu miklu. Þess vegna verður að haga skipulagi borgarinnar samkvæmt því - án þess að við ætlum okkur að kaffæra borgina í bílum. En einhversstaðar verða þessir bílar að vera. Þess vegna er t.d. ekki gott að auka enn frekar á þann vanda sem fyrir er miðsvæðis í borgarlandinu með því að fjarlægja öll bílastæði og koma þar fyrir blómakerjum og bekkjum - þrátt fyrir fegurð og vissa nauðsyn beggja. Fyrirhuguð þrenging Suðurlandsbrautar er dæmi um áætlanir sem ekki virðast taka mið af raunverulegri stöðu umferðarmála í borginni. Það er margt þessu líkt sem þarf að skoða betur. Við getum ekki fækkað bílum í borginni með því að þrengja sífellt meira að þeim. Þvert á móti eykur slíkt einungis umferðatafir og mengun. Einnig þurfum við að fara að spyrja okkur að því afhverju er alltaf verið að beina gangandi og hjólandi þvert yfir umferðarþyngstu götur borgarinnar - í stað þess að finna aðrar leiðir með hag allra í huga. Samgöngumál byggja á samspili ólíkra ferðamáta og allt þarf að vinna saman til þess að daglegt líf fólks geti gengið sem best fyrir sig. Borgarbúar eru mismunandi og þess vegna þurfa skipulagsmál að taka mið af því. Það ferðast ekki allir með strætó og mikill minnihluti borgarbúa ferðast um á hjólum allan ársins hring. Um eitt geta þó flestir verið sammála - að gera Reykjavíkurborg enn betri fyrir alla. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði, stafrænu ráði og heilbrigðisnefnd
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar