Viðskipti innlent

Bein út­sending: Skattadagurinn 2026

Árni Sæberg skrifar
Daði Már Kristófersson setur Skattadaginn, líkt og hann gerði í fyrra.
Daði Már Kristófersson setur Skattadaginn, líkt og hann gerði í fyrra. Anton Brink

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn á milli klukkan 8:30 og 10 í Silfurbergi, Hörpu. Beina útsendingu frá Skattadeginum má sjá hér að neðan.

Á vef Viðskiptaráðs segir að Skattadagurinn hafi  verið haldinn árlega frá árinu 2004. Mjög góð þátttaka hafi  verið á viðburðinn og ljóst sé að Skattadagurinn hafi fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni.

Dagskrá Skattadagsins 2026:

  • Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra
  • Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögmaður, meðeigandi Deloitte Legal
  • Arnar Birkir Dansson, hagfræðingur á efnahagssviði samtaka atvinnulífsins
  • Orri Hauksson, stjórnarformaður First Water

Fundarstjóri er Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs.

Beina útsendingu má sjá í spilaranum hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×