Þjóðverjar snúa heim frá Grænlandi Agnar Már Másson skrifar 18. janúar 2026 19:51 Þýsku hermennirnir flugu með vél Icelandair til Íslands í dag. FlightRadar Eftir aðeins tvo daga á heræfingu á Grænlandi snúa þýskir hermenn aftur heim, en þeir millilentu á Íslandi síðdegis í dag. Talsmaður hersins segir að verkefni hermannana sé lokið. Fulltrúar íslensku landhelgisgæslunnar verða um kyrrt í Grænlandi í bili, að sögn gæslunnar. Samkvæmt heimildum þýska dagblaðsins Bild fengu hermennirnir skipanir um að yfirgefa Grænland snemma í morgun. Miðillinn að allir fimmtán þýsku hermennirnir sem sendir voru norður í vikunni hafi farið um borð í vél Icelandair, sem tók á loft í Nuuk rétt fyrir hádegi í dag og lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 16.30. Þýskalandsher sendi „könnunarteymi“ til Grænlands í vikunni til að taka þátt í heræfingu ásamt hermönnum frá Hollandi, Bretlandi, Þýskalandi og Norðurlöndum að Íslandi undanskildu. Ísland sendi reyndar einnig tvo fulltrúa Landhelgisgæslunnar á æfinguna á Grænlandi og eru þeir enn þar, samkvæmt svörum gæslunnar við fyrirspurn Vísis. Frá 16. janúar, þegar þýsku hermennirnir mættu (degi of seint vegna veðurs) til Grænlands.Getty Dagblaðið Bild bendir enn fremur á að þýsk hernaðaryfirvöld hefðu í gær tilkynnt að þýsku hermennirnir myndu ílengjast á Grænlandi þar sem þeim seinkaði um einn dag á leið sinni til landsins. Aftur á móti er haft eftir talsmanni þýska hersins í frétt AA að niðurstöður könnunarferðarinnar væru „fullnægjandi“. Talsmaðurinn segir að sendiför hafi ekki verið aflýst, heldur hafi henni verið „lokið samkvæmt skipun.“ Þessi heræfing er haldin í skugga hótana Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja undir sig Grænland, sem heyrir enn undir dönsku krúnuna. Trump varpaði í gær sprengju inn í Atlantshafsbandalagið (NATO) þegar hann boðaði tolla á átta aðildarríki sem studdu ekki innlimunaráform Bandaríkjastjórnar um Grænland. Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Þýskaland NATO Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Samkvæmt heimildum þýska dagblaðsins Bild fengu hermennirnir skipanir um að yfirgefa Grænland snemma í morgun. Miðillinn að allir fimmtán þýsku hermennirnir sem sendir voru norður í vikunni hafi farið um borð í vél Icelandair, sem tók á loft í Nuuk rétt fyrir hádegi í dag og lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 16.30. Þýskalandsher sendi „könnunarteymi“ til Grænlands í vikunni til að taka þátt í heræfingu ásamt hermönnum frá Hollandi, Bretlandi, Þýskalandi og Norðurlöndum að Íslandi undanskildu. Ísland sendi reyndar einnig tvo fulltrúa Landhelgisgæslunnar á æfinguna á Grænlandi og eru þeir enn þar, samkvæmt svörum gæslunnar við fyrirspurn Vísis. Frá 16. janúar, þegar þýsku hermennirnir mættu (degi of seint vegna veðurs) til Grænlands.Getty Dagblaðið Bild bendir enn fremur á að þýsk hernaðaryfirvöld hefðu í gær tilkynnt að þýsku hermennirnir myndu ílengjast á Grænlandi þar sem þeim seinkaði um einn dag á leið sinni til landsins. Aftur á móti er haft eftir talsmanni þýska hersins í frétt AA að niðurstöður könnunarferðarinnar væru „fullnægjandi“. Talsmaðurinn segir að sendiför hafi ekki verið aflýst, heldur hafi henni verið „lokið samkvæmt skipun.“ Þessi heræfing er haldin í skugga hótana Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja undir sig Grænland, sem heyrir enn undir dönsku krúnuna. Trump varpaði í gær sprengju inn í Atlantshafsbandalagið (NATO) þegar hann boðaði tolla á átta aðildarríki sem studdu ekki innlimunaráform Bandaríkjastjórnar um Grænland.
Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Þýskaland NATO Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila