Innlent

Þjóðar­öryggis­ráð boðað til fundar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þjóðaröryggisráð kom síðast saman í nóvember.
Þjóðaröryggisráð kom síðast saman í nóvember. Vísir/vilhelm

Stefnt er að því að boða þjóðaröryggisráð til fundar á næstu dögum. Forsætisráðuneytið segir unnið að starfsáætlun vegna ársins 2026.

Ráðherranefnd um öryggis- og varnarmál hefur fundað fimm sinnum frá áramótum um stöðu alþjóðamála en þjóðaröryggisráð kom síðast saman 28. nóvember. Síðan þá hefur ansi margt borið til tíðinda.

Efni fundanna er trúnaðarmál, að því er ráðuneytið segir, en boðað er til slíkra funda eftir aðstæðum. Aðgerðahópur ráðuneyta og stofnan undir ráðherranefndinni hefur verið virkjaður í tvígang frá áramótum.

Forsætisráðherra hefur einnig fundað með formönnum allra stjórnmálaflokka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×