Rekstur hjálparsíma Rauða krossins tryggður

Rekstur hjálparsíma Rauða krossins 1717 hefur verið tryggður með tuttugu og fimm milljóna króna styrk frá þremur ráðuneytum. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að Rauði krossinn stæði frammi fyrir því að skerða þjónustuna og loka símaverinu á nóttunni vegna rekstrarvanda - á sama tíma og símtölum frá fólki í sjálfsvígshugleiðingum fjölgar á milli ára.

6
00:38

Vinsælt í flokknum Fréttir