Gengur vel á Ermarsundinu hjá Sigurgeiri
Eftir þriggja ára undirbúning skellti sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson sér til sunds í Ermarsundinu í morgun frá Dover í Bretlandi og er förinni heitið til Calais í Frakklandi. Sigurgeir vill með sundinu vekja athygli á starfsemi Píeta samtakanna og afla fjár fyrir húsnæðiskaupum fyrir samtökin.