

Andlát

Leikarinn Charles Grodin er látinn
Leikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Charles Grodin, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í myndunum Midnight Run, The Heartbreak Kid og Beethoven, er dáinn. Hann var 86 ára gamall og dó úr krabbameini í dag.

Maðurinn á bak við „Vi er røde, vi er hvide“ er fallinn frá
Danski tónlistarmaðurinn Michael Bruun er látinn, sjötugur að aldri. Bruun er einna þekktastur fyrir að hafa samið og framleitt lagið Re-Sepp-Ten, með laglínuna „Vi er røde, vi er hvide“ í viðlaginu. Lagið ómaði í kringum leiki danska landsliðsins á HM í knattspyrnu 1986 og raunar löngu eftir það og gerir enn.

Sænski tónlistarmaðurinn Svante Thuresson látinn
Sænski djasstónlistarmaðurinn Svante Thuresson er fallinn frá, 84 ára að aldri. Hann lést fyrr í vikunni eftir langvinn veikindi.

Ein af stjörnum gullaldar Hollywood fallin frá
Bandaríski leikarinn Norman Lloyd, ein af stjörnum hins svokallaða gullaldartímabils Hollywood, er látinn, 106 ára að aldri.

Söngvarinn Lloyd Price fallinn frá
Bandaríski söngvarinn Lloyd Price er látinn, 88 ára að aldri. Price samdi og söng fjölda af fyrstu rokksmellum sögunnar og var valinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 1998.

Einn stofnenda Vans látinn
Paul Van Doren, einn stofnenda skó- og fatamerkisins Vans, lést í gær. Hann var níræður.

Bachelor Party-stjarnan Tawny Kitaen er látin
Bandaríska leikkonan Tawny Kitaen er látin, 59 ára að aldri. Kitaen sló í gegn í kvikmyndinni Bachelor Party, Steggjaveislunni, frá árinu 1984 sem skartaði Tom Hanks í aðalhlutverki, en hún átti síðar eftir að birtast í fjölda annarra kvikmynda og tónlistarmyndböndum, meðal annars með rokksveitinni Whitesnake.

Alan McLoughlin er látinn
Írski knattspyrnumaðurinn Alan McLoughlin er látinn, 54 ára að aldri. Hann greindi frá því í mars síðastliðinn að hann glímdi við krabbamein.

Óskarsverðlaunaleikkonan Olympia Dukakis er látin
Óskarsverðlaunaleikonan Olympia Dukakis er látin, 89 ára að aldri. Dukakis er einna þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Moonstruck og Steel Magnolias.

Björn Thoroddsen flugstjóri er látinn
Björn Thoroddsen, flugstjóri og listflugmaður er látinn, 84 ára að aldri.

Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins
Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést.

„Spánverjinn hlæjandi“ er allur
Spænski grínistinn Juan Joya Borja er látinn, 65 ára að aldri. Það eru ef til vill ekki allir sem kannast við nafnið, en þó fleiri sem kannast við andlitið þar sem Borja varð óvænt stjarna í netheimum árið 2014 þegar þá um tíu ára gamalt sjónvarpsviðtal við hann fór í mikla dreifingu á netinu.

Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn
Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið.

Tónlistarkonan Anita Lane látin
Ástralska söngkonan og lagasmiðurinn Anita Lane er látin, 62 ára að aldri. Á ferli sínum starfaði Lane meðal annars með sveitunum The Bad Seeds og The Birthday Party.

Árni Ólafur er látinn
Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri er látinn, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni lætur eftir sig eiginkonu og son.

Óperusöngkonan Christa Ludwig fallin frá
Þýska óperusöngkonan Christa Ludwig er látin, 93 ára að aldri. Ludwig, sem var ein fremsta messósópran heims, lést á heimili sínu nærri austurrísku höfuðborginni Vín á laugardag.

Kentucky-strákur sem ætlaði í nýliðaval NBA lést aðeins nítján ára
Terrence Clarke, fyrrverandi leikmaður Kentucky háskólans sem ætlaði í nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta, lést í bílslysi í Los Angeles í gær. Hann var nítján ára.

Maðurinn á bak við Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart látinn
Popp- og rokklagahöfundurinn Jim Steinman er látinn, 73 ára að aldri. Steinman samdi ógleymanleg lög eins og Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart. Tilkynning um andlátið var birt á Facebook síðu lagahöfundarins litríka.

Sigurður Pétursson er látinn
Sigurður Pétursson, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, golfkennari og fararstjóri, er látinn sextugur að aldri. Sigurður lést í gærmorgun að því er segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans á Facebook.

Forseti Tjad féll í átökum við uppreisnarmenn
Idriss Deby, forseti Tjad, er dáinn. Hann er sagður hafa dáið vegna sára sem hann hlaut þegar hann heimsótti víglínu hers Tjad og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins. Upplýsingar um dauða forsetans eru enn á reiki.

Filippus prins borinn til grafar
Filippus prins, maki Elísabetar Bretadrottningar, var borinn til grafar í dag. Fjöldi þeirra sem sóttu jarðarförina var takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en sýnt var frá athöfninni í beinni útsendingu.

Helen McCrory látin
Breska leikkonan Helen McCrory er látin 52 ára að aldri. Frá þessu greindi eiginmaður hennar Damian Lewis á Twitter-síðu sinni í dag. McCrory lést eftir baráttu við krabbamein.

Svikahrappurinn Bernie Madoff er dáinn
Hinn víðfrægi svikahrappur Bernie Madoff er dáinn. Hann dó fangelsi í Norður-Karólínu, þar sem hann var að afplána 150 ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikil fjársvik.

Einn þekktasti lögfræðingur Noregs myrtur í Osló
Norski lögfræðingurinn Tor Kjærvik var myrtur í íbúð í hverfinu Røa í höfuðborginni Osló í gærkvöldi. Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn.

DMX látinn 50 ára að aldri
Rapparinn, leikarinn og lagahöfundurinn Earl Simmons, betur þekktur sem DMX, lést í dag á White Planes sjúkrahúsinu. Hann hafði verið þungt haldinn á öndunarvél á gjörgæslu í nokkra daga eftir alvarlegt hjartaáfall þann 2. apríl síðast liðinn.

Filippus prins er látinn
Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára.

Söngvarinn og barnastjarnan Quindon Tarver látinn
Bandaríski söngvarinn og barnastjarnan Quindon Tarver er látinn, 38 ára að aldri. Tarver er einna þekktastur fyrir að hafa komið fram í kvikmyndinni Rómeó og Júlíu frá 1996. Söng hann þar í atriðinu þar sem Rómeó og Júlía, í túlkun þeirra Leonardos DiCaprio og Claire Danes, voru gefin saman í kirkju.

Ólympíumeistari lést af völdum veirunnar
Ungverska skotfimikonan Diána Igaly lést í gær, 56 ára að aldri, eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Twin Peaks og Seinfeld-leikarinn Walter Olkewicz látinn
Bandaríski leikarinn Walter Olkewicz, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Twin Peaks og Seinfeld, er látinn, 72 ára að aldri.

Leikarinn Paul Ritter er látinn
Enski leikarinn Paul Ritter er látinn, 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Friday Night Dinner og Chernobyl, sem og kvikmyndum um Harry Potter og James Bond.