Dagbók frá Glasgow Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015. Skoðun 7. nóvember 2021 14:31
Einkunn Íslands: Ófullnægjandi Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að mæta til leiks með gamlar tuggur á loftslagsráðstefnuna COP26 í Glasgow. Þau markmið sem ráðherrar Íslands halda á lofti eru engan veginn nógu metnaðarfull né heldur endurspegla þau það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum. Skoðun 3. nóvember 2021 08:00
Meina þingmenn það sem þeir sögðu? Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Miðað við þau áform sem eru á teikniborðinu stefnir heimurinn í að framleiða rúmlega tvöfalt meira jarðefnaeldsneyti árið 2030 en þarf til að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5°C Skoðun 21. október 2021 13:00
Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. Skoðun 18. október 2021 12:00
Skýrasti valkosturinn fyrir loftslagið „Ég hef engin völd,“ sagði einn ræðumanna á loftslagsverkfallinu á Austurvelli í hádeginu í gær. Þar hefur ungt fólk komið saman í hverri viku til að vekja stjórnmálafólk af þeim doða sem hefur ríkt í loftslagsmálum. Skoðun 25. september 2021 09:00
Hvar ætla milljón ökumenn að keyra? Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag? Skoðun 22. september 2021 13:16
Tuttugu aðgerðir - Ekkert kjaftæði Píratar leggja sérstaka áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og var stefna flokksins talin sú metnaðarfyllsta af Ungum umhverfissinnum. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru tækifæri til góðra breytinga á samfélaginu - baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir sanngjarnari heimi, samfélagi sem tekur meira tillit til fólks og náttúru. Skoðun 20. september 2021 20:00
Mannréttindi fyrir dósir „Það er bara pínu þannig að fatlað fólk má ekki hafa gaman – allavega ætla Sjúkratryggingar ekki að taka þátt í því.“ Þetta sagði aðstandandi fatlaðs barns við mig í vor – og eftir að hafa séð hvað það hefur þurft að kljást við hjá hinu opinbera kemur þessi upplifun mér lítið á óvart. Skoðun 29. ágúst 2021 11:00
Tíðindi dagsins kalla á kjarkaða ríkisstjórn „Loftlagsbreytingarnar eru hér, í dag. Við erum líka hér, í dag. Ef við bregðumst ekki við, hver á þá að gera það?“ Svona orðaði einn höfunda skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna það í dag þegar hún var. Skoðun 9. ágúst 2021 12:01
Sum atkvæði eru jafnari en önnur Þegar stjórnarþingmenn hafna góðum tillögum þykir oft þægilegt að skýla sér bakvið þingtæknileg formsatriði. Það stenst sjaldnast skoðun. Skoðun 2. ágúst 2021 14:30
Auðvitað eigum við að banna olíuleit Tækifæri framtíðarinnar eru græn. Það er ekki aðeins siðferðislega rétt að setja loftslagsmálin á oddinn, vitandi hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa þegar haft og munu hafa ef ekki verður breytt um kúrs, heldur jafnframt efnahagslega gáfulegt. Skoðun 3. júlí 2021 11:01
Berjumst gegn bakslaginu Í faraldrinum hefur orðið bakslag í jafnréttismálum um allan heim, sem birtist m.a. í auknu heimilisofbeldi á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir að faraldurinn hafi gert illt verra voru engu að síður blikur á lofti í jafnréttismálum áður en fyrsta covid-veiran skaut upp kollinum. Skoðun 15. apríl 2021 15:01
Þingið gerði mistök Þegar okkur verður á í messunni er best að viðurkenna það. Það er mannlegt að gera mistök og þá er rétt að horfast í augu við þau, biðjast afsökunar og bæta ráð sitt. Við Alþingismenn gerðum mistök og nú gefst okkur tækifæri til að bæta upp fyrir þau. Skoðun 15. mars 2021 15:00
Markmiðin sem birtust fyrir tilviljun Eitt það mikilvægasta í Parísarsamkomulaginu er að aðildarríkin, Ísland þar með talið, voru sammála um að gera sífellt betur í loftslagsmálum. Þess vegna er ætlast til þess að lönd skili inn uppfærðum landsmarkmiðum um samdrátt í losun á fimm ára fresti, þar sem metnaðurinn er aukinn frá síðustu útgáfu. Skoðun 19. febrúar 2021 13:00
Hvalir og selir: dýrin sem ríkisstjórnin skilur eftir Hvalveiðar byggja á rúmlega 70 ára gömlum lögum og lagaramminn utan um seli teygir sig að hluta 700 ár aftur í tímann. Óháð því hvort við viljum leyfa hvalveiðar eða ekki, þá er deginum ljósara að lögin utan um þessar tegundir sjávarspendýra eru löngu úrelt. Skoðun 29. janúar 2021 12:00
Flóttabörnin sem ekki fá að tala Á afmælisdegi barnasáttmálans er gott að skoða hvernig við stöndum okkur að fara eftir ólíkum þáttum hans. Skoðun 20. nóvember 2020 16:01
Brostin loforð við flóttafólk Sú von sem við áttum til að breyta kerfinu haustið 2017 er orðin að litlu meðan Sjálfstæðisflokkurinn fær að halda sinni stefnu óbreyttri í dómsmálaráðuneytinu. Og fyrir okkur sem eitt sinn áttum heimili í Vinstri grænum er þyngra en tárum taki að sú staða sé í boði okkar gamla flokks. Skoðun 16. september 2020 16:15
Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Einstaklingur sem stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði í dag má búast við því að setjast í helgan stein í kringum árið 2070. Skoðun 12. febrúar 2020 10:30
Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. Skoðun 29. janúar 2020 14:00
Hægjum á okkur fyrir framtíðina Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Skoðun 15. desember 2019 12:30
Frá stálþræði til gervigreindar Árið 1952 varð Alþingi fyrsta þjóðþingið til að taka upp þingræður, þá á nýjustu tækni þess tíma: stálþráð. Skoðun 19. nóvember 2019 11:00
Margt sem má bæta við fæðingarorlof Í gær fékk ég mjög áhugavert og efnismikið svar við fyrirspurn um fæðingar- og foreldraorlof. Skoðun 16. október 2019 16:45
Framtíðarþjófnaður Hún er sextán ára stelpa í Svíþjóð og segist ekki vera neitt sérstaklega félagslynd. Skoðun 28. mars 2019 07:00
Setjum tappann í! Honum er viss vorkunn, kaupsýslumanninum sem fjárfesti í vídeóleigu um aldamótin. Hvernig átti hann að vita að nokkrum árum síðar yrðu vídeóleigurnar dauðar? Skoðun 7. september 2018 07:00
Þegar óttinn magnast upp Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föðurland í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og herlausu ríki. Landi "með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“. Skoðun 26. júní 2017 07:00
Stefnuleysi og metnaðarleysi í menntun Menntastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki beysin. Þessa dagana ræðir þingheimur stöðu framhaldsskólastigsins, en því miður ræðum við ekki metnaðarfulla stefnu til framtíðar heldur útfærslur. Skoðun 10. maí 2017 07:00
Ást fyrir alla Ísland steig stórt skref í átt til jafnréttis þegar ein hjúskaparlög tóku gildi árið 2010. Þar tóku þingmenn sig saman um mikla réttarbót, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Skoðun 26. september 2015 07:00
Ekki okra á örygginu :Á alþjóðlega getnaðarvarnadeginum sem haldinn var fyrr í vikunni bárust Íslendingum slæm tíðindi. Hrun hefur orðið í sölu smokka síðastliðið ár samhliða því að verð þeirra hefur tvöfaldast. Sömu sögu er að segja af öðrum getnaðarvörnum. Þetta er heilbrigðisvandamál og félagslegt mein sem verður að bregðast við. Þetta er vandamál sem snertir ungt fólk sérstaklega mikið. Þó að nú sé kreppa mega stjórnvöld ekki skorast undan því að tryggja aðgengi að ódýrum og öruggum getnaðarvörnum. Skoðun 1. október 2009 06:00