Auðvitað eigum við að banna olíuleit Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. júlí 2021 11:01 Tækifæri framtíðarinnar eru græn. Það er ekki aðeins siðferðislega rétt að setja loftslagsmálin á oddinn, vitandi hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa þegar haft og munu hafa ef ekki verður breytt um kúrs, heldur jafnframt efnahagslega gáfulegt. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Ímynd Íslands sem náttúruperla, drifin áfram af hreinum orkugjöfum, verður sífellt verðmætari og veitir Íslendingum forskot á alþjóðlegum mörkuðum. Við eigum því að halda áfram að feta þessa braut - og gefa hraustlega í. Ísland á að vera meðal grænustu ríkja heims. Borðleggjandi mál Alþingi gafst tækifæri til að senda skýr skilaboð á þessa leið áður en þingmenn fóru í sumarfrí, því í þinglokasamningunum vildu Píratar m.a. sjá til þess að Alþingi bannaði frekari olíuleit við Ísland. Að loka á olíuleit er algjörlega borðleggjandi mál. Vinnsla jarðefnaeldsneytis er á undanhaldi og allar áætlanir miða að því að ýta jarðefnaeldsneytinu út. Að veðja á olíuna núna væri því eins og að kaupa birgðir af Betamax-spólum. Veigamestu rökin eru þó að það er einfaldlega óverjandi á þessum tímapunkti, vitandi hvers loftslagið krefst af okkur, að setja stefnuna á frekari bruna jarðefnaeldsneytis. Skilaboð Alþjóðaorkumálastofnunarinnar eru alveg skýr: Umbylta þarf orkukerfi heimsins og einblína á endurnýjanlega orkugjafa - orkugjafa sem Íslendingar hafa til þessa montað sig af. Að banna frekari olíuleit við Ísland hefði því verið einfalt, eðlilegt og skýrt merki um hvaða hópi þjóða við viljum tilheyra. Hópi framsækinna, grænna og ábyrgra þjóða. Í síðasta mánuði treysti Alþingi sér ekki til að samþykkja frumvarp mitt um bann við olíuleit á Drekasvæðinu. Stjórnarliðar vildu frekar „skoða málið heildstætt“. Hvað þarf eiginlega að skoða? https://t.co/IXMvaPe2cD— Andrés Ingi (@andresingi) July 3, 2021 „Brennur á í dag“ Stjórnarflokkarnir höfðu ekki áhuga á því. Niðurstaðan varð að senda tillöguna til ríkisstjórnarinnar. Á mannamáli þýðir þetta að málið var svæft, því „þegar svona málum er vísað til ríkisstjórnar þá er aldrei fyrirfram hægt að gefa sér niðurstöðuna,“ eins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis komst að orði. Formaðurinn taldi málið ekki aðkallandi. Ólíklegt væri að olíuleitarleyfi yrðu gefin út á næstunni og „þá getur það varla verið það sem brennur á í dag“ að banna olíuleit. Með sömu rökum er þó eðlilegt að komast að þveröfugri niðurstöðu. Einmitt af því að engin olíuleit er í gangi á Drekasvæðinu þá ætti að nýta tækifærið núna og banna olíuleit, skaðinn væri enginn. En nei, stjórnarflokkarnir vilja halda möguleikanum opnum. Það „brennur á í dag“ að stöðva frekari olíuvinnslu. Norsk ungmenni eru a.m.k. þeirrar skoðunar. Þau telja að olíuleit Norðmanna brjóti á stjórnarskrárvörðum mannréttindum sínum og ætla að láta á það reyna fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta er eitt af þeim atriðum sem ungmenni hafa haldið á lofti á vikulegum loftslagsmótmælum fyrir framan Alþingishúsið. Lífvænleiki jarðar og baráttan gegn loftslagsbreytingum brennur svo sannarlega á fólki. Hver erum við? Á alþjóðasviðinu er rætt um að stofna samband ríkja og fyrirtækja sem ætla að segja skilið við olíu- og kolanotkun og hverfa frá vinnslu jarðefnaeldsneytis. Ísland þarf að taka afstöðu til þess hvort við viljum tilheyra slíkum félagsskap. Við, sem sjáum tækifærin og verðmætin í því að Ísland verði í fremstu röð í loftslagsmálum, vitum hvaða hópi við viljum tilheyra. Framtíðin verður á forsendum grænna, framsækinna og ábyrgra þjóða. Tökum því einföldu, eðlilegu og skýru afstöðuna. Bönnum olíuleit við Ísland. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Tækifæri framtíðarinnar eru græn. Það er ekki aðeins siðferðislega rétt að setja loftslagsmálin á oddinn, vitandi hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa þegar haft og munu hafa ef ekki verður breytt um kúrs, heldur jafnframt efnahagslega gáfulegt. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Ímynd Íslands sem náttúruperla, drifin áfram af hreinum orkugjöfum, verður sífellt verðmætari og veitir Íslendingum forskot á alþjóðlegum mörkuðum. Við eigum því að halda áfram að feta þessa braut - og gefa hraustlega í. Ísland á að vera meðal grænustu ríkja heims. Borðleggjandi mál Alþingi gafst tækifæri til að senda skýr skilaboð á þessa leið áður en þingmenn fóru í sumarfrí, því í þinglokasamningunum vildu Píratar m.a. sjá til þess að Alþingi bannaði frekari olíuleit við Ísland. Að loka á olíuleit er algjörlega borðleggjandi mál. Vinnsla jarðefnaeldsneytis er á undanhaldi og allar áætlanir miða að því að ýta jarðefnaeldsneytinu út. Að veðja á olíuna núna væri því eins og að kaupa birgðir af Betamax-spólum. Veigamestu rökin eru þó að það er einfaldlega óverjandi á þessum tímapunkti, vitandi hvers loftslagið krefst af okkur, að setja stefnuna á frekari bruna jarðefnaeldsneytis. Skilaboð Alþjóðaorkumálastofnunarinnar eru alveg skýr: Umbylta þarf orkukerfi heimsins og einblína á endurnýjanlega orkugjafa - orkugjafa sem Íslendingar hafa til þessa montað sig af. Að banna frekari olíuleit við Ísland hefði því verið einfalt, eðlilegt og skýrt merki um hvaða hópi þjóða við viljum tilheyra. Hópi framsækinna, grænna og ábyrgra þjóða. Í síðasta mánuði treysti Alþingi sér ekki til að samþykkja frumvarp mitt um bann við olíuleit á Drekasvæðinu. Stjórnarliðar vildu frekar „skoða málið heildstætt“. Hvað þarf eiginlega að skoða? https://t.co/IXMvaPe2cD— Andrés Ingi (@andresingi) July 3, 2021 „Brennur á í dag“ Stjórnarflokkarnir höfðu ekki áhuga á því. Niðurstaðan varð að senda tillöguna til ríkisstjórnarinnar. Á mannamáli þýðir þetta að málið var svæft, því „þegar svona málum er vísað til ríkisstjórnar þá er aldrei fyrirfram hægt að gefa sér niðurstöðuna,“ eins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis komst að orði. Formaðurinn taldi málið ekki aðkallandi. Ólíklegt væri að olíuleitarleyfi yrðu gefin út á næstunni og „þá getur það varla verið það sem brennur á í dag“ að banna olíuleit. Með sömu rökum er þó eðlilegt að komast að þveröfugri niðurstöðu. Einmitt af því að engin olíuleit er í gangi á Drekasvæðinu þá ætti að nýta tækifærið núna og banna olíuleit, skaðinn væri enginn. En nei, stjórnarflokkarnir vilja halda möguleikanum opnum. Það „brennur á í dag“ að stöðva frekari olíuvinnslu. Norsk ungmenni eru a.m.k. þeirrar skoðunar. Þau telja að olíuleit Norðmanna brjóti á stjórnarskrárvörðum mannréttindum sínum og ætla að láta á það reyna fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta er eitt af þeim atriðum sem ungmenni hafa haldið á lofti á vikulegum loftslagsmótmælum fyrir framan Alþingishúsið. Lífvænleiki jarðar og baráttan gegn loftslagsbreytingum brennur svo sannarlega á fólki. Hver erum við? Á alþjóðasviðinu er rætt um að stofna samband ríkja og fyrirtækja sem ætla að segja skilið við olíu- og kolanotkun og hverfa frá vinnslu jarðefnaeldsneytis. Ísland þarf að taka afstöðu til þess hvort við viljum tilheyra slíkum félagsskap. Við, sem sjáum tækifærin og verðmætin í því að Ísland verði í fremstu röð í loftslagsmálum, vitum hvaða hópi við viljum tilheyra. Framtíðin verður á forsendum grænna, framsækinna og ábyrgra þjóða. Tökum því einföldu, eðlilegu og skýru afstöðuna. Bönnum olíuleit við Ísland. Höfundur er þingmaður Pírata.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun