Auðvitað eigum við að banna olíuleit Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. júlí 2021 11:01 Tækifæri framtíðarinnar eru græn. Það er ekki aðeins siðferðislega rétt að setja loftslagsmálin á oddinn, vitandi hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa þegar haft og munu hafa ef ekki verður breytt um kúrs, heldur jafnframt efnahagslega gáfulegt. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Ímynd Íslands sem náttúruperla, drifin áfram af hreinum orkugjöfum, verður sífellt verðmætari og veitir Íslendingum forskot á alþjóðlegum mörkuðum. Við eigum því að halda áfram að feta þessa braut - og gefa hraustlega í. Ísland á að vera meðal grænustu ríkja heims. Borðleggjandi mál Alþingi gafst tækifæri til að senda skýr skilaboð á þessa leið áður en þingmenn fóru í sumarfrí, því í þinglokasamningunum vildu Píratar m.a. sjá til þess að Alþingi bannaði frekari olíuleit við Ísland. Að loka á olíuleit er algjörlega borðleggjandi mál. Vinnsla jarðefnaeldsneytis er á undanhaldi og allar áætlanir miða að því að ýta jarðefnaeldsneytinu út. Að veðja á olíuna núna væri því eins og að kaupa birgðir af Betamax-spólum. Veigamestu rökin eru þó að það er einfaldlega óverjandi á þessum tímapunkti, vitandi hvers loftslagið krefst af okkur, að setja stefnuna á frekari bruna jarðefnaeldsneytis. Skilaboð Alþjóðaorkumálastofnunarinnar eru alveg skýr: Umbylta þarf orkukerfi heimsins og einblína á endurnýjanlega orkugjafa - orkugjafa sem Íslendingar hafa til þessa montað sig af. Að banna frekari olíuleit við Ísland hefði því verið einfalt, eðlilegt og skýrt merki um hvaða hópi þjóða við viljum tilheyra. Hópi framsækinna, grænna og ábyrgra þjóða. Í síðasta mánuði treysti Alþingi sér ekki til að samþykkja frumvarp mitt um bann við olíuleit á Drekasvæðinu. Stjórnarliðar vildu frekar „skoða málið heildstætt“. Hvað þarf eiginlega að skoða? https://t.co/IXMvaPe2cD— Andrés Ingi (@andresingi) July 3, 2021 „Brennur á í dag“ Stjórnarflokkarnir höfðu ekki áhuga á því. Niðurstaðan varð að senda tillöguna til ríkisstjórnarinnar. Á mannamáli þýðir þetta að málið var svæft, því „þegar svona málum er vísað til ríkisstjórnar þá er aldrei fyrirfram hægt að gefa sér niðurstöðuna,“ eins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis komst að orði. Formaðurinn taldi málið ekki aðkallandi. Ólíklegt væri að olíuleitarleyfi yrðu gefin út á næstunni og „þá getur það varla verið það sem brennur á í dag“ að banna olíuleit. Með sömu rökum er þó eðlilegt að komast að þveröfugri niðurstöðu. Einmitt af því að engin olíuleit er í gangi á Drekasvæðinu þá ætti að nýta tækifærið núna og banna olíuleit, skaðinn væri enginn. En nei, stjórnarflokkarnir vilja halda möguleikanum opnum. Það „brennur á í dag“ að stöðva frekari olíuvinnslu. Norsk ungmenni eru a.m.k. þeirrar skoðunar. Þau telja að olíuleit Norðmanna brjóti á stjórnarskrárvörðum mannréttindum sínum og ætla að láta á það reyna fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta er eitt af þeim atriðum sem ungmenni hafa haldið á lofti á vikulegum loftslagsmótmælum fyrir framan Alþingishúsið. Lífvænleiki jarðar og baráttan gegn loftslagsbreytingum brennur svo sannarlega á fólki. Hver erum við? Á alþjóðasviðinu er rætt um að stofna samband ríkja og fyrirtækja sem ætla að segja skilið við olíu- og kolanotkun og hverfa frá vinnslu jarðefnaeldsneytis. Ísland þarf að taka afstöðu til þess hvort við viljum tilheyra slíkum félagsskap. Við, sem sjáum tækifærin og verðmætin í því að Ísland verði í fremstu röð í loftslagsmálum, vitum hvaða hópi við viljum tilheyra. Framtíðin verður á forsendum grænna, framsækinna og ábyrgra þjóða. Tökum því einföldu, eðlilegu og skýru afstöðuna. Bönnum olíuleit við Ísland. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Tækifæri framtíðarinnar eru græn. Það er ekki aðeins siðferðislega rétt að setja loftslagsmálin á oddinn, vitandi hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa þegar haft og munu hafa ef ekki verður breytt um kúrs, heldur jafnframt efnahagslega gáfulegt. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Ímynd Íslands sem náttúruperla, drifin áfram af hreinum orkugjöfum, verður sífellt verðmætari og veitir Íslendingum forskot á alþjóðlegum mörkuðum. Við eigum því að halda áfram að feta þessa braut - og gefa hraustlega í. Ísland á að vera meðal grænustu ríkja heims. Borðleggjandi mál Alþingi gafst tækifæri til að senda skýr skilaboð á þessa leið áður en þingmenn fóru í sumarfrí, því í þinglokasamningunum vildu Píratar m.a. sjá til þess að Alþingi bannaði frekari olíuleit við Ísland. Að loka á olíuleit er algjörlega borðleggjandi mál. Vinnsla jarðefnaeldsneytis er á undanhaldi og allar áætlanir miða að því að ýta jarðefnaeldsneytinu út. Að veðja á olíuna núna væri því eins og að kaupa birgðir af Betamax-spólum. Veigamestu rökin eru þó að það er einfaldlega óverjandi á þessum tímapunkti, vitandi hvers loftslagið krefst af okkur, að setja stefnuna á frekari bruna jarðefnaeldsneytis. Skilaboð Alþjóðaorkumálastofnunarinnar eru alveg skýr: Umbylta þarf orkukerfi heimsins og einblína á endurnýjanlega orkugjafa - orkugjafa sem Íslendingar hafa til þessa montað sig af. Að banna frekari olíuleit við Ísland hefði því verið einfalt, eðlilegt og skýrt merki um hvaða hópi þjóða við viljum tilheyra. Hópi framsækinna, grænna og ábyrgra þjóða. Í síðasta mánuði treysti Alþingi sér ekki til að samþykkja frumvarp mitt um bann við olíuleit á Drekasvæðinu. Stjórnarliðar vildu frekar „skoða málið heildstætt“. Hvað þarf eiginlega að skoða? https://t.co/IXMvaPe2cD— Andrés Ingi (@andresingi) July 3, 2021 „Brennur á í dag“ Stjórnarflokkarnir höfðu ekki áhuga á því. Niðurstaðan varð að senda tillöguna til ríkisstjórnarinnar. Á mannamáli þýðir þetta að málið var svæft, því „þegar svona málum er vísað til ríkisstjórnar þá er aldrei fyrirfram hægt að gefa sér niðurstöðuna,“ eins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis komst að orði. Formaðurinn taldi málið ekki aðkallandi. Ólíklegt væri að olíuleitarleyfi yrðu gefin út á næstunni og „þá getur það varla verið það sem brennur á í dag“ að banna olíuleit. Með sömu rökum er þó eðlilegt að komast að þveröfugri niðurstöðu. Einmitt af því að engin olíuleit er í gangi á Drekasvæðinu þá ætti að nýta tækifærið núna og banna olíuleit, skaðinn væri enginn. En nei, stjórnarflokkarnir vilja halda möguleikanum opnum. Það „brennur á í dag“ að stöðva frekari olíuvinnslu. Norsk ungmenni eru a.m.k. þeirrar skoðunar. Þau telja að olíuleit Norðmanna brjóti á stjórnarskrárvörðum mannréttindum sínum og ætla að láta á það reyna fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta er eitt af þeim atriðum sem ungmenni hafa haldið á lofti á vikulegum loftslagsmótmælum fyrir framan Alþingishúsið. Lífvænleiki jarðar og baráttan gegn loftslagsbreytingum brennur svo sannarlega á fólki. Hver erum við? Á alþjóðasviðinu er rætt um að stofna samband ríkja og fyrirtækja sem ætla að segja skilið við olíu- og kolanotkun og hverfa frá vinnslu jarðefnaeldsneytis. Ísland þarf að taka afstöðu til þess hvort við viljum tilheyra slíkum félagsskap. Við, sem sjáum tækifærin og verðmætin í því að Ísland verði í fremstu röð í loftslagsmálum, vitum hvaða hópi við viljum tilheyra. Framtíðin verður á forsendum grænna, framsækinna og ábyrgra þjóða. Tökum því einföldu, eðlilegu og skýru afstöðuna. Bönnum olíuleit við Ísland. Höfundur er þingmaður Pírata.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun