

Ég er kvíðasjúklingur og get því alltaf fundið eitthvað til þess að kaldsvitna yfir af áhyggjum, missa matarlyst af stressi og liggja andvaka heilu og hálfu næturnar.
Ég nenni ekki að tuða. Það er búið að vera svo gott veður að mér er bara slétt sama um allt þetta ástand sem hér er.
Ég átti afmæli um helgina og í tilefni af því gistu barnabörnin hjá ömmu og afa. Yfir hafragrautnum á mánudagsmorgni horfði ég á eitt þriggja ára andlit og annað fimm ára og það var verið að ræða málin.
Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár eru 47.278 Íslendingar búsettir erlendis. Þetta er um 15% þjóðarinnar sem er gríðarlega hátt hlutfall fyrir svo fámenna þjóð.
Í veðurblíðu undanfarinna vikna hef ég, kennarasonurinn, glaðst yfir því að kennarar njóti góðra daga í sumarleyfinu.
Ég hef lengi reynt að ganga í takt við þjóð mína enda er ég pólitískt rétthugsandi gamall maður. Enginn vill vera úthrópaður af feisbúkk og kommentakerfinu sem beiskt gamalmenni sem allt hefur á hornum sér.
Þrátt fyrir að tugir milljóna manna séu á flótta í heiminum eru það sögur einstaklinga sem snerta okkur mest. Ljósmyndin af Oscar Alberto og Valeriu tæplega 2 ára þar sem þau liggja á grúfu, hún með hönd um háls föður síns, birti sannleika sem við þekkjum en sjáum sjaldan.
Enn á ný hafa hugmyndir um sykurskatt komið fram. Velmeinandi fólk virðist aldrei gefast upp á því að reyna að segja fullorðnu fólki hvernig það eigi að haga sér.
Margir bændur hér í suðurhéruðum Spánar eru í viðskiptum við stórfyrirtækið Bayer. Tómatræktendur verða að kaupa frá þeim sérhannaðar plöntur og síðan fræ fyrir hverja uppskeru.
Á grunnskólaárum mínum seldu nemendur áfengi undir borði í skólasjoppunni. Þá var talið töff að vera fullur fjórtán ára. Grunnskólabarinn var vinsæll.
Við hjónin létum langþráðan draum rætast í vor og keyptum okkur notaðan húsbíl. Við sögðum hvort við annað að þá værum við frjálsir menn.
Við hjónin létum langþráðan draum rætast í vor og keyptum okkur notaðan húsbíl. Við sögðum hvort við annað að þá værum við frjálsir menn. Með farartækinu getur maður haldið hvert sem er, engum háður.
Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.
Slysin gera ekki boð á undan sér, segjum við eftir þessa liðnu hvítasunnuhelgi og horfum raunaleg á hvert annað. Það er satt. Slysin gerast á þessu skelfilega augnabliki þegar tíminn stendur í stað, allt hljóðnar og ekkert verður framar eins og áður var.
Árangur íslenskra íþróttamanna hefur verið heldur rýr í alþjóðasamhengi. Þegar taldir eru saman verðlaunapeningar á Ólympíuleikum og öðrum heimsleikum stöndum við öðrum Norðurlandaþjóðum að baki.
Þótt engin sé ég hópsálin, þá bara verð ég, eins og allir, að tala um Chernobyl-sjónvarpsþættina.
Frásögn nýstúdentsins sjarmerandi úr Menntaskólanum í Reykjavík sem útskrifaðist á dögunum úr fornmáladeild skólans sigraði hjarta mitt.
Búist er við 14% samdrætti í ferðaþjónustu í ár. Greinin er orðin svo mikilvæg efnahagslífinu að það kallar á endurskoðun á forsendum ríkisfjármála.
Þegar þarna var komið sögu kom upp í koll mér gamalt viðtal við eitt af mínum uppáhaldsskáldum, Matthías Johannessen.
Skömmu áður hafði ég lýst áhyggjum mínum af heilsu hans eftir að hafa horft á barnið sem er í yfirþyngd borða stóran snakkpoka, sextán tommu pitsu, brauðstangir og drukkið tvo lítra af gosi.
Það er þetta með tjáningarfrelsið og lýðræðið. Við erum öll sammála um að lýðræðið hvílir meðal annars á þeirri stoð að allir geti tjáð opinberlega skoðanir sínar óttalaust.
Þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla hélt ég að það gæti verið góð hugmynd að skrá mig í bókmenntafræði.
Núna er sumarið 2019 að skolast hingað upp. Sumur eru björt, ilmandi og máttug. Hvað skyldi maður eiga eftir að lifa þau mörg?
Þetta er sami læknirinn og sama aðgerðin og ég fékk að vita hjá Sjúkratryggingum að aðgerðin kostaði það sama fyrir ríkið, hvar sem hún er gerð.
Eyrarbakka skip er ókomið og hef ég því fátt tíðinda. Veit þó að fjársýkin hefur gert marga sauðlausa á Jótlandi. Annars hefur verið umhleypingasamt þar ytra en hlýtt.
Mannkynssagan geymir nöfn nokkurra afburða ræðusnillinga. Í Grikklandi hinu forna voru heimspeki og orðsnilld samofin þar sem Demosþenes bar af öðrum ræðumönnum. Sagt var að hann gæti með mælsku sinni og skarpri rökhugsun flutt fjöll úr stað.
Ég held að öll þjóðin geti tekið undir þá afstöðu Siðfræðistofnunar að þungunarrof sé sársaukamál sem þurfi vandaða og opna umræðu.
Mannlegu samfélagi er stýrt með lögum og margvíslegum hefðum og reglum. Umhverfið veit venjulega hvernig hver og einn á að haga sér og beitir félagslegum þrýstingi til að móta hvern einstakling.
Ég fylgist eins og allir hinir spenntur með dramatískum dauðateygjum Game of Thrones sem rista nú svo djúpt í sálarlíf áhorfenda að jafnvæl æðrulausir eru gengnir af göflunum og hinir óstöðugri orðnir vitstola.
Keppnir eru heillandi. Þeir í Monty Python sögðu einu sinni söguna af erfiðustu keppni í heimi, feluleik karla á Ólympíuleikunum. Heimurinn allur var undir í feluleiknum.