Jón og Reverend John Tjáningarfrelsið er á meðal mikilvægustu réttinda sem mannkynið hefur viðurkennt. Það að geta tjáð skoðun sína er einn af hornsteinum siðaðra samfélaga. Víða er tjáningarfrelsinu settar einhverjar skorður er lúta að meiðyrðum eða öðru því sem skerðir rétt annarra, þó þeir séu til sem trúa því að frelsi til að tjá skoðanir sínar eigi að vera öllu öðru æðra. Bakþankar 27. september 2011 06:00
Bókmenntasorgin Í síðustu viku fengu foreldrar og forráðamenn nemenda í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst frá kennurum þar sem þeir falast eftir bókum barnanna þeirra. Bakþankar 26. september 2011 09:03
Hnetusmjörsdagurinn Að kremja hnetur, hita þær og kæla svo úr verður einhvers konar hnetusmjör hefur verið gert í hundruðir ára. Fyrsti maðurinn sem fékk einkaleyfi á einhvers konar gumsinu var hins vegar Kanadamaðurinn Marcellus Gilmore Edson árið 1884. Fjölmargir fengu svipaðar hugmyndir og árið 1903 setti læknirinn Ambrose Straub saman vél sem kramdi hnetur svo úr varð hnetusmjör. Tilgangur vélarinnar var reyndar að koma prótíni ofan í tannlaust gamalt fólk og doktor Straub gerði sér eflaust ekki í hugarlund hversu stórkostleg hugmynd þetta bragðgóða mauk var. Bakþankar 24. september 2011 06:00
Af ástleysi kanslara og kjánapriks Silvio Berlusconi vill ekki sofa hjá Angelu Merkel. Bara alls ekki. Honum finnst hún feit og ekkert sexý. Þessu lýsti hann yfir í símtali við blaðamann, sem var með upptökutæki í gangi og hugðist nota ummælin til að kúga fé út úr forsætisráðherranum ítalska. Þýskir fjölmiðlar tóku þessum ummælum illa og fjölmiðlar annars staðar tala um hneyksli, móðgun og lítillækkun fyrir Merkel, kanslara Þýskalands, sem er sennilega valdamesta kona í heiminum. Bakþankar 23. september 2011 06:00
Sagan af ráðinu eina Einu sinni var ráð sem sumum fannst vera algjört óráð en öðrum hins vegar afar gott ráð. Það var kallað Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þetta var valdamikið ráð og ályktaði sí og æ um heimsmálin, var eiginlega hálfgert Æðstaráð. Bakþankar 22. september 2011 06:00
Ó, ó, í hættulegum heimi Ég átti leið framhjá kirkju einni mikilli í Granada um daginn. Ég var léttur í bragði enda sól í heiði og mannlífið með líflegasta móti þarna á torginu. Síðan sá ég nokkuð sem blés skýi fyrir þetta sólskinsskap mitt. Bakþankar 21. september 2011 06:00
Kristján Valur Skálholtsbiskup Skálholt er alla daga áhrifastaður en síðasta sunnudag var þar biskupsvígsla Kristjáns Vals Ingólfssonar. Söngurinn í kirkjunni var máttugur og biskupinn nýi var krossaður, skrýddur og blessaður. Staðurinn ljómaði, bænir flugu og erindið um kærleikann var boðað. Jörð og himinn föðmuðust, tími og eilífð kysstust. Fagnaðarerindi, ekki satt? Bakþankar 20. september 2011 06:00
Dýrtíðartabú Var ekki einhvern tímann ódýrt að borða fisk? Það er eins og mig rámi í það. Í það minnsta var fiskur mörgum sinnum í viku í matinn hjá flestum sem ég þekki. Jafnvel svo oft að það var sumum til ama. Í dag heitir það fagnaður ef ekki er grísahakk í kvöldmatinn. Bakþankar 19. september 2011 10:15
Misbeiting hugmyndafræðinnar Ég er sósíalisti. Ég tel að allir eigi að hafa jafnan rétt til menntunar og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Ég tel reynsluna hafa sýnt að einkarekstur á grunnþjónustu samfélagsins leiði undantekningalítið til misréttis. Markmið einkafyrirtækja er að skila hagnaði og sumt á að mínum dómi einfaldlega ekki að skila hagnaði. Bakþankar 17. september 2011 06:00
Kalkúnar og fávísar fjölskyldur Rithöfundurinn og tölfræðingurinn Nassim Taleb setti fram áleitna dæmisögu í bók sinni The Black Swan frá árinu 2007. Setjum okkur í spor kalkúns sem verið er að ala upp til slátrunar. Á hverjum degi kemur til kalkúnsins vingjarnlegur bóndi sem gefur honum að borða. Með hverjum deginum sem líður verður kalkúnninn öruggari með tilveru sína og traust hans á bóndanum vex. Þar til svo bóndinn kemur einn daginn og slátrar kalkúninum. Hver er lexían? Jú, það er varasamt að búast við því að framtíðin verði eins og fortíðin. Bakþankar 16. september 2011 06:00
Konur eru konum bestar Snyrtivörur, útlit, líkamsrækt og kynlíf. Þetta eru yfirlýst efnistök skemmtiþáttar sem hefur á göngu sína á Skjá einum í næstu viku og ætlaður er konum. Hafa margar konur gagnrýnt stöðina fyrir að láta svo einstrengingslegar staðalhugmyndir um konur og hugðarefni þeirra liggja til grundvallar gerð dagskrár fyrir þær. Í umræðunni sem fylgt hefur í kjölfarið hefur klisjunum um þessar kvenréttindakonur kyngt niður eins og skæðadrífu. Tvennt ber þar hæst. Annars vegar hefur það þótt grafa undan gagnrýni kvennanna að sumar gangi þær með varalit og séu jafnvel „sætar“. Hins vegar hefur rökum þeirra verið mætt með einum óviðfelldnasta frasa íslenskrar tungu: „Konur eru konum verstar.“ Bakþankar 14. september 2011 06:00
Angrið sem fylgir farangri Í síðustu viku hélt ég til London og hafði með mér níðþunga ferðatösku. Hún hafði að geyma 30 eintök af örþunnri ljóðabók sem tóku furðumikið í. Ég ferðaðist með fargið í lest norður til Wales þar sem mér bauðst ákaflega spartanskt herbergi í ritlistarskóla. Á skólabókasafninu fékk ég lánaðar tvær bækur; A Room with a View eftir E.M. Forster og The Bloody Chamber eftir Angelu Carter. Þá síðarnefndu las ég en bók E.M. Forsters notaði ég til að drepa köngulærnar sem komið höfðu sér fyrir uppi í loftinu í herberginu mínu. Bakþankar 12. september 2011 07:00
Karlar sem mata konur Mögulega hef ég leitað á röngum stöðum, en mér sýnist við vera að ala upp heilu kynslóðirnar af konum sem kunna ekki að elda. Í gegnum tíðina hef ég þurft að leiða stúlkur að eldavélum, kynna þær fyrir þeim og fullvissa um að það sé ekkert að óttast. Ég hef hlotið standandi lófaklapp fyrir að sjóða pasta og séð aðdáun skína úr augum yngismeyjar eftir að ég hrærði egg, saltaði það og pipraði. Bakþankar 10. september 2011 06:00
Þunglynd herðatré Haustið er doppótt. Doppur eru skemmtilegar. Þær lífga upp á umhverfið og eru oft í skemmtilegum litum. Enska orðið yfir doppumynstur er „polka dot", mjög glaðlegt orð. Doppur eru gleði. Ég, viðskiptavinkonan sem hlýtur að eiga að kaupa doppóttu fötin, kaupi það. En á tískusýningunum þar sem doppurnar voru kynntar var gleðin sem fyrr fjarri góðum leiða. Bakþankar 9. september 2011 06:00
Tommi og Jenni úti á sjó Vá, var ekki gaman að vera krakki og búa í svona litlum bæ úti á landi?“ Vinir mínir úr Reykjavík horfðu spenntir á mig þar sem við ókum niður á höfn á Akranesi. "Já, vera úr svona bæ en ekki bara einhverju hverfi!“ héldu þeir áfram með glampa í auga. "Þegar tveir úr svona bæ hittast verður til allt önnur tenging en þegar einhver rekst á annan úr öðru hverfi í Reykjavík og þeir byrja að spjalla. Já, frábært, ertu úr Grafarvoginum?“ Bakþankar 8. september 2011 06:00
Kurteisisgjafir Gjafir geta verið gríðarlega vandasamt fyrirbæri. Sá sem gefur eða þiggur getur orðið fastur í svo flóknu mynstri að það væri hrein guðsgjöf að losna úr því. Bakþankar 7. september 2011 11:00
Kaldur hugur og hlýtt hjarta Paul Ricoeur var einn áhugaverðasti heimspekingur Frakka á tuttugustu öld. Bækur hans rötuðu víða og hugmyndir hans höfðu áhrif í mörgum fræðagreinum. Áður en hann lét af störfum var hann til dæmis um tíma prófessor við guðfræðideild Chicago-háskóla. Fræðasvið Ricoeurs var vítt og hér verður aðeins vikið að hvernig hann ræddi um tvær víddir í gagnrýni hugmynda. Bakþankar 6. september 2011 06:00
Nokkrar misskildar vikur Árið 1987, í sumarfríi á Spáni, var ofboðslega fallegur stuttermabolur keyptur handa mér á einhverjum götumarkaði. Hann var hvítur með alls kyns skemmtilegum fígúrum í bleikum, gulum og grænum neonlitum sem voru mjög vinsælir á þessum tíma. Ég, 10 ára gömul, var alsæl með bolinn og gekk í honum allan tímann. Bakþankar 5. september 2011 08:00
Handritshöfundurinn 2011 Handritshöfundurinn 2011 sat við tölvuskjáinn og las yfir byrjunina á sjónvarpsþættinum sem hann hafði skrifað: „Jón lögregluforingi stóð yfir líkinu. Morðið hafði verið óvenjulegt og frumlegt. Verst að götulöggan hafði spillt vettvangnum. Nýliðinn í hópnum kastaði upp. Aðrir í hópnum voru drykkfelldur ruddi, kvennabósi og ung stúlka sem átti erfitt uppdráttar innan lögreglunnar vegna kynferðis síns. Sjálfur glímdi Jón við vandræði í einkalífinu.“ Bakþankar 3. september 2011 06:00
Bauðstu góðan daginn? Góðan daginn–dagurinn var í Reykjavík í gær. Þetta vissi ég ekki fyrr en langt var liðið á dag. Þá rakst ég óvart á myndband af borgarstjóra með risanef bjóða okkur góðan daginn. Í myndbandinu óskar hann okkur til hamingju með daginn og hálfpartinn stærir sig af því hversu vel tókst til í fyrra. Bakþankar 2. september 2011 06:00
Sólskin í skúffunum "Sumarið kom aldrei og nú er komið haust, það er ekki búandi á þessu grjótkalda skeri,“ heyri ég nöldrað í kringum mig. Ég get orðið móðguð yfir þessu tuði og þreytt á staglinu um að allt sé ómögulegt á Íslandi, ekki bara veðrið. En stundum tek ég sjálf undir nöldrið af fullum móð, þegar þannig liggur á mér. Enda var nú óvenju kalt í sumar! Bakþankar 1. september 2011 06:00
Spilling fyrir opnum tjöldum Það var af ákafri vandlætingu sem ég hristi höfuðið er kunningi minn frá Íran sagði mér sögu frá heimalandi sínu. Sem nemandi í eðlisfræði við Háskólann í Teheran á níunda áratugnum varð hann var við að framgangur stúdenta við útskrift hélst ekki í hendur við frammistöðu í námi heldur hversu mikinn þátt menn tóku í starfi íslamista. Af gremju fylgdust þeir sem ekki voru í klíkunni með embættismannakerfi borgarinnar fyllast af misvanhæfum flokksgæðingum. Bakþankar 31. ágúst 2011 06:00
Þjóðin, það er ég Skakkaföll kalla ungir sjálfstæðismenn efnahagshrun heillar þjóðar. Þetta væri næstum broslegt ef þetta væru ekki þeir sem valdastöður flokksins munu erfa sem í hlut ættu. Erfa þær frá þeim sem bjuggu til það kerfi sem gerði hrunið mögulegt. Þannig er striki slegið yfir söguna í ungæðislegum ákafa SUS-aranna við að útmála þá sem nú eru við stjórnvölinn sem handbendi andskotans. Bakþankar 30. ágúst 2011 07:00
Borg fyrirferðar Það er orðið algengt að fjölmiðlar geri stöðumælasektir að sérstöku umfjöllunarefni að loknum íþróttakappleikjum, útitónleikum og öðrum uppákomum hér á landi. Bakþankar 29. ágúst 2011 06:00
Einræðistrúðar Sennilega má slá því föstu að valdatíð Muammar al-Gaddafi í Líbíu sé á enda runnin. Uppreisnarmönnum hefur að vísu ekki tekist að hafa hendur í hári hans en þess virðist ekki lengi að bíða. Uppreisnarmennirnir í Líbíu hafa náð tökum á húsakynnum hans og birti Sky-fréttastofan á fimmtudag viðtal við skælbrosandi uppreisnarmann sem hafði lagt hald á hatt og veldissprota einræðisherrans. Uppreisnarmaðurinn hugðist gefa föður sínum hattinn. Enn forvitnilegri var þó annar fundur í húsinu; myndaalbúm fullt af myndum af Condoleezzu Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ekki hefur komið fram hvað eiginkonu Gaddafís fannst um albúmið. Bakþankar 27. ágúst 2011 06:00
Lífið er plastfiskur Lífið er ekki lengur saltfiskur. Lífið er plast. Tölvurnar okkar, símarnir, leikföng, hjólahjálmar, bílar, flugvélar, föt, húsgögn, rafmagnssnúrur, barbídúkkur, málning... Sumt af því sem við fyrstu sýn virðist vera úr tré eða málmi er í raun úr plasti. Flestur neysluvarningur er vafinn inn í mörg lög af plasti og síðan settur í plastpoka til að auðvelda heimflutning. Plastást heimsins er afar rökrétt. Það er svo auðvelt að nota plast, þægilegt að láta það passa inn í líf sitt. Það er mótanlegt, einangrar vel, er létt, sveigjanlegt, ryðgar ekki og er auðvelt að þrífa. Svo er það yfirleitt ódýrt, oft litskrúðugt og lítil lykt af því. Plast er manngert efni, búið til úr olíu en það er hægt að búa allt til úr plasti. Bakþankar 26. ágúst 2011 06:00
Óvænta kreppuráðið Er hægt að stunda ókeypis sport þar sem hverjum og einum er frjálst að gera nákvæmlega eftir eigin getu og fá um leið dagsskammt af nauðsynlegu, fersku lofti? Svarið er já. Bakþankar 25. ágúst 2011 06:00
Fyndni fulli kallinn Á mínum bernskuárum hafði ég óskaplega gaman af fullum körlum. Það var hreinn hvalreki fyrir okkur krakkana í þorpinu þegar við fundum karla sem höfðu slysast til að vera ölvaðir á kristilegum tíma. Vorum við þá ekki lengi að fjölmenna í kringum þessa ólánsömu menn sem létu kjánalega okkur krökkunum til ómældrar kátínu. Samtal þeirra og hátterni allt var svo absúrd að úr varð hin mesta skemmtan. Bakþankar 24. ágúst 2011 06:00
Stóru draumarnir? Hvað er á bak við drauma um ríkidæmi, "ógeðslega flott hús“, komast á heimsmeistaramótið í skák eða að taka í höndina á Alex Ferguson og Manchester United-liðinu? Draumar unga fólksins á fermingaraldri voru kortlagðir og niðurstaðan er stórmerkileg. Bakþankar 23. ágúst 2011 06:00
Ævintýralandið Pólland Mig mætti mögulega kalla Austur-Evrópu perra því ég er afskaplega hrifin af öllu sem tengist því svæði, sama hvort það er menningin, sagan, fólkið eða maturinn. Samt hafði ég aldrei komið til Austur-Evrópu fyrr en nú í ágúst þegar ég heimsótti Pólland. Bakþankar 22. ágúst 2011 11:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun