

Besta deild karla
Leikirnir

Sveinn svarar Arnari: „Alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár“
Sveinn Arnarsson, fjórði dómari í leik KA og KR í Bestu deild karla á dögunum, hefur svarað ummælum Arnars Grétarssonar, sem sá síðarnefndi lét falla í Þungavigtinni í dag.

Lennon nú aðeins fimm mörkum frá markameti bikarkeppninnar
Steven Lennon skoraði þrjú mörk fyrir FH-inga í 4-2 sigri á Kórdrengjum í átta liða úrslitum Mjólkursbikars karla í gærkvöldi og stók stórt stökk á listanum yfir þá markahæstu í sögu bikarsins.

Arnar rak fjórða dómarann út af skrifstofu í KA-heimilinu daginn eftir leik
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segist hafa farið langt yfir strikið í mótmælum sínum í leiknum gegn KR í Bestu deild karla. Hann vísaði fjórða dómara leiksins út af skrifstofu í KA-heimilinu daginn eftir.

Búinn að skora meira en fimm sinnum fleiri mörk í ár en í fyrra
KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var enn á ný á skotskónum í gærkvöldi þegar KA-liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

„Þá þarf að taka þessa aganefnd og sópa henni allri út á haf“
Mikið hefur verið rætt og ritað um samskipti Arnars Grétarssonar og Sveins Arnarssonar, fjórða dómara í leik KA og KR á dögunum, eftir að sá fyrrnefndi var dæmdur í fimm leikja bann. Rikki G, Mikael og Kristján Óli í Þungavigtinni létu ekki sitt eftir liggja í umræðunni.

Yngstu leikmenn í sögu ÍA og KR koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum
Fornu fjendurnir KR og ÍA hafa bæði valdið vonbrigðum það sem af er sumri í Bestu deild karla í fótbolta. KR-ingar eru þó að því virðist að vakna af værum blundi á meðan ÍA er fast við botninn. Bæði lið hafa þó gefið mjög svo ungum leikmönnum nokkrar mínútur í sumar, mínútur sem skiluðu drengjunum í sögubækurnar.

„KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“
KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net.

Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki
Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar.

Markasyrpan: Sextánda umferð bauð upp á 26 mörk
Hvorki meira né minna en 26 mörk voru skoruð í sextándu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu sem var leikin seinustu tvo daga.

Arnar úrskurðaður í fimm leikja bann og KA fær sekt
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var í dag úrskurðaður í fimm leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir framkomu sína í garð dómara í leik liðsins gegn KR fyrir rúmri viku síðan.

Stóru málin: Er Fram öruggt? Er KA í titilbaráttu? Má tala um að markametið falli í lengri deild?
Eins og svo oft áður voru „Stóru málin“ tekin fyrir í Stúkunni: Er Fram búið að bjarga sér, er KA í titilbaráttu og hver er uppáhaldsleikmaður sérfræðinganna í Bestu deild karla í fótbolta. Þetta og meira til var til umræðu í Stúkunni eftir síðustu umferð Bestu deildarinnar.

Vont verður verra fyrir FH: Tímabilinu lokið hjá Loga
Logi Hrafn Róbertsson, einn besti leikmaður FH, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili. Hann gekkst undir aðgerð í gær vegna ristarbrots.

Sjáðu vítaklúðrið, Skagamanninn klára Skagamenn og gjöf Leiknis í lokin
Sextándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og bættust þar sex mörk fyrir þau tuttugu sem voru skoruð í gær.

Arnór Smárason: Þetta var í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli í meistaraflokki
Skagamaðurinn Arnór Smárason skoraði sigurmark Vals á Akranesi í kvöld í sínum fyrsta leik á ferlinum á Akranesvelli. Hann var ánægður með leikinn.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-Valur 1-2 | Valsmenn taplausir undir stjórn Óla Jó
Valur fer vel af stað undir stjórn Ólafs Davíðs Jóhannessonar en liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 2-1, á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld.

„Við erum öflugir í lok leikja“
„Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld.

Ólafur Jóhannesson: Þá líður mönnum betur og þá brosa allir eins og ég geri núna
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var glaður í bragði eftir 2-1 sigur sinna manna á Akranesi í kvöld. Annar sigurleikur Vals sem unnu FH í síðustu umferð.

Umfjöllun og viðtöl: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu
Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins.

Stefán Árni ekki með gegn ÍBV vegna agabanns
KR vann 4-0 sigur á ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudagskvöld. Athygli vakti að Stefán Árni Geirsson, sem hefur verið að koma til baka eftir meiðsli, var ekki í leikmannahóp KR. Hann var í agabanni.

Leiknir getur sent FH í fallsæti með sigri á Keflavík
Leiknir Reykjavík tekur á móti Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fari svo að heimamenn landi sigri þá fara þeir upp fyrir FH í töflunni og senda Hafnfirðinga þar með í fallsæti.

Fannst Blikar lúnir í Garðabænum: „Þeir geta verið þreyttir í nóvember“
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, sá greinileg þreytumerki á leikmönnum Breiðabliks í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær.

Markaveislan í gær: Stjörnuhrap Blika, þrenna Atla fyrir KR, dramatík í Úlfarsárdalnum og KA sigur í Krikanum
Það vantaði ekki mörkin í Bestu deild karla í gær þegar sextánda umferðin fór af stað með fjórum flottum leikjum.

Umfjöllun og viðtöl: Fram 3-3 Víkingur | Fram náði stig eftir mikla dramatík
Fram og Víkingur skildu jöfn, 3-3, eftir fjörugan leik í Úlfarsárdal í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar komu til baka eftir að hafa lent undir áður en Fram jafnaði í lokin.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 5-2 | Fimm Stjörnu frammistaða í Garðabænum
Stjarnan tók Breiðabliki í kennslustund í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 5-2 fyrir heimamenn en spilað var í Garðabænum. Ég er ekki viss um að Stjörnumenn hafi spilað betur í sumar og Blikar áttu bara hreinlega engin svör.

Eggert Aron: „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna“
Eggert Aron Guðmundsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins þegar Stjarnan vann Breiðablik 5-2 í 16. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Kappinn skoraði tvö mörk og var duglegur í að hjálpa til í varnarleiknum og átti gott samspil við félaga sína.

Umfjöllun og viðtöl: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga
FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs.

Eiður Smári: „Það er pressa á okkur öllum“
Eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli eru FH-ingar að stimpla sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar, staða sem Hafnfirðingar eru ekki vanir að sjá. Í sjö leikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen hefur FH einungis safnað 0,43 stigum á leik.

Atli Sigurjónsson: „Held að ég hafi skorað lúmskt mörg með hægri"
Atli Sigurjónsson lék á als oddi þegar KR vann ÍBV með fjórum mörkum gegn engu í Bestu deild karla í fótbotla í kvöld. Atli skoraði þrennu í leiknum og er nú orðinn markahæsti leikmaður KR í deildinni í sumar.

Umfjöllun: KR - ÍBV 4-0 | Atli setti upp sýningu á Meistaravöllum
KR-ingar unnu sannfærandi 4-0 sigur þegar liðið fékk ÍBV í heimsókn á Meistaravelli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði þrennu í leiknum eftir að Sigurður Bjartur Hallsson hafði komið KR á bragðið.

Óskar „heyrði einu sinni í“ Norrköping en tekur ekki við liðinu
Nú virðist útséð um að Óskar Hrafn Þorvaldsson verði næsti þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Norrköping. Hann gaf enda lítið fyrir orðróminn, aðspurður um hann í gær.