Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hörpu vantar fimm mörk til að ná Helenu

    Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 28 mörk í Pepsi-deild kvenna í sumar og hefur skoraði 51 mark síðan að hún varð mamma í apríl 2011. Harpa bætti í sumar metið yfir flest mörk hjá mömmu á einu tímabili en á enn eftir að ná Helenu Ólafsdóttur yfir flest mörk sem móðir.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Markahæsta mamman

    Harpa Þorsteinsdóttir bætti mömmu-markamet Ástu B. Gunnlaugsdóttur um átta mörk í sumar en engin móðir hefur skorað jafnmikið á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. Harpa skoraði 28 mörk í 18 leikjum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Shaneka og Vesna áfram í Eyjum

    Shaneka Gordon og Vesna Smiljkovic framlengdu á dögunum samninga sína við ÍBV til eins árs. Þær hafa verið í lykilhlutverkum hjá liðinu undanfarin ár.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vill fleiri Stjörnustelpur í landsliðið

    Kvennalið Stjörnunnar fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 6-0 slátrun á grönnum sínum í Breiðabliki í gær. Stjarnan vann alla átján leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Hvort tveggja er einsdæmi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Með fótboltann í blóðinu

    Kvennalið ÍA í knattspyrnu endurnýjar kynnin við efstu deild að ári. Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari liðsins, vill að vel verði haldið utan um unga leikmenn liðsins sem hafa spilað saman frá því í 6. flokki.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fylkiskonur unnu 1. deildina

    Fylkir tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í dag eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik en bæði liðin voru búin að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Eyjakonur unnu mikilvægan sigur á Blikum

    Eyjakonur lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um annað sæti Pepsi-deildar kvenna í dag þegar liðið vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Eyjum í dag. ÍBV hefur eins stigs forskot á Val en Valur vann 3-1 útisigur á FH á sama tíma.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    HK/Víkingur enn á lífi í Pepsi-deild kvenna

    HK/Víkingur vann 4-1 sigur á botnliði Þróttar í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag en Fossvogsliðið á því enn möguleika á því að bjarga sér frá falli. HK/Víkingur er nú með tíu stig eða þremur stigum meira en Afturelding sem á leik inni seinna í dag.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þór/KA mætir Stjörnubönunum frá Rússlandi

    Þór/KA lenti á móti Zorkiy Krasnogorsk frá Rússlandi þegar dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Nyon í dag. Þór/KA er fulltrúi Íslands í Evrópukeppninni í ár en félagið tryggði sér farseðilinn með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þór/KA gæti mætt Söru og Þóru

    Íslandsmeistararnir sumarið 2012, Þór/KA, verða í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á fimmtudaginn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Löng bið Elínar Mettu á enda

    Valskonan Elín Metta Jensen skoraði tvö langþráð mörk í 6-0 sigri Vals á HK/Víkingi í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Elín Metta er áfram önnur markahæst í deildinni, nú með 14 mörk, en hún var engu að síður búin að bíða lengi eftir marki.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þór/KA vann á Selfossi

    Akureyringar gerðu sér góða ferð suður og unnu 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi deild kvenna í dag. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í fimmta og sjötta sæti.

    Íslenski boltinn