
Þorlákur: Ég hef ekki talað við nein félög
Þorlákur Árnason tilkynnti í dag að hann væri hættur að þjálfa kvennalið Stjörnunnar í knattspyrnu. Hann getur gengið stoltur frá borði enda varð lið hans Íslandsmeistari í sumar með fullt hús stiga.
Þorlákur Árnason tilkynnti í dag að hann væri hættur að þjálfa kvennalið Stjörnunnar í knattspyrnu. Hann getur gengið stoltur frá borði enda varð lið hans Íslandsmeistari í sumar með fullt hús stiga.
Þorlákur Árnason, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar í knattspyrnu kvenna, verður ekki áfram með liðið.
Edda Garðarsdóttir skrifaði í gær undir 2 ára samning við Val sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Hún verður Helenu Ólafsdóttur til halds og trausts.
Lokahóf meistaraflokka karla og kvenna í knattspyrnu hjá ÍBV fór fram um helgina. Þar voru sýnd uppgjörsmyndbönd frá sumrinu.
Knattspyrnusamband Íslands mun gera upp knattspyrnutímabilið á fimmtudagskvöldið kemur en afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2013 fer þá fram í höfuðstöðvum KSÍ. Keppni í Pepsi-deild karla lauk um síðustu helgi en stelpurnar höfðu lokið keppni 15. september síðastliðinn.
Bojana Besic hefur verið ráðinn yfirþjálfari kvennaflokka KR í knattspyrnu.
Glæstum landsliðsferli Katrínar Jónsdóttir lauk á Laugardalsvelli í kvöld. Þá spilaði hún landsleik númer 133. Enginn Íslendingur hefur spilað fleiri A-landsleiki í knattspyrnu.
Kvennalið FH í Pepsi-deildinni leitar nú að nýjum þjálfara en FH sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem kom fram að Guðrún Jóna Kristjánsdóttir væri hætt þjálfun liðsins.
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 28 mörk í Pepsi-deild kvenna í sumar og hefur skoraði 51 mark síðan að hún varð mamma í apríl 2011. Harpa bætti í sumar metið yfir flest mörk hjá mömmu á einu tímabili en á enn eftir að ná Helenu Ólafsdóttur yfir flest mörk sem móðir.
Harpa Þorsteinsdóttir bætti mömmu-markamet Ástu B. Gunnlaugsdóttur um átta mörk í sumar en engin móðir hefur skorað jafnmikið á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. Harpa skoraði 28 mörk í 18 leikjum.
Shaneka Gordon og Vesna Smiljkovic framlengdu á dögunum samninga sína við ÍBV til eins árs. Þær hafa verið í lykilhlutverkum hjá liðinu undanfarin ár.
Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir magnaðan feril. Leikmaðurinn átti stóran þátt í því að lyfta kvennalandsliðinu á þann stall sem það er á í dag. Edda er næstleikjahæsti leikmaður landsliðsins í sögunni.
Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna.
Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is.
Kvennalið Stjörnunnar fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 6-0 slátrun á grönnum sínum í Breiðabliki í gær. Stjarnan vann alla átján leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Hvort tveggja er einsdæmi.
Stjarnan í Garðabæ fagnaði Íslandsmeistaratitli sínum vel og innilega í Garðabæ í dag.
Nýliðar HK/Víkings lögðu Aftureldingu 2-1 í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Liðið féll engu að síður úr deildinni.
Stjarnan fullkomnaði tímabilið í Pepsi-deild kvenna í dag þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Blikum, 6-0, á Samsung-vellinum í Garðabæ. Liðið vann alla leiki tímabilsins og hafnaði því í langefsta sæti deildarinnar með 54 stig.
Valur vann 4-0 sigur á Selfossi og Þór/KA lagði ÍBV 3-1 í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag.
Stelpurnar í Þór/KA voru í miklu stuði í kvöld er þær sóttu bikarmeistara Breiðabliks heim í Kópavoginn.
Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Úrslit deildarinnar eru reyndar ráðin en Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á dögunum.
Þór/KA slátraði Breiðablik, 1-5, í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspynu á Kópavogsvelli í kvöld.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar munu veita bikarnum viðtöku að loknum leik liðsins gegn Breiðabliki á sunnudaginn.
Kvennalið ÍA í knattspyrnu endurnýjar kynnin við efstu deild að ári. Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari liðsins, vill að vel verði haldið utan um unga leikmenn liðsins sem hafa spilað saman frá því í 6. flokki.
Fylkir tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í dag eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik en bæði liðin voru búin að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.
Eyjakonur lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um annað sæti Pepsi-deildar kvenna í dag þegar liðið vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Eyjum í dag. ÍBV hefur eins stigs forskot á Val en Valur vann 3-1 útisigur á FH á sama tíma.
HK/Víkingur vann 4-1 sigur á botnliði Þróttar í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag en Fossvogsliðið á því enn möguleika á því að bjarga sér frá falli. HK/Víkingur er nú með tíu stig eða þremur stigum meira en Afturelding sem á leik inni seinna í dag.
Þór/KA og Afturelding skildu jöfn í 16. umferð Pepsi deildar kvenna á Þórsvellinum í dag en leikurinn lauk með 1-1 jafntefli.
Þór/KA lenti á móti Zorkiy Krasnogorsk frá Rússlandi þegar dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Nyon í dag. Þór/KA er fulltrúi Íslands í Evrópukeppninni í ár en félagið tryggði sér farseðilinn með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.
Fylkir tryggði sér í vikunni sæti í efstu deild kvenna í knattspyrnu á ný. Anna Björg Björnsdóttir hefur raðað inn mörkunum í sumar.