„Ekki eitthvað sem allir foreldrar myndu leyfa“ Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni og Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki settust niður með Helenu Ólafsdóttur til að hita upp fyrir 7. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena nýtti tækifærið til að kynnast þeim betur og komst að því hversu ung Sædís var þegar hún neyddist til að flytja í Garðabæ til að geta spilað fótbolta. Íslenski boltinn 6. júní 2023 13:01
Berglind Rós til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals Valur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna í knattspyrnu en Berglind Rós Ágústsdóttir hefur samið við liðið út tímabilið. Frá þessu greindi Valur fyrr í kvöld. Íslenski boltinn 5. júní 2023 21:31
Laganna vörður innan vallar sem utan Soffía Ummarin Kristinsdóttir er ein fárra kvenna sem dæma fótboltaleiki á efsta getustigi hér á landi. Hún nýtur sín vel í dómarahlutverkinu og stefnir hátt. Íslenski boltinn 5. júní 2023 09:00
Kjóstu besta leikmann maí í Bestu deildinni Fjórir leikmenn eru tilnefndir sem besti leikmaður maí í Bestu deild kvenna í fótbolta og nú geta lesendur Vísis kosið um hver þeirra skaraði fram úr. Íslenski boltinn 2. júní 2023 11:31
Sjáðu markaveislu Fylkis og KR í Árbænum og mörkin úr FH-sigri á Akureyri Fylkir og KR buðu upp á sex marka leik í Lautinni í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og það er ekki hægt að segja annað en Vesturbæingar séu farnir að finna markið aftur. Fótbolti 2. júní 2023 09:01
„Við erum með í mótinu“ Ég er gríðarlega ánægður. Það að fara með þrjú stig héðan er frábært. Þetta er erfiður heimavöllur að koma á og það er erfitt að mæta flottu liði Þór/KA, sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH eftir 2-0 sigur á Þór/KA á Akureyri í dag. Sport 1. júní 2023 21:22
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FH 0-2 | Hafnfirðingar gerðu góða ferð norður FH vann sinn annan sigur í Bestu deild kvenna á tímabilinu þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. FH fer úr fallsæti með sigrinum. Íslenski boltinn 1. júní 2023 20:24
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 3-0 | Langþráður sigur Eyjamanna ÍBV vann öruggan 3-0 sigur á HK þegar liðin mættust í Bestu deild karla á Hásteinsvelli í kvöld. Þetta var fyrsti sigur ÍBV í deildinni síðan í lok apríl. Íslenski boltinn 1. júní 2023 19:59
Einn besti leikmaður kvennaliðs Blika sleit líklega hásin í gær Það var ekki eintóm gleði hjá Blikakonum í gær þrátt fyrir flottan sigur. Íslenski boltinn 1. júní 2023 08:15
Pétur: Bryndís er markaskorari af guðs náð Pétur Pétursson var rólegur við leikslok eftir að lið hans hafði unnið sterkan sigur á Þrótti í toppslag 6. umferðar Bestu deildar kvenna í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. Fótbolti 31. maí 2023 22:52
Björn: Við þurfum meiri ákafa í boxið Björn Sigurbjörnsson var að vonum svekktur eftir tap Selfoss gegn Breiðablik nú í kvöld. Breiðablik var komið yfir eftir innan við þriggja mínútna leik og það var nokkuð ljóst að Selfyssingar væru í vandræðum. Fótbolti 31. maí 2023 22:48
Sædís: Jasmín vill meina að hún hafi skorað Sædís Rún Heiðarsdóttir var valin maður leiksins í 3-0 sigri Stjörnunnar á Keflavík fyrr í kvöld. Það voru þó stigin þrjú sem lágu henni efst í huga að leik loknum. Fótbolti 31. maí 2023 22:37
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-3 | Blikar sóttu þrjú stig yfir heiðina Breiðablik er komið upp í annað sæti Bestu deildar kvenna eftir öruggan 3-0 sigur á Selfossi í kvöld. Selfoss er áfram í fallsæti deildarinnar. Íslenski boltinn 31. maí 2023 21:34
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 3-0 | Öruggt hjá Garðbæingum Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á Keflavík á heimavelli sínum í kvöld þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna. Stjarnan er nú komið upp í fjórða sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 31. maí 2023 21:31
Umfjöllun og viðtal: Þróttur - Valur 1-2 | Sigur Valskvenna í toppslagnum Valur vann 2-1 útisigur á Þrótti í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er því áfram í efsta sæti deildarinnar en Þróttur fellur niður í það fimmta. Íslenski boltinn 31. maí 2023 21:29
Umfjöllun: ÍBV - Tindastóll 1-2 | Norðankonur gerðu góða ferð til Eyja Tindastóll vann í kvöld góðan útisigur á ÍBV þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna í Vestmannaeyjum. Lokatölur 2-1 og Tindastóll nú komið upp fyrir ÍBV í töflunni. Íslenski boltinn 31. maí 2023 19:50
Valur getur hefnt strax í kvöld Það er skammt stórra högga á milli hjá Þrótti og Val en þessi tvö efstu lið Bestu deildar kvenna í fótbolta mætast í annað sinn á skömmum tíma í Laugardalnum í kvöld, þar sem Valskonur hafa harma að hefna. Íslenski boltinn 31. maí 2023 16:03
Besta upphitunin: „Var farin að vera smá stressuð hvað ég ætti að gera um sumarið“ Þróttur og Valur mætast annað kvöld í annað sinn á fimm dögum. Af því tilefni fékk Helena Ólafsdóttir tvo af efnilegustu leikmönnum landsins til sín í Bestu upphitunina. Íslenski boltinn 30. maí 2023 20:01
Margrét Lára vill sjá meiri græðgi hjá framherjum Bestu deildarinnar Bestu mörkin fóru yfir markaskorara liðanna tíu í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar kvenna og tvær af mestu markadrottningum íslenskrar knattspyrnusögu voru ekki alltof ánægðar með uppskeruna hjá þeim markahæstu til þessa í sumar. Íslenski boltinn 26. maí 2023 14:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 3-2 | Andrea bjargaði Blikum Andrea Rut Bjarnadóttir tryggði Breiðabliki dramatískan sigur á nýliðum FH, 3-2, þegar liðin mættust í strekkingsvindi á Kópavogsvelli 5. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum komust Blikar upp í 3. sæti deildarinnar en þeir eru aðeins einu stigi frá toppnum. Íslenski boltinn 24. maí 2023 22:05
„Þetta er allt í móðu“ Andrea Rut Bjarnadóttir var að vonum ánægð eftir að hafa skorað sigurmark Breiðabliks gegn FH á elleftu stundu í kvöld. Blikar unnu leik liðanna á Kópavogsvelli, 3-2. Íslenski boltinn 24. maí 2023 21:55
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 1-0 | Stólarnir komnir á blað Í kvöld á Sauðárkróksvelli mættust lið Tindastól og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna. Tindastóll fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig, en mótherjar þeirra úr Garðabænum í 4. sæti með 7 stig. Íslenski boltinn 24. maí 2023 21:10
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þróttur - Þór/KA 2-1 | Dramatík í Dalnum Þróttur fékk topplið Þórs/KA í heimsókn í stórleik 5. umferðar Bestu deildar kvenna þar sem Þróttur vann afar dramatískan sigur. Sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins og lokatölur í Laugardalnum 2-1 fyrir Þrótt sem með sigrinum fara upp fyrir Þór/KA. Íslenski boltinn 22. maí 2023 22:45
Var mjög dramatískur og mjög spennandi leikur Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum ánægður með dramatískan sigur á Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta. Dramatískt mark Freyju Karínar Þorvarðsdóttur á loka mínútu leiksins var það sem skildi liðin að í lokin. Íslenski boltinn 22. maí 2023 22:01
Umfjöllun: Keflavík - Selfoss 1-0 | Keflavík hífir sig upp töfluna með sigri gegn Selfossi Keflavík lagði Selfoss að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta suður með sjó í kvöld. Íslenski boltinn 22. maí 2023 21:08
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 2-0 | Engin vandræði á Íslandsmeisturunum Valur tók þrjú stig á heimvelli eftir sannfærandi sigur á ÍBV í 5. umferð Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Valskonur höfðu ekki unnið í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenski boltinn 22. maí 2023 19:55
Besta upphitunin: „Þetta var djöfulsins puð“ Sandra Sigurðardóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, var gestur Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 22. maí 2023 16:00
Lykilmaður Íslandsmeistara Vals að öllum líkindum lengi frá Hanna Kallmaier, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, spilar að öllum líkindum ekki meira í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á tímabilinu. Hún meiddist í síðustu umferð þegar Valur beið lægri hlut gegn Stjörnunni. Íslenski boltinn 18. maí 2023 13:00
Meistararnir komnir aftur á sinn völl Leikmenn Breiðabliks eru farnir að geta æft og spilað á nýjan leik á heimavelli sínum, Kópavogsvelli, eftir að nýtt gervigras var lagt á völlinn. Íslenski boltinn 17. maí 2023 18:30
Toppliðið fékk að kenna á banvænum skotfæti nítján ára Eyjameyju Eyjakonur bitu frá sér í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna þegar þær unnu 3-0 sigur á toppliði Þróttar. Íslenski boltinn 17. maí 2023 14:30