Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Gullni hringurinn í Vestur­bænum upp­skrift að drauma sunnu­degi

Skemmikrafturinn og framleiðandinn Sandra Barilli sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Mollýar, umboðsmanns strákasveitarinnar IceGuys í samnefndri gamanþáttaröð síðastliðið haust. Hún segist lítið fyrir að plana langt fram í tímann og er yfirleitt búin að framkvæma hlutina áður en hún nær að setja þá á blað. 

Lífið
Fréttamynd

Hefur ekki hitt öll 26 syst­kini sín

Bandaríska leik- og söngkonan Jennifer Hudson dreymir um matarboð með allri fjölskyldunni sinni. Hún á þó ennþá eftir að hitta öll systkini sín en þau eru tuttugu og sex talsins. Matarboðið gæti því orðið ansi fjölmennt.

Lífið
Fréttamynd

Donald Sutherland er látinn

Kanadíski leikarinn Donald Sutherland, frægur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Dirty Dozen og MASH, er látinn eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 88 ára gamall.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Françoise Har­dy er látin

Franska tónlistarkonan Françoise Har­dy lést í gær áttræð að aldri. Sonur hennar, Thomas Dutronc, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Eltihrellirinn höfðar mál gegn Netflix

Skosk kona sem segist vera innblásturinn að eltihrellinum Mörthu Scott í vinsælu þáttunum Baby Reindeer úr smiðju Netflix hefur höfðað mál á hendur streymisveitunni. Hún krefst 170 milljóna dala í skaðabætur sem nemur um 24 milljörðum íslenskra króna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dauð­þreyttur Jón eyddi átta milljónum króna

Jón Gnarr segist aldrei á ævinni hafa verið jafnþreyttur og nú, daginn eftir lok strembinnar kosningabaráttu. Hann segir að framboðið hafi kostað um átta milljónir króna en hann hafi komið út á sléttu eftir styrki.

Innlent
Fréttamynd

„Margir héldu að ég væri endan­lega búinn að missa það“

Baltasar Kormákur segir sjálfsvinnu skemmtilegasta verkefni sem hann hefur teksti á við. Baltasar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa þurft að breyta mörgu í eigin fari og þó að það sé ekki auðvelt, sé það á endanum stærsta verkefnið í lífinu.

Lífið
Fréttamynd

Anora hlaut Gullpálmann í ár

Kvikmyndin Anora undir leikstjórn Sean Baker hlaut Gullpálmann á kvikmyndahatíðinni í Cannes í gær. Myndin er gríndrama sem fjallar um unga fatafellu í New York sem á í ástarsambandi við son rússnesks auðjöfurs.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hafnaði beiðni Baldwin um frá­vísun

Dómari við bandarískan dómstól hefur hafnað beiðni leikarans Alec Baldwin um að vísa frá ákæru um manndráp af gáleysi þegar Halyna Hutchins lést vegna voðaskots á tökustað myndarinnar Rust. Baldwin leikskýrði og lék í myndinni og hleypti skotinu af byssunni.

Erlent
Fréttamynd

Balti hélt að Pálmi myndi aldrei mæta

Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Snerting, lýsir ótrúlegum tilþrifum Egils Ólafssonar, í hlutverki Kristófers í myndinni sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist einnig hafa leitað, árangurslaust, logandi ljósi að rétta leikaranum í hlutverk Kristófers á yngri árum. Þegar stungið var upp á syni hans, Pálma Kormáki, hafi hann ekki haft neina trú á að sonurinn myndi hafa nokkurn áhuga.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Svaraði engu um Affleck

Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni.

Lífið
Fréttamynd

Egill mætti með barna­börnin á for­sýningu Snertingar

Hátiðarforsýning á íslensku kvikmyndinni Snertingu í leikstjórn Baltasar Kormáks fór fram með pompi og prakt í Smárabíó í gærkvöldi. Sýningin var gríðarlega vel sótt og voru þar meðal annars alþjóðlegar stórstjörnur sem vinna nú með Baltasar að þáttagerð hér á landi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Netflix, Stöð2+, Prime og Disney greiði til menningar

Menningar-og viðskiptaráðuneytið leggur til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði svokallað „menningarframlag“ til íslensks samfélags. Markmiðið er að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni. Framlagið á ekki að ná til steymisveitna með litla veltu eða fáa notendur og ekki til Ríkisútvarpsins.

Viðskipti innlent