

Donald Trump
Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Aðeins 16% Bandaríkjamanna líkar við hegðun Trump
Jafnvel á meðal samflokksmanna Trump Bandaríkjaforseta mislíkar fólki hvernig hann hefur hegðað sér í embætti.

Hélt að tvær finnskar blaðakonur væru sama konan
Skondið atvik átti sér stað á fréttamannafundi Donald Trump Bandaríkjaforseta og Sauli Niinistö Finnlandsforseta í Washington í gær.

Samstarfsmaður Trump bað Pútín um aðstoð
Aðstoðarforseti viðskiptaveldis Donalds Trump sendi nánum aðstoðarmanni Pútín Rússlandsforseta ósk um aðstoð með byggingarverkefni í Moskvu á meðan Trump var í forsetaframboði.

Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði
Fyrirtæki í eigu Trump unnu að umsvifamiklum viðskiptum í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið.

Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta
Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina.

Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks
Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um.

Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher
Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins.

Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar
Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni.

Vill kaupa Twitter til að losna við Trump
Valerie Plame Wilson, fyrrverandi starfsmaður CIA, leitar nú að fjármagni með hjálp hópfjármögnunar til þess að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter.

Dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa
Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna fannst fjöldafundur Trump forseta í gær ógnvekjandi og truflandi. Hann dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa.

Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum.

Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi
Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær.

Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell
Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman

Vefsíða Bannon gagnrýnir kúvendingu Trump í Afganistan
Stríð Stephens Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Donalds Trump, gegn andstæðingum hans í Hvíta húsinu virðist hafið á hægrisíðunni Breitbart.

Kostnaðurinn við öryggisgæslu Trump að sliga leyniþjónustuna
Tíð ferðalög og stór fjölskylda Donalds Trump hefur leitt til þess að fé sem var ætlað til öryggisgæslu forsetans er uppurið. Féð átti að duga út árið.

Trump tilkynnir um ákvörðun sína varðandi hernað í Afghanistan
Bandarískir hermenn hafa verið staðsettir þarna síðan stuttu eftir 11. september 2001 en ákvörðunin var tekin í stjórnartíð Bush yngri.

Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað
Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvejru hann kann að taka upp á.

Durant ætlar ekki í Hvíta húsið: Ber ekki virðingu fyrir Trump
Kevin Durant ætlar ekki að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta ef Golden State Warriors verður boðið í Hvíta húsið eins og venjan er með NBA-meistara.

Tímarit gagnrýna Trump á forsíðum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu daga vegna ummæla sína um mótmælagöngur í Charlottesville um síðustu helgi.

Trump vitnaði til ímyndaðs fjöldamorðs á múslimum eftir Barselóna
Forsetinn virtist lýsa yfir velþóknun sinni á fjöldamorði sem hefði verið stríðsglæpur, ef það hefði átt sér stað.

Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana
Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville.

Nýr samskiptastjóri kominn í Hvíta húsið tímabundið
Ungur ráðgjafi Donalds Trump forseta, Hope Hicks, tekur við starfi samskiptastjóra Hvíta hússins, tímabundið. Rætt er um frekari mannabreytingar í Hvíta húsinu.

Vill gera Trump að konungi og læsa kastalanum
„Mér liði betur ef Cersei Lannister væri að stjórna þessu ríki.“

Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta
Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum.

Rouhani hótar að slíta kjarnorkusamkomulaginu
Forseti Íran segir að slíkt gæti gerst á nokkrum klukkustundum beiti Bandaríkin ríkið refsiaðgerðum.

Gagnrýna forsetann harðlega
Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna virðast vera sammála um að Donald Trump, forseti, hafi haldið hræðilega á spöðunum varðandi samkomu nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville um helgina.

Scaramucci segir öfl innan Hvíta hússins grafa undan Trump
Ekki eru allir starfsmenn Hvíta hússins að vinna að framgangi stefnumála Donalds Trump forseta. Þetta segir Anthony Scaramucci, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, sem var rekinn eftir tíu daga starf í síðasta mánuði.

Kínverjar hvetja til stillingar á meðan Trump heldur hótunum áfram
"Enginn elskar friðsamleg lausn eins og Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær um leið og hann hótaði Norður-Kóreu miklum vandræðum og hörðustu refsiaðgerðum sem til eru.

Útilokar ekki hernaðarinngrip í Venesúela
„Við höfum marga möguleika í Venesúela og þar á meðal mögulegt hernaðarinngrip.“

Trump sagður hafa þakkað Putin í kaldhæðni
Trump tjáði sig í gær í fyrsta sinn um það að Putin hefði þann 30. júlí skipað Bandaríkjunum að fækka erindrekum sínum í Rússlandi um 755.