
City afhjúpar styttu af Agüero í tilefni af tíu ára afmæli marksins fræga
Englandsmeistarar Manchester City afhjúpuðu í dag styttu af Sergio Agüero fyrir utan Etihad völlinn í tilefni af því að í dag eru tíu ár síðan leikmaðurinn tryggði liðinu Englandsmeistaratitilinn í uppbótartíma í lokaumferð tímabilsins.