

Enski boltinn
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Leikirnir

Merson líkir Bielsa við Wenger og segir hann eiga erfitt með að aðlagast
Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins og núverandi sparkspekingur, hefur líkt Marcelo Bielsa, þjálfara Leeds, við Arsene Wenger, en það eru þó ekki endilega góðar ástæður á bakvið samlíkinguna.

Fulham mistókst að auka forskot sitt á toppnum fyrir jól
Fulham og Sheffield United áttust við í seinasta leik ensku 1. deildarinnar fyrir jól, en það voru gestirnir frá Sheffield sem höfðu betur, 0-1.

Gefur í skyn að slæm hegðun utan vallar hafi haldið Foden og Grealish á bekknum
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur gefið það í skyn að ástæða þess að ensku landsliðsmennirnir Phil Foden og Jack Grealish hafi ekki komið við sögu í 4-0 sigri liðsins gegn Newcastle í gær sé slæm hegðun leikmannana utan vallar.

Leeds fær sekt fyrir að hópast í kringum dómarann
Enska knattspyrnufélagið Leeds United hefur verið sektað um 20.000 pund eftir að leikmenn liðsins umkringdu dómarann í 3-2 tapi liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni fyrr í þessum mánuði.

Lið þurfa ekki að mætast aftur verði jafnt í FA bikarnum
Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að lið þurfi ekki að mætast aftur verði jafnt í þriðju eða fjórðu umferð FA bikarsins í ár til að koma í veg fyrir of mikið leikjaálag.

Höfnuðu því að gera hlé á enska boltanum um jólin
Forráðamenn ensku úrvalsdeildarfélaganna í fótbolta ákváðu í dag að keppni yrði áfram haldið í deildinni eins og mögulegt er um jólin, þrátt fyrir mikla fjölgun kórónuveirusmita hjá leikmönnum.

Kane slapp við rautt því Robertson hoppaði
Harry Kane var ekki rekinn af velli fyrir brotið á Andy Robertson því Skotinn hoppaði þegar hann var tæklaður.

Klopp: Ég veit ekki hvað Tierney dómari hefur á móti mér
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með Paul Tierney dómara í 2-2 jafnteflinu á móti Tottenham í gær.

Kane: Bjóst ekki við að fá gult spjald
Harry Kane var umtalaður fyrir margra hluta sakir eftir 2-2 jafntefli Tottenham og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn
Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar.

Stjóri Úlfanna hundóánægður með VAR: Verða að taka betri ákvarðanir
Bruno Lage, stjóri Wolves, skaut föstum skotum á dómara ensku úrvalsdeildarinnar eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Chelsea.

Chelsea fjarlægist toppinn eftir markalaust jafntefli
Chelsea er að dragast aftur úr í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir tvö jafntefli í röð.

Þægilegt hjá Man City í Newcastle
Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með Newcastle United í uppgjöri ríkustu fótboltaliða heims í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Conte: Liverpool er fyrirmyndin
Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé margt líkt með Tottenham núna og Liverpool liðinu sem Jurgen Klopp tók við fyrir nokkrum árum. Liðin mætast í dag.

Bielsa hrósar stuðningsmönnum Leeds í hástert
Það hefur ekki gengið vel hjá Leeds United að undanförnu en stuðningsmenn liðsins standa þétt við bakið á sínum mönnum.

Varnarleikur Leeds áfram í molum og Arsenal gekk á lagið
Arsenal vann öruggan útisigur á Leeds United í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Kwame Quee og félagar að fá enskan liðsstyrk fyrir Afríkukeppnina
Enski varnarmaðurinn Steven Caulker mun leika með Síerra Leóne í Afríkukeppninni í næsta mánuði.

Enska úrvalsdeildin í vandræðum | Krísufundur á mánudag
Boðað hefur verið til fundar hjá forsvarsmönnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn vegna mikillar fjölgunnar á kórónuveirusmitum í deildinni bæði hjá leikmönnum og starfsliði.

Leik Aston Villa og Burnley frestað | Verður spilað í Leeds?
Enn einum leiknum hefur verið frestað í ensku úrvalsdeildinni vegna uppgangs Kórónuveirunnar. Burnley átti að mæta til Birmingham að spila við Aston Villa en nú er ljóst að svo verður ekki. Einungis einn leikur er enn á dagskránni.

Steven Gerrard: Ættum ekki að spila á tveggja daga fresti
Steven Gerrard, þjálfari Aston Villa, hefur eins og aðrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni miklar áhyggjur af aukningu í smitum hjá leikmönnum og starfsmönnum liðanna á Englandi. En hann er einnig ósáttur við að þurfa að spila þétt um jólin.

Abameyang æfir einn og verður ekki með gegn Leeds í kvöld
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, tók fyrirliðabandið af Pierre-Emerick Aubameyang í vikunni eftir agabrot leikmannsins, en hann ákvað einnig að framherjinn myndi ekki æfa með aðalliði félagsins.

Ensku félögin ræða næstu skref í baráttunni gegn kórónuveirunni á mánudaginn
Forráðamenn félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta munu hittast næsta mánudag til að ræða hvað skuli gera vegna fjölda nýrra kórónuveirusmita innan deildarinnar.

Segir covid-kvíða hafa haft áhrif á frammistöðu Chelsea
Emma Hayes, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea, segir að áhyggjur leikmanna vegna kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif á frammistöðu þeirra í 4-0 tapinu fyrir Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í gær.

Fleiri og fleiri félög vilja fresta öllum leikjum í enska fram á nýtt ár
Engir leikir í ensku úrvalsdeildinni þar til að árið 2022 gengur í garð? Svo gæti farið haldi smitunum áfram að fjölga í herbíðum félaganna tuttugu.

Rangnick lítt hrifinn af eftirlátssemi Solskjærs og breytir reglu
Nýr knattspyrnustjóri Manchester United, Þjóðverjinn Ralf Rangnick, er ekki hrifinn af því að leikmenn fái að fara til annarra landa þegar þeir meiðast, líkt og Ole Gunnar Solskjær forveri hans leyfði.

Sjáðu túrbo þrumu Trent frá öllum sjónarhornum: „Búinn að bíða í fimm ár“
Trent Alexander-Arnold innsiglaði 3-1 sigur Liverpool á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær með stórglæsilegu marki.

Búið að fresta helmingi helgarleikjanna í ensku úrvalsdeildinni
Fimm af þeim tíu leikjum sem áttu að fara fram um komandi helgi í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað. Þetta kemur í kjölfarið á fjölda kórónuveirusmita sem hafa verið að greinast innan félaga deildarinnar.

Sex sigurleikir í röð hjá Liverpool
Liverpool vann sinn sjötta deildarleik í röð er liðið tók á móti Newcastle á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 3-1 og Liverpool heldur í við topplið Manchester City.

Chelsea að heltast úr lestinni
Chelsea tapaði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni er liðið tók á móti Everton í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en Chelsea er nú fjórum stigum á eftir toppliði Manchester City.