

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, heiðraði minningu ungrar Liverpools stelpu eftir 4-1 sigurleik liðsins á Everton í slagnum um Bítlaborgina í gær.
Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var að vonum ánægður með 4-1 stórsigur sinna manna á Everton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þá sérstaklega eftir það sem gerðist á sama velli á síðustu leiktíð.
Thomas Tuchel, þjálfari toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar, sagði sína menn í Chelsea hafa verið einkar heppna í 2-1 sigri þeirra á Watford í kvöld. Tuchel gekk svo langt að segja að lið hans hafi rænt stigunum þremur í kvöld.
Chelsea vann nauman 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Watford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gestirnir halda þar með toppsæti deildarinnar.
Manchester City vann 2-1 útisigur á Aston Villa er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn voru nálægt því að jafna metin undir lok leiks.
Everton átti í raun aldrei roð í nágranna sína í Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-4 og ljóst að sæti Rafa Benitez, þjálfara Everton, er orðið virkilega heitt.
Þremur af sex leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Öllum þremur leikjunum lauk með jafntefli.
Rafael Benítez er sá knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni sem veðbankar telja líklegastan til að missa starfið sitt. Liverpoolslagurinn í kvöld er því sennilega sá mikilvægasti af mörgum sem Spánverjinn hefur tekið þátt í.
Stuðningsmaður Manchester United horfði á leik liðsins um síðustu helgi frá mjög hættulegum en jafnframt óvenjulegum stað.
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United á dögunum en það breytir því þó ekki að stuðningsmenn félagsins vilja heiðra þessa goðsögn hjá félaginu.
Manchester City eyddi metpening í enska landsliðsmanninn Jack Grealish í haust og hefur ekki alveg skilað tölum í takt við kaupverðið. Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola er samt ánægðari með hann en sumir myndu búast við.
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur bætti við brasilískri goðsögn inn í þjálfarateymi sitt.
Manchester United var að tilkynna nýjan knattspyrnustjóra en þar sem hann er bara ráðinn fram á sumar þá halda vangavelturnar áfram í erlendum fjölmiðlum.
Ray Kennedy, fyrrum leikmaður Liverpool, Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta, lést í gær, sjötugur að aldri, eftir langvarandi veikindi.
Raphinha reyndist hetja Leeds er liðið tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en sigurmarkið kom af vítapunktinum í uppbótartíma.
Tíu leikmenn Newcastle voru hársbreidd frá því að sæka fyrsta sigur liðsins á tímabilinu er liðið tók á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Teemu Pukki sá þó til þess að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli með fallegu marki undir lok leiks.
Michael Carrick verður enn við stjórnvölin hjá Manchester United er liðið tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi fimmtudag.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mun ekki geta teflt Kevin De Bruyne fram gegn Aston Villa annað kvöld og segir neyðarástand ríkja hjá félaginu fyrir jólavertíðina.
Knattspyrnuáhugafólk og þá sérstaklega stuðningsmenn Manchester United bíða nú eftir því hvaða áhrif nýr knattspyrnustjóri Manchester United muni hafa á félagið.
Þetta eru ekki alltof góðir dagar fyrir Cristiano Ronaldo. Á sunnudaginn byrjaði hann á bekknum í stórleik Manchester United á móti Chelsea og í gær náði Lionel Messi tveggja Gullhnatta forskoti á hann.
Það vakti mikla athygli er leikur Chelsea og Manchester United hófst að Cristiano Ronaldo var hvergi sjáanlegur á vellinum sjálfum. Portúgalska stjarnan hóf leik meðal varamanna og kom inn af bekknum í síðari hálfleik.
Ralf Rangnick er formlega orðinn knattspyrnustjóri Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti komu hans í dag.
Það var fjör í sjónvarpssalnum hjá Sky Sports eftir leik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Ástæðan var Cristiano Ronaldo og það að sérfræðingarnir Roy Keane og Jamie Carragher voru mjög ósammála um hann og hans hlutskipti á Brúnni í gær.
Nýr stjóri Manchester United mun taka við stjórnartaumunum í komandi viku. Var leikmönnum tilkynnt það inn í búningsklefa eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Hjón frá Dallas í Bandaríkjunum höfðu ekki heppnina með sér í liði þegar þau ferðuðust alla leið til Burnley til að sjá sína menn í Tottenham spila gegn heimamönnum. Leiknum var nefnilega frestað vegna mikillar snjókomu.
Michael Carrick stýrði Man Utd í fyrsta, og líklega í síðasta skiptið, í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið gerði jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge.
Manchester United heimsótti Chelsea í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og líklega í síðasta sinn sem liðið leikur undir stjórn Michael Carrick.
Englandsmeistarar Manchester City eru nú jafnir Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, í það minnsta tímabundið, eftir 2-1 sigur gegn West Ham í dag.
Leicester og Brentford unnu langþráða sigra í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leicester var án sigurs í deildinni í þremur leikjum í röð áður en liðið lagði Watford 4-2 í dag og Brentford hafði ekki unnið síðan 3. október, en liðið vann 1-0 sigur gegn Everton nú rétt í þessu.
Nafnarnir David Sullivan og David Gold, eigendur West Ham United, þurfa að borga rekstraraðilum London leikvangsins einhverjar milljónir punda eftir að tékkneski milljarðamæringurinn Daniel Kretensky keypti 27 prósent hlut í félaginu.