

Fótbolti
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fjölskyldur leikmanna urðu fyrir glösunum sem áttu að fara í Southgate
Stuðningsmenn enska landsliðsins voru mjög ósáttir eftir litlausa og bitlausa frammistöðu liðsins á móti Slóveníu í lokaleik liðsins í riðlakeppninni á EM í fótbolta.

Logi og félagar tóku stig af liði við toppinn
Logi Tómasson og félagar í Strömsgodset sóttu stig til Bergen í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Portúgalar syrgja mikla goðsögn á miðju Evrópumóti
Cristiano Ronaldo og Jose Mourinho eru meðal þeirra sem minnast portúgölsku fótboltagoðsagnarinnar Manuel Fernandes sem lést í gær. Portúgalska þjóðin syrgir þessa miklu goðsögn en fram undan er leikur á móti Slóveníu í sextán liða úrslitum EM.

Sjáðu Norðurálsmótið: HK-ingar hörkuðu af sér þegar hinir voru að tudda
Nú má sjá nýjasta þáttinn af Sumarmótunum hér á Vísi en að þessu sinni var fjallað um Norðurálsmótið sem fór fram á Akranesi.

Undrabarnið hefur sinnt heimavinnu á EM: Stóðst öll próf í skólanum
Hinn sextán ára gamli Lamine Yamal, landsliðsmaður Spánar og leikmaður spænska stórliðsins Barcelona, stóðst öll prófin sem hann þreytti í skólanum sínum á meðan á Evrópumótinu í fótbolta stendur.

Heldur starfi sínu þrátt fyrir vonbrigði á EM
Króatíska knattspyrnusambandið fullyrðir að landsliðsþjálfarinn Zlatko Dalic haldi starfi sínu þrátt fyrir að Króatía hafi ollið vonbrigðum á EM og ekki tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins.

Bryndís og Natasha koma inn í landsliðshópinn
Bryndís Arna Níelsdóttir og Natasha Moora Anasi koma inn í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir næstu leiki þess í undankeppni EM 2025.

Svona var blaðamannafundurinn fyrir síðustu leiki undankeppni EM
Þorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi þar sem landsliðshópur var kynntur fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Þýskalandi og Póllandi í undankeppni EM 2025.

Samherji Hákonar fór í hjartastopp
Ferli fótboltamannsins Nabils Bentaleb gæti verið lokið. Hann fór í hjartastopp í síðustu viku.

Gylfi Þór sniðgenginn
Á vef íþróttamiðilsins Give Me Sport á dögunum birtist athyglisverður listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands frá upphafi. En fjarvera eins leikmanns á listanum vekur þó mikla athygli. Nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er hvergi að finna á umræddum lista.

Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki
Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi.

Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum
Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk.

Niðurstöður veðmálakönnunar áhyggjuefni: „Brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða“
Íslenskur toppfótbolti birti niðurstöður úr könnun vegna veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu leikmönnum hefur glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála.

Sjáðu Víking rúlla yfir Stjörnuna, Fylki jafna tvisvar í Vesturbænum og góða ferð Fram á Ísafjörð
Tólf mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Bestu deild karla. Víkingur rústaði Stjörnunni, Fram gerði góða ferð á Ísafjörð og KR og Fylkir skildu jöfn á Meistaravöllum.

Landsliðsþjálfarinn kenndi Weah um tap Bandaríkjanna: „Kjánaleg ákvörðun“
Bandaríska karlalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við tap fyrir Panama, 2-1, í C-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í gær. Rautt spjald sem Timothy Weah fékk snemma leiks reyndist dýrt fyrir Bandaríkjamenn.

Bjór kastað í fjölskyldur leikmanna enska landsliðsins
Ezri Konza hefur greint frá því að stuðningsmenn enska fótboltalandsliðsins hafi látið reiði sína bitna á fjölskyldum leikmanna þess.

Real Madrid kaupir leikmann en lætur hann fara um leið
Real Madrid hefur virkjað ákvæði í lánssamningi sínum við Espanyol varðandi spænska leikmanninn Joselu og keypt hann á eina og hálfa milljón evra. Joselu verður þó ekki lengi leikmaður Real Madrid að fullu, hann verður um leið seldur fyrir sömu upphæð til liðs í Katar.

Dagskráin í dag: Ísland á HM, Besta deildin og Formúla 1
Líkt og fyrri daginn er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 og óskum við íslenskum pílukösturum sérstaklega til hamingju með daginn því í dag stíga þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson á stóra sviðið í Frankfurt fyrir Íslands hönd og taka þátt á HM í pílukasti.

Foden snýr aftur í herbúðir enska landsliðsins
Phil Foden snýr aftur í herbúðir enska landsliðsins í Þýskalandi og verður með á æfingu liðsins á morgun fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu á sunnudaginn í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta.

„Það leggst ekkert á mig að þurfa að byrja á bekknum“
„Gott að komast aftur á sigurbraut eftir tvö jafntefli,“ sagði Helgi Guðjónsson eftir 4-0 stórsigur Víkings gegn Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Hann átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði tvö mörk.

„Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður“
KR gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með að hafa aðeins fengið eitt stig í kvöld.

„Gaf okkur svar í dag og vonandi fæ ég svar áfram“
Davíð Smári Lamude, þjálfari Bestu deildar liðs Vestra, var svekktur eftir 3-1 tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í kvöld. Hann ákvað að gefa sænsk ættaða markverðinum Karl William Eskelinen traustið í markinu þrátt fyrir martraðarframmistöðu Svíans í síðustu umferð gegn Val og fannst hann fá svar frá honum í kvöld.

Uppgjör, viðtöl og myndir: KR - Fylkir 2-2 | Áfram heldur Pálmi Rafn að gera jafntefli
KR og Fylkir skildu jöfn í Vesturbænum. Heimamenn voru yfir í hálfleik en síðari hálfleikur var frábær skemmtun en niðurstaðan 2-2 jafntefli. Þetta var annar leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og báðir leikirnir hafa endað með jafntefli. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

Uppgjör: Stjarnan - Víkingur 0-4 | Algjörir yfirburðir gestanna í Garðabæ
Víkingur heimsótti Stjörnuna í Garðabæ og vann 4-0 stórsigur. Heimamenn sáu einfaldlega aldrei til sólarinnar gegn ógnarsterkum gestunum.

Kæra fólskulegt brot í Kaplakrika: „Einbeittur brotavilji“
Fólskulegt brot sem átti sér stað í leik FH og Tindastóls, en fór fram hjá dómarateyminu, í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi hefur verið kært til Knattspyrnusambands Íslands. Þetta staðfestir Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi.

Nistelrooy snýr aftur til Manchester United
Ruud van Nistelrooy hefur þegið boð um að verða aðstoðarþjálfari Erik ten Hag hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United.

Kristján stígur til hliðar hjá Stjörnunni
Kristján Guðmundsson hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta og tekur Jóhannes Karl Sigursteinsson við sem þjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Uppgjör og viðtöl: Vestri - Fram 1-3 | Þægilegt fyrir Fram á Ísafirði
Vestri og Fram áttust við á Kerecisvellinum í kvöld við frábærar aðstæður. Enduðu leikar 1-3 fyrir Fram sem voru miklu betri allan leikinn, að undanskildum fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Dælir peningum í landsliðsmenn eftir sigurinn sögulega
Bidzina Ivanishvili, fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu hefur ákveðið að láta því sem nemur rétt tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna af hendi til karlaliðs Georgíu í fótbolta eftir sögulegan sigur liðsins á Portúgal á Evrópumótinu í fótbolta í gær.

Gordon datt af hjóli og fékk stærðarinnar skurð
Það er ekki hættulaust að hjóla eins og Anthony Gordon, leikmaður enska landsliðsins, fékk að kynnast.