

Fótbolti
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Myndir af Gylfa á fyrstu æfingunni á Íslandi sem leikmaður Vals
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Val eru mættir heim til Íslands eftir æfingabúðirnar á Spáni.

Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila
Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð.

Besta lið Ítalíu ætlar sér að fá Albert
Verðandi Ítalíumeistarar Inter hafa blandað sér í slaginn um landsliðsmanninn Albert Guðmundsson sem nánast má slá föstu að verði seldur frá Genoa í sumar.

Eftirminnilegustu heimkomurnar í íslenska fótboltanum
Hver er eftiminnilegasta heimkoma atvinnumanns til þessa? Vísir tók saman yfirlit yfir það þegar heimkoma fótboltamanna komst í fréttirnar.

„Held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þann leik“
Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide er á því að Ísland hafi oft sýnt góðar frammistöður, á löngum köflum, í leikjunum í undankeppni EM í fótbolta í fyrra. Liðið hafi hins vegar gert of mörg kjánaleg mistök, og nýtt færin illa, og því endað með of fá stig.

Drepur varg, smíðar og er fyrirliði í Bestu deildinni
Elmar Atli Garðarsson sker sig talsvert úr á meðal leikmanna í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Hann býr í 200 manna þorpi, er smiður og fyrirliði Vestra, en ver einnig vor- og sumarnóttum í að leita uppi og skjóta meindýr.

Klopp hélt áfram að urða yfir fjölmiðlamanninn eftir að strunsa úr viðtalinu
Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var allt annað en sáttur eftir 4-3 tap sinna manna gegn Manchester United í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Svo sár var Klopp að hann strunsaði úr viðtali við Viaplay eftir leik og lét starfsmann sjónvarpsstöðvarinnar fá það óþvegið er hann gekk til búningsklefa.

Andrea Rán spilar á Íslandi í sumar
Það stefnir í að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spili með FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún spilaði síðast í Mexíkó.

Ráðist að Immobile fyrir framan konu hans og barn
Ciro Immobile, framherji Lazio, varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum þegar ráðist var að honum fyrir framan konu hans og börn þegar hann var að sækja fjögurra ára son sinn á leikskólann.

Utan vallar: Leikur fyrir snjallsímakynslóðina
Manchester United vann 4-3 sigur á Liverpool í framlengdum leik þegar liðin mættust á Old Trafford í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í gær, sunnudag. Má með sanni segja að leikurinn hafi haft allt sem góður fótboltaleikur þarf að hafa.

Óli Valur aftur í raðir Stjörnunnar
Óli Valur Ómarsson mun spila með uppeldisfélagi sínu Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi tímabili. Hann kemur á láni frá sænska félaginu Sirius. Frá þessu greinir Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld.

Karólína Lea lagði upp í sigri
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp fyrra mark Bayer Leverkusen í 2-0 sigri á Köln í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu.

Sædís Rún lagði upp í sinum fyrsta leik í atvinnumennsku
Sædís Rún Heiðarsdóttir lagði upp eitt marka Vålerenga í 3-1 sigri liðsins á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni. Sædís Rún sem er uppalin hjá Stjörnunni var að leika sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið í kvöld.

Núñez meiddist gegn Man United
Darwin Núñez, framherji Liverpool, hefur dregið sig úr landsliðshópi Úrúgvæ fyrir komandi verkefni eftir að hafa meiðst aftan í læri í 4-3 tapi Liverpool á Old Trafford um helgina.

HK sækir leikmann sem hefur áður leikið með liðinu
Viktor Helgi Benediktsson mun leika með HK í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið eftir að hafa leikið í Færeyjum síðan á síðasta ári.

Klesst á flugvél ísraelska liðsins
Það gekk brösuglega hjá ísraelska landsliðinu að ferðast til Búdapest þar sem liðið mun mæta Íslandi í mikilvægum leik á fimmtudag.

Fjórtán ára undrabarn valdi Man. City
Bandaríska undrabarnið Cavan Sullivan heimsótti Real Madrid, Bayern München og Borussia Dortmund en valdi það að semja við Manchester City.

Hættir eftir 29 ára starf fyrir sama klúbbinn
Christian Streich hefur tilkynnt það að hann hættir sem þjálfari þýska liðsins SC Freiburg eftir tímabilið.

Vísa í Harald hárfagra, rúnir og norðurljósin í nýrri landsliðstreyju
Erling Haaland og félagar í norska landsliðinu spila í nýjum landsliðstreyjum þegar þeir mæta Tékkum á Ullevaal leikvanginum í þessari viku.

Hvítþvottur á fótboltavellinum – leikur Íslands við Ísrael í undankeppni EM 2024
Fimmtudaginn nk. 21. mars leikur íslenska karlalandsliðið í fótbolta við karlalandslið Ísraels í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í skugga árása Ísraels á Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher myrt að minnsta kosti 31 þúsund manns á Gaza og sært 73 þúsund og hundruð þúsunda íbúa svæðisins standa frammi fyrir manngerðri hungursneyð af völdum umsáturs Ísraelshers.

Nottingham Forest missir fjögur stig
Nottingham Forest er fjórum stigum fátækara í baráttu liðsins fyrir áframhaldandi sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Dreymir um hitalagnir og höll
Vallarmál Vestramanna hafa verið nokkuð í umræðunni í vetur og óvíst er hvort þeir geti spilað á nýjum heimavelli í næsta mánuði, þegar keppni í Bestu deildinni hefst. Þjálfarinn Davíð Smári Lamude fór yfir málin með Baldri Sigurðssyni í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi.

Sænski landsliðsmaðurinn laus úr öndunarvél
Það eru aðeins betri fréttir af Kristoffer Olsson, liðsfélaga landsliðsmannsins Sverris Inga Ingasonar hjá Midtjylland í Danmörku.

Kveðst skítsama um skoðun Hareide
Alon Hazan, landsliðsþjálfari Ísraels, segir það misskilning margra að íslenska landsliðið sé á niðurleið. Það sé ekki rétt. Hann kveðst láta skoðanir Åge Hareide landsliðsþjálfara Íslands, varðandi stríðið á Gasa, sem vind um eyru þjóta.

Klopp ósáttur við að fá ekki eina skiptingu í viðbót
Jürgen Klopp og lærisveinar hans féllu út úr enska bikarnum í gær eftir dramatískt 4-3 tap á móti Manchester United í leik liðanna í átta liða úrslitum á Old Trafford.

Fórnaði Arsenal fyrir konu
Franski fótboltamaðurinn Emmanuel Petit sér mikið eftir því í dag að hafa yfirgefið Arsenal á sínum tíma.

Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna.

Stór stund fyrir kærustuparið sem eyddi sumri í Mosfellsbænum
Það hefur mikið breyst í lífi Patricks og Brittany Mahomes síðan þau voru saman á Íslandi sumarið 2017. Um helgina var stór stund fyrir hjónin á sögulegum fótboltaleik í Kansas City.

Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“
Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi.

Gylfi spilar á Íslandi daginn fyrir EM-umspilið
Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, er sagður spila sinn fyrsta leik í búningi Vals á Hlíðarenda á miðvikudaginn.