

Handbolti
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Guðmundur Hólmar á leið í Hauka
Handboltamaðurinn öflugi Guðmundur Hólmar Helgason mun að öllum líkindum spila með Haukum frá og með næstu leiktíð.

Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni
Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld.

FH endurheimtir annan landsliðsmann
Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson kemur heim í Kaplakrika í sumar og hefur skrifað undir samning við FH sem gildir til tveggja ára.

Hafði áhyggjur af því að þjálfarinn myndi fá hjartaáfall og deyja á bekknum
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, fer ýtarlega yfir feril sinn á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins í grein sem birtist fyrr í dag. Þar minnist hann meðal annars tíma síns hjá Rhein-Neckar Löwen þegar Daninn Nikolaj Jakobsen stýrði liðinu.

„Stemmningin var engu lík og þetta var úrslitaleikur sem við þrífumst á“
Valur vann sex marka sigur á Benidorm 35-29. Með sigrinum tók Valur ansi stórt skref í átt að sextán liða úrslitum. Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, fimm mörk í kvöld og var ánægður með sigurinn.

Björgvin Páll: Stuðningurinn hélt okkur á tánum og gerði útslagið
Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var frábær í stórkostlegum sex marka sigri Vals 35-29. Björgvin Páll fékk skurð á hendina í síðasta leik en það kom ekki niður á hans leik þar sem hann varði 13 skot og skoraði 2 mörk.

„Þetta eru fáránleg forréttindi“
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega stoltur af sínu liði eftir öruggan sex marka sigur gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils og eiga enn góðan möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.

Umfjöllun og myndir: Valur - Benidorm 35-29 | Draumurinn um 16-liða úrslit lifir góðu lífi
Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 35-29. Með sigrinum stukku Valsmenn upp í þriðja sæti B-riðils og eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í 16-liða úrslitum.

Teitur skoraði tvö í öruggum Evrópusigri
Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir þýska stórliðið Flensburg er liðið heimsótti PAUC til Frakklands í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur og félagar unnu öruggan átta marka sigur, 21-29, en þetta var fjórði tapleukur PAUC í keppninni í röð.

Ystad bjargaði stigi gegn Ferencváros
Sænska liðið Ystads bjargaði stigi með seinasta skoti leiksins er liðið tók á móti Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 35-35, en stigið lyftir Ungverjunum upp fyrir Valsmenn í fjórða sæti B-riðils.

Umfjöllun: ÍBV - Stjarnan 30-24 | Sannfærandi Eyjasigur gegn Stjörnunni
ÍBV og Stjarnan sátu í 2. og 3. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta fyrir uppgjör liðanna í Eyjum í kvöld. Frábær síðari hálfleikur skóp sannfærandi sigur Eyjastúlkna, 30-24.

„Það eru skrambi margar dósir, Gaupi“
Það er í mörg horn að líta hjá Valsmönnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta karla í kvöld. Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og fylgdist með undirbúningnum.

Hópurinn sem hitar upp fyrir slaginn um HM-sæti
Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið tuttugu leikmenn til æfinga fyrir tvo leiki við B-landslið Noregs sem fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í byrjun mars.

Logi Geirs segir að Einar Bragi sé í landsliðsklassa
Einar Bragi Aðalsteinsson átti frábæran leik þegar FH vann 28-26 sigur á Fram í Olís deild karla í handbolta um helgina. Seinni bylgjan fór yfir frammistöðu stráksins.

Fyrirliði tyrkneska landsliðsins og fimm ára sonur hans létust í jarðskjálftanum
Þær sorglegu fréttir hafa borist frá Tyrklandi að fyrirliði handboltalandsliðsins og fimm ára sonur hans hafi látist í jarðskjálftanum mikla þar í landi.

Logi Geirs: Við verðum sem Íslendingar að mæta þarna og búa til geggjaða stemmningu
Valsmenn spila gríðarlega mikilvægan leik í Evrópudeildinni í kvöld en hann gæti ráðið mjög miklu um hvort Valsliðið komist áfram í sextán liða úrslitin.

Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum
Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld.

„Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik“
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að leikurinn gegn Benidorm í kvöld sé úrslitaleikur fyrir liðið í baráttunni um að komast í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hann hefur gaman að því að greina óhefðbundinn leikstíl Spánverjanna.

„Eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast“
„Ég er nú búinn að vera í eitt og hálft ár hérna hjá Val og mér finnst allt einhvernveginn vera úrslitaleikir,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, en liðið mætir Benidorm í mikilvægum leik í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld.

Toppliðið valtaði yfir nýliðana
Valur, topplið Olís-deildar kvenna í handbolta, vann afar sannfærandi 14 marka sigur er liðið sótti nýliða Selfoss heim í kvöld, 19-33.

Fimmtíu bestu: Íslenski Charles Barkley nema með titla
Jóhann Gunnar Einarsson endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld.

„Ekki boðlegt í Olís-deildinni“
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var býsna svekktur eftir tap gegn FH í Olís-deildinni í handbolta í dag. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri Hafnfirðinga.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 26-28 | FH-ingar sterkari í Úlfarsárdal
FH vann býsna flottan sigur gegn Fram er liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes
Afturelding vann afar öruggan sigur á Gróttu þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi í dag. Lokatölur 25-31 fyrir Mosfellinga sem með sigrinum fara í 19 stig.

„Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn“
Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í dag í Olís deildinni í handbolta.

Öruggur sigur hjá Viktori Gísla og félögum
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes unnu öruggan útisigur í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Þýski handboltinn: Gísli Þorgeir frábær og sigur hjá Arnóri Þór í Íslendingaslag
Gísli Þorgeir Kristjánsson var allt í öllu í sóknarleik Magdeburg þegar liðið vann góðan sigur á Lemgo í þýska handboltanum. Þá voru þrír Íslendingar í eldlínunni í sannkölluðum Íslendingaslag.

Umfjöllun: Hörður - ÍR 30-30 | Harðverjar grátlega nálægt sögulegum sigri gegn ÍR
Hörður og ÍR gerðu jafntefli, 30-30 þegar liðin áttust við eigast við í Olísdeild karla í handbolta á Ísafirði í dag. Liðinu eru í fallsætunum tveimur og mis langsótt að þau nái að bjarga sér frá falli.

Dagur framlengir við ÍBV
Dagur Arnarsson hefur framlengt samning sinn við handknattleikslið ÍBV en samningurinn gildir til næstu tveggja ára.

Björgvin brunaði á bráðamóttökuna: „Sé bara ofan í höndina á mér“
Björgvin Páll Gústavsson var illa útleikinn eftir sigur Vals á KA í Olís-deild karla í gærkvöld og þurfti að sauma fingrakjúku hans saman á sjúkrahúsi. Það kom sér vel að leiknum var flýtt, líkt og Björgvin hafði kallað eftir fyrr um daginn, þar sem hann gat brunað á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsmanna suður.